Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 49
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
39
íslands og Reykjavíkurmeistarar Fram 191(1. Frá vinstri, aftari röð: ÞórhaTlur
Hermann GuÖmuncLsson (ekki Sigurðsson eins og stóð í síðasta blaði), Haukur
Björnsson, Ríkharður, Valtýr, Magnús, Gísli og Öskar Sigurbergss. Fremri röð:
Sœmundur, Karl, Adam, Haukur, Kristján.
Síðan 1939 hefir Walterskeppnin farið
fram árlega og jafnan veriS hin ánægju-
legasta. Hjálpar það mjög til aS hún fer
jafnan fram á haustin, er knattspyrnu-
menn eru komnir í þá beztu æfingu er
þeir geta náS yfir sumariS. Keppni þessi
hefir ávalt veriS mjög tvísýn og stund
um þurft aukaleiki til aS ná úrslitum
hennar. Þan ár er keppnin hefir fariS
fram hefir hún veriS unnin af félög-
unum sem hér segir: K.R. hefir unniS
hana 4 sinnum 1939, 1940, 1943 og 1946.
Valur hefir unniS hana 3 sinnum 1941,
1942 og 1944, og Fram liefir unniS hana
2 sinnum 1945 og 1947. Af framanskráðu
má sjá aS tvisvar sinnum hefir K. R.
haft tækifæri til þess að vinna bikar-
inn til eignar, en i bæði skiptin orSið
að lúta í lægra haldi. í fyrra skiptið
eftir að hafa unnið keppnina tvisvar
fyrir Val og í síðara skiptið -eftir að
liafa unnið 4 sinnum fyrir Fram. Val-
ur hefir einu sinni átt tækifæri á að
vinna bikarinn til eignar, eftir að hafa
unnið hann tvisvar en tapaði þá fyrir
K.R.
í ár var sú nýbreytni tekin upp i
keppni þessa, að það félag er bæri sigur
úr býtum í Reykjavíkurmóti 1. flokks
hefði leyfi til þátttöku í keppninni, og
ef það félag vildi elski notfæra sér þenn-
an möguleika, þá færðist rétturinn til
þess félags er hefði orðið nr. 2 í Reykja-
víkurmóti 1. flokks.
í sumar vann K. R. Reykjavíkurmót
I. fl. en félagið hafnaði þátttöku leyfi
sínu til Walterskeppninnar. Fram var
nr. 2 og' rann því rétturinn til þeirra,
og notfærðu þeir sér hann.
Er dregið var kom upp hlutur 1. fl.
Fram og meistarflokks Vals að keppa
fyrsta leik mótsins.
Valur - Fram I. fl. 6 : 1.
Leikur þessi var mjög lítilfjörlegur,
og mátti vart sjá hvort iiðiS var I. fl.
og hvort meistarafl. 1. fl. Fram fékk
fleiri tækifæri í fyrri hálfleik og gerði
fyrsta mark leiksins. En í síðara hluta
fékk Valur dæmda vítaspyrnu á Fram
og jafnaðist þannig leikurinn og endaði
hálfleikurinn með jafntefli 1:1.
ÞaS var ekki fyrr en í síðara liluta
síðari hálfleiks að maður gat farið að
greina að meistarflokksmenn væru á
vellinum. En er Valur náði hinu rétta
spili, stuttum samleik, var eigi lengi að
biSa þess að munur liSanna kæmi fram
og á stuttum tíma skoruðu Valsmenn
5 mörk hjá I. fl. Fram. Og lauk leiknum
þvi með 6 mörkum gegn 1.
K. R. - Víkingur 2 :1
Bezti leikur sumarsins.
Það er álit margra, er fylgdust með
knattspyrnukeppni i sumar að leikur
K. R. og Víkings í Walterskeppninni
hafi verið bezti leiknr, sem sást hér á
vellinum i sumar. K. R. liðið, sem hafði
farið svo hrapalega fyrir Fram í Reykja-
víkurmótinu, kom nú i þennan leik, með
sarna áhugann, þolið og leiknina, sem
félagið hafSi sýnt, er það vann Túlin-
íusarmótið í vor. Liðið vann allt frá
byrjun til enda kappsamlega að þvi að
gefa ekki sinn hlut og varð þar af leið-
andi hinn erfiðasti keppinautur.
Víkingarnir voru yfirleitt í meiri og
öruggari sókn allan leikinn út, en það
skeði sem oft áður með þetta lið, að þótt
knattarmeðferð þess, staðsetningar og
góður skilningur til uppbyggingar leiks
og samleiks, sé fremri og meiri en yfir-
leitt gerist lijá hinum félögunum, þá fer
árangurinn eigi ávallt eftir því. Fyrsta
mark leiksins gerðu Vikingarnir eftir að
hafa leikið með knöttinn án þess að
nokkur KR-ingur snerti hann, uup all-
an völlinn allt frá bakverði, sem hreins-
aði frá Víkingsmarkinu eftir sóknar-
hríð KR-inga og til þess er Gunnlaugur
Lárusson sendi knöttinn lauslega fram
hjá markmanni K.R. í mark. Fyrra mark
KR. gerði Hafliði Guðmundsson, vinstri
útherji, eftir snögga sókn K. R. upp
hægri jaðar vallarins. Er réttur leik-
tími var útrunninn stóð leikurinn jafn-
tefli 1:1 og varð því að framlengja hon-
um um 15 mín. á mark. Alla framleng-
inguna skiptust félögin á upphlaupum
og marktækifærum og var leikurinn
hinn tvísýnasti þar til á síðustu mín.
framlengingarinnar, að HörSur skaut
hæðarskoti á mark Vikings. Markmaður
Víkings misreiknaði knöttinn og hljóp