Íþróttablaðið - 01.12.1947, Síða 20
10
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
aÖstæður voru slæmar, því Liljekvist á
sænska metiö, sem er 1:49,2 min. Og þó
er tími Óskars sá bezti, sem hann hefir
náö í ár. Áhorfendur voru fáir, og mun
veðriö hafa valdið. Mér er minnisstætt,
aÖ þarna í Östersund keypti ég 24 ban-
ann fyrir kr. 2,75 sænskar, og át þá í
næturlestinni á leiðinni heim.
8. keppni - Haustleikarnir í Stokkhólmi.
12. sept. fóru hinir svonefndu „Haust-
leikar“ fram á Stokkhólms Stadion og
kepptu nokkrir íslendingar þar. Finn-
björn sigraöi í iangstökki og stökk 6,98
m. Næsti maður stökk 6,92, svo að mjóu
munaði. 5. í langstökkinu varð Örn Clau
sen með 6,59 m. 1 3000 m. hlaupinu varð
Óskar Jónsson 7. og hljóp á 8:52,6, sem
er 4/10 lakari tími en íslenzka metið
sem hann setti í Svíþjóð í fyrra. Óskar
hefði vafalaust fengið betri tíma, ef
hann hefði hlaupið hægara fyrri helm-
ing hlaupsins. Óskar hljóp fyrstur
nokkuð lengi, og var þá meðal annars
á undan Hollendingnum Slyhuis, sem á
einn bezta tíma heimsins í þessu hlaupi
í ár.
í kúluvarpi varð Jóel Sigurðsson 4.
með 13,52 m. og Sig. Sigurðsson 5. með
13,40 m. Þeir áttu þarna í höggi við mjög
skæða keppinauta, svo sem Roland Nils-
son, sem setti sænskt met i sumar 15,93
m., og er sá eini sem hefir sigrað Huse-
by. 1 þetta sinn kastaði Roland 15,90 m.
9. keppnin — Félagakeppni við Skuru.
Fyrri féiagakeppnin, sem ÍR háði, var
við Skuru IK í Stokkhólmi, laugardag-
inn 13. september. Keppnin fór fram á
Skuruvellinum, og fékk Skuru 4 menn
lánaða úr öðrum félögum i Stokkhólmi,
til styrktar liði sínu. Þrátt fyrir það
vann ÍR þessa félagakeppni með 39
stigum gegn 35. Árangur ÍR-inganna var
þessi: 100 m. hlaup 1. Finnbjörn 10,9
sek. 3. Örn Clausen 11,2 sek. Langstökk,
2. Örn Clausen 6,50 4. Magnús Baldvins-
son 6,31 m. 400 m. hlaup, 1. Kjartan Jó-
hannsson 51,2 sek. 2. Reynir Sigurðsson
52,5 sek. Kúluvarp, 3. Jóel Sigurðsson
13,25 m. 4. Sig. Sigurðsson, 13,15 m.
800 m. hlaup 2. Pétur Einarsson 2:01,4
mín. 5. Örn Eiðsson, 2:04,4 min. —
Kringlukast, 4. Jóel Sigurðsson 37,55
m. 5. Gísli Kristjánsson 36,84 m. 1000 m.
boðhlaup vann ÍR-sveitin á 2:02,6 min
sem er góður tími. Önnur varð svo sveit
100 m. hlaupiö í Skuru. Finnbjörn sigr-
ar örugglega, en Örn er samhliöa bezta
Svíanum.
Skuru. í ÍR-sveitinni voru Þórarinn
Gunnarsson (100) Örn Clausen (200)
Reynir Sigurðsson (300) og Kjartan Jó-
hannsson (400). Þegar keppninni var
lokið bauð Skuru IK okkur til veizlu
um kvöldið, og að henni lokinni var
okkur öllum boðið á ball i „Björknas
Pavaljon", en þangað fórum við nokkr-
um sinnum á meðan við dvöldum i
Stokkhólmi. Annar dansstaður, sem við
heimsóttum nokkrum sinnum var „Bal
Palais" á Kungsgatan, en þar lék ein
frægasta jazzhljómsveit Stokkhólms fyr-
ir dansinum.
Snemma morguns, sunnudaginn 14.
september kvöddum við Stokkhólm og
héldum með lestinni til Örebro, þar sem
við áttum að leggja i aðra félagakeppni
síðar um daginn við Örebro Sport Klub.
10, keppnin - Félagakeppnin við Orebro.
Hvarvetna í Svíþjóð höfðu móttök-
urnar verið með afbrigðum góðar, en
þó jafnaðist ekkert á við Örebro. í Öre-
bro eru um 60 þús íbúar, og er bærinn
mjög skemmtilegur. Þegar við komum á
járnbrautarstöðina voru þar fyrir menn
frá Örebro SK til þess að taka á móti
okkur. Þaðan var okkur siðan ekið til
íþróttavallar bæjarins, sem er mjög
glæsilegur. Við vorum þreyttir og syfj-
aðir eftir ferðalagið, svo að við lögðum
okkur allir til svefns á gólfinu i bún-
ingsklefanum, þegar við komum til vall-
arins. Keppnin hófst kl. 1,30. Veður var
fremur kalt og hvasst, og mun það hafa
dregið nokkuð úr árangri keppninnar.
Eins og áður er sagt, var þetta félags-
keppni milli ÍR og ÖSK, og voru kepp-
endur tveir frá hvoru félagi. Úrslitin í
keppninni urðu þau, að ÍR vann með
miklum yfirburðum eða 45 stigum gegn
29. Úrslit í einstökum greinum urðu
þessi:
100 m. hlaup. 1. Finnbjörn 11,3 sek. 3.
Örn Clausen 12,1. Annar maður var frá
ÖSK og liljóp hann á 11,7 sek. Allsnarp-
ur mótvindur háði keppendunum, og
mun það hafa átt sinn þátt i því hvað
árangurinn var lélegur, en þreyta mun
einnig liafa valdið þar nokkru um.
í 400 m. hlaupi sigraði Wolfbrant
ÖSK á 50,1. Hann er mjög efnilegur
hlaupari, og hefir i sumar hlaupið 400
m. nokkuð undir 50 sek. 2. Kjartan Jó-
liannsson 51,4 sek. 3. Reynir Sigurðsson
53,6 sek.
3000 m. hlaupið vann Óskar Jónsson
með miklum yfirburðum á 9:09,4 mín,
en Pétur Einarsson varð 3. á 9:33,6 mín.
Veðrið háði að sjálfsögðu mjög mikið.
Langstökkið vann Finnbjörn á 6,57 m.
en Magnús Baldvinsson varð annar á
6,48 m. Finnbjörn átti aðeins eitt gilt
stökk í keppninni, en nokkur af ógildu
stökkunum voru um 7 metra. Örn Clau-
sen varð 2. i hástökki og stökk 1,70 m.
Sigurvegarinn, Sven Bergström ÖS’K
stökk einnig 1,70 m. Finnbjörn varð 4.
með 1,60 m. Jóel Sigurðsson vann kúlu-
varpið með 13,34 m. en Sigurður bróð-
ir hans varð 2. með 13,20 m.
í kringlukastinu sigraði Jóel einnig
með ágætum árangri, eða 38,27 m., en
Gísli Kristjánsson varð 2. með 35,14 m.
I 1000 m. boðhlaupi sigraði sveit ÍR með
yfirburðum á 2:03,0 mín. í sveitinni
voru: Örn Clausen (100) Finnbjörn
(200) Reynir (300) og Kjartan (400).
Finnbjörn vinnur 100 m. hlaup í örebro.