Íþróttablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
13
Keppendur Islands í Evrópumeistara-
mótinu. Frá vinstri: Ari, Siffurður Þing-
eyingur og Sigurður KR-ingur.
drógst nokkuð á langinn. Við mættum
kl. 2 eins og lagt liafði verið fyrir
alla en alltaf stóð á einhverju, t. d.
kom brezki fáninn ekki fyrr en 45 mín.
eftir að setning mótsins átti að fara
fram, og loks sá íslenzki um kl. 4. Þá
voru þátttakendurnir búnir að standa
á steinfleti í 2 klst. í 45 stiga liita, og
var þetta sérstaklega óþægilegt fyrir
þá, sem áttu að keppa strax að setn-
ingarhátiðinni lokinni Við vorum orðn-
ir svo dasaðir, að við settumst flötum
beinum niður á stéttina. Loks liófst
setningarræðan en síðan gekk hvert
land fyrir sig í stafrófsröð inn á leik-
sviðið og var það liátíðleg stund, sem
lauk með því að þjóðsöngvar Frakka
og Monacobúa voru leiknir.
Síðan hófst sjálft Evrópusundmótið
kl. langt gengin fimm.
Kcppnin liófst á 100 m. frjáls að-
ferð karla og lenti ég í fyrsta riðli og
varð sá sjötti í honum á slæmum tíma,
1:04,0 mín. í þessum riðli sigraði
Frakkinn C. Babey á 1:00,7 mín. —
Næsti riðill var ákaflega spennandi
og var aðalkeppnin milli þeirra Ung-
verjans C. Kodas og Júgóslavans M.
Miloslavisch. Ungverjinn bar sigur úr
býtum á tímanum 59,3 sek. Júgóslav-
inn var 59,6. Þriðji Sviinn Martin
Lundin á 1:00,5 mín.
Harðasta keppnin var í þriðja riðti.
Þar áttust við Frakkinn Alex Jany
og Svíinn Per Olof-Olsson. Þeir voru
jafnir fyrstu 50 m., Olsson dró aðeins á
Jany, en eftir 75 m. tók Jany forustuna
og' kom í mark á nýju Evrópumeti 56,2
sek., en Olof varð 58,6 sek., sem er
bezti tími hans i 50 m. laug. Alex Jany
hefir ákafleg'a fallegan stíl, liggur hátt í
í vatni og hefur mikla fótavinnu,
handleggjahreyfingar eru mjúkar og
slappar. Hann er mesti beljaki, um 190
cm. á hæð og eftir því þéttvaxinn. Stíl
Olssons þarf ekki að lýsa, hann þekkja
allir ísl. sundmenn frá komu lians í vor.
Næst var keppt í 100 m. baksundi
kvenna. 1 1. riðli sigraði danska sund-
konan K. M. Harup á 1:17,6 mín. og
2. riðli enska sundkonan C. Gibson á
1:17,2 min.
Um kvöldið fóru fram kappleikir í
sundknattleik. Voru þeir yfirleitt harð-
ir, svo sem vænta mátti, og spennandi.
Hinn 11. september kl. 3 var keppt í
200 m. bringusundi karla og var Sig-
urður Þingeyingur i fyrsta riðli. Harð-
asta keppnin var milli ungverjans A.
Nemeth, Svíans .1. Rotman og Frakk-
ans M. Lusien. Ungverjinn vann á
glæsilegum tíma 2:45,5. Sigurður Þing-
eyingur var 2:59,5 mín. og er það að
Erlingur Pálsson fararstjóri.
Dýfingapallurinn.
vísu mun lakari timi en ísl. metið hans.
Orsökin til þess, að Sigurður náði ekki
betri tíma mun fyrst og fremst hafa
verið sú, að hann kvefaðist í siðustu
járnbrautarferðinni og þoldi hitannn
ver en við hinir.
í öðrum riðli keppti Sigurður KR-
ingur og var aðalkeppnin milli hans og
Júgóslavans A. Cerer. Þeir voru jafnir
fyrstu 50 metrana. Sigurður synti
venjulegt bringusund, en Cerer flug-
sund alla leið. Cerer varð fyrstur á
tímanuin 2:45,1 mín., sem er mjög
góður tími, en Sigurður annar á 2:54,0
mín og hélt þar með uppi heiðri ís-
lands með sóma.
í þriðja riðli vann Ungverjinn A.
Szegedy á 2:44,3 mín. en annar varð
Bretinn Ramain á 2:47,1 mín.
Um kvöldið var keppt til úrsiita í
100 m. frjáls aðferð karla, og mátti
oft ekki á milli sjá. Sigurvegarinn varð
þó Frakkinn A. Jany á 56,9 sek., annar
Per Olof-Olsson á 58,8 sek. og þriðji
Ungverjinn C. Kodas á 59,4 sek.
12. sept. fóru fram úrslit i 200 m.
bringusundi karla. Kl. 3 síðd. Sigurð-
ur KR-ingur varð 6. í röðinni á 2:55,0.
Hefði tíminn getað orðið enn betri
ef Sig. hefði ekki tafist við það að taka
skakka stefnu fyrstu leiðina, sem liann