Íþróttablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 46
36
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Á. Á. skrifar um:
Knattspyrnuna í Reykjavík
Stefna sú, er brá upp kollinum, pegai
að loknum fyrsta leik hins brezka at-
vinnuliðs Queen Park Rangers í sum-
ar sem leið, þ. e. að knattspyrnui-
þróttinni og knattspyrnumönnum höf-
uðstaðarins hafi farið svo mjög aftur
hin siðastliðin ár, að vel mætti fara
10 -15 ár aftur í tímann til þess að
finna þeirra jafningja, hefir áreiðan-
iega orðið knattspyrnuíþróttinni dýr-
keyptur þjarnargreiði. Ósigur okkar
fyrir hinum brezku atvinnumönnum
hefði vafalaust mátt sannfæra á rétt-
mætari og nærtækari hátt, en þann
að stimpla knattspyrnumenn vora í
dag, með marki „sauðsins" með þvi
að slá því blákalt fram, í tíma og ótima,
jafnt á viðum sem þröngum vettvangi,
að þeir hafi ekkert lært á 10-15 ár-
um.
Hver svo sem ástæðan er, fyrir þvi
að þessi kenning hefir verið svo dyggi-
lega básúnuð út, sem raun ber vitni,
og hvert svo sem að áróðursmenn
hennar hafa talið réttmæti hennar,
þá er það eitt vist, að hún er sök þess
að áhorfendur knattspyrnumóta i sum-
ar voru sárafáir, i samanburði við
siðastliðin ár, og vafalaust eigi fleiri
en fyrir 10 - 15 árum.
Styrkur og hollusta áhorfendanna
varð því mun minni í ár, heldur en
undanfarin ár og þar af leiðandi hin
fjárhagslega, sem hin íþróttalega geta
knattspyrnufélaganna, veikt að mun.
íslandsmótið í ár hófst með mjög
svo virðulegri athöfn. Lúðrasveit lék
á undan og við setningu þess, og eftir
að liðin, sem leika áttu fyrsta leik
mótsins, höfðu gengið fylktu liði og
undir fánum inn á völlinn, setti for-
maður hins nýstofnaða Knattspyrnu-
sambands íslands mótið með ræðu.
Knattspyrmjmót Reykjavíkur
hófst á íþróttavellinum 15 ágúst s.l. —
Er menn komu út á völl til þess að
vera viðstaddir og horfa á hinn fyrsta
leik mótsins, urðu þeir þegar er inn
á völlinn kom, þess áskynja að ekki
hefði forráðamönnum mótsins þótt
til hlýða að hafa jafnmikinn hátíðleik
yfir setningu þess, sem íslandsmóts-
ins. Engin lúðrasveit var sjáanleg né
lieyranleg. — Engin setningarræða og
engin virðuleg skrúðganga inn á völl-
inn. Og svo að lokum er Fram og Vik-
ingur, hin sömu félög, sem við setningu
íslandsmótsins höfðu svo ósjálfrátt
heillað áhorfendur, hlupu inn á völlinn,
var litill sem enginn áhugi meðal á-
horfenda til þess að fagna þeim og
örfa, áður en þeir hófu leik sinn.
Það að gera sér far um að hafa
setningar móta sem knattspyrnumóta
sem virðulegasta, er áreiðanlega mjög
þýðingarmikið atriði, bæði hvað snert-
ir áhorfendur og leikmenn. Þessvegna
ætti það að vera kappsmál mótanefnda
á hverjum tíma, að hafa setningar mót-
anna sem virðulegastar, og gera allt sem
í þeirra valdi stendur, til þess að
stemning áhorfendanna sé sem bezt
verður á kosið, er hver leikur hefst.
Þegar á hinum fyrsta leik mótsins,
kom það glögglega i ljós, að æfingar-
leysi olli þvi, að leikmennirnir gátu
ekki sýnt í leik sínum þá knattspyrnu,
er þeir að öðrum kosti hefðu getað
gert. Raunin varð því sú, að hinir
fyrstu leikir mótsins voru bæði losara-
legir og kæruleysislega leiknir, en er
ieið á mótið fengu þeir meiri festu og
urðu við það betur leiknir og sumir
hverjir ágætlega.
Rezt leikni ieikur þessa móts og um
leið sá jafnasti var ieikur Vals og
Víkings. Mestur m'arkamunur í einum
leik var i leik Fram og Víkings eða
6 mörk gegn 1. Víkingar mættu með
mjög veikt lið til þessa leiks, svo út-
koma þeirra má kanske þar af leiðandi
teljast afsakanleg.
Sextán mörk voru sett á mótinu og
var markaútkoma félaganna sem hér
segir:
Fram setti 12 mörk gegn 1
Víkingur setti 2 mörk gegn 6.
K. R. setti 1 mark gegn 5 og Valur
setti 1 mark gegn 4.
Af einstökum leikmönnum setti Rík-
harður Jónsson, Fram, flest mörk, skor-
aði hann alls 9. Næstur varð Magnús
Ágústsson, Fram, liann skoraði 2. Rjarni
Guðnason, Víking, ■ Gunnlaugur Lárus-
son, Víking, Gisli Renjamínsson, Fram,
Ól. Hannesson, K.R. og Sveinn Helga-
son, Val skoruðu allir sitt markið hver.
Heildarleik sýndu Valur og Víking-
ur beztan i mótinu, en Fram árangurs-
ríkastan hvað. dugnað og markafjölda
snertir.
I fám orðum má segja um einstaka
leiki:
Fram — Víkingur G : 1.
Fram mætti til leiksins með íslands-
meistarana sína frá því i sumar að
undanskildum Valtý Guðmundssyni. Lið
Víkings var aftur á móti skipað fjórum
varamönnum. Leikur liðanna var mjög
lélegur og sundurlaus, og gerðu leik-
menn sér mjög mikið far um að gera
hendur, sem aftur á móti ollu töf á
leiknum.,
Framliðið náði strax í byrjun greini-
legum yfirburðum, og er 22 min. voru
af leik hafði Rikharður Jónsson, skor-
að tvö mörk hjá Víking. Á 29 mín. leiks-
ins gerði Bjarni Guðnason Víkings-
markið, eftir að mjög laglegt horn hafði
verið tekið. Þriðja mark Fram skoraði
Gísli Benjamínsson og er þrjár min.
voru eftir af fyrri hálfleik bætti Rík-
harður fjórða markinu við. Lauk hálf-
leiknum því 4:1 fyrir Fram. í siðari
hátfleik bætti Rikharður tveim mörk-
um við fyrir F'ram. Það fyrra skoraði
hann á 5. mín. og hið síðara á 19. mín.
eftir skemmtilegt upphlaup við Þór-
halt Einarsson.
Vörn Víkings var í þessum leik mjög
sundurlaus og ósamhent, og lét Rík-
harður sem sagt lausum liala. Og ef
framlína Fram hefði verið heilsteypt-
ari í leik sínum, hefði útkoman orðið
enn verri fyrir Víking.
K. R. — Valur 1 :1.
Nokkur vindur var er leikurinn hófst
og kom það i hlut Vals að leika fyrri
hálfleikinn undan vindi. K. R. sýndi
þegar í byrjun leiksins ákveðinn og
fastan leik, en þó án nægilegs öryggis
og staðsetningar. Þó tókst Ólafi Hann-
essyni að skora hjá Val, þegar á 5.
mín, eftir að vinstri bakvörður Vals