Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 19

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 19
Stjórn K.S.Í. Ársþing Knattspyrnusambands Is- lands var háð í húsakynnum Slysa- varnafélags Islands 20. og 21. nóv- ember. Þingið sátu tæplega 80 full- trúar víðs vegar að af landinu. Þing- forseti var kjörinn Hermann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri ISl, en þingritari Einar Björnsson, for- maður KHR. Gestir þingsins voru m.a. Gísli Halldórsson, forseti Isl, Benedikt G. Wage, heiðursforseti ISl, og Baldur Möller, formaður iBR. Skýrsla stjómarinnar bar með sér, að þróttmikið starf hafði átt sér stað á árinu, og einnig var þar minnzt á verkefnin framundan. Landsleikur við Frakkland er ákveð- inn 18. september 1966, og einnig er staðið í samningum við Norðmenn og Austur-Þjóðverja um landsleiki. I reikningum kom fram, að fjár- hagur KSl er mjög góður og hefur ekki verið betri áður. Þá var hagn- aður liðanna í 1. deild meiri en nokkru sinni fyrr, eða um 114 þús. kr. á félag. Stjórn KSl var endurkjörin. Björgvin Schram, formaður, Guð- mundur Sveinbjörnsson, Ragnar Lár- usson, Ingvar N. Pálsson, Sveinn Zoega, Jón Magnússon og Axel Ein- arsson, allt menn, þaulkunnugir mál- efnum knattspyrnunnar hér á landi. Landsleikir. Tveir landsleikir voru háðir á ár- inu, báðir í Reykjavík. Hinn fyrri var háður 5. júlí við „erkifjandann" Dani og var það mjög skemmtileg- ur leikur — einn bezti landsleikur, sem háður hefur verið hér á landi. Þetta var fertugasti landsleikur Is- lands í knattspyrnu, og við verðum enn um sinn að bíða eftir sigri gegn Dönum, því þótt íslenzka landsliðið hafi sigrað aðrar Norðurlandaþjóðir í knattspyrnu, hefur því ekki tekizt það gegn því danska, sem sigraði að þessu sinni með 3—1. Mjög Itar- leg frásögn var í júlí-hefti Iþrótta- blaðsins um þennan leik og visast nánar til þeirrar greinar, en ísl. landsliðið var þannig skipað: Heimir Guðjónsson, KR Árni Njálsson, Val Sigurvin Ólafsson, Keflavík Magnús Jónatansson, Akureyri Jón Stefánsson, Akureyri Ellert Schram, KR, fyrirliði Gunnar Felixson, KR Þórólfur Beck, Rangers Baidvin Baldvinsson, KR Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi Sigurþór Jakobsson, KR. Þrír leikmenn léku í fyrsta sinn í landsliðinu, Baldvin Baldvinsson, Magnús Jónatansson og Sigurvin Ólafsson. Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur og ísl. liðið hafði greinilega yfirhöndina fyrsta stundarfjórðung- inn. Bæði mörkin komust í hættu, en ágæt markvarzla Heimis og Max Möller komu í veg fyrir, að mörk væru skoruð. 1 síðari hálfleik náði danska liðið yfirhöndinni og tókst þrívegis að skora (Ole Madsen, Egon Hansen og Kjeld Petersen) áður en Baldvin Baldvinsson skoraði mark Islands á lokamínútu leiksins. Hinn landsleikurinn var við Irska áhugamannaliðið (Eire) og var háð- ur 9. ágúst. Þetta var jafn sviplaus leikur og leikurinn við Dani hafði verið skemmtilegur og lauk án þess liðunum tækist að skora. Islenzka liðið var þannig skipað: Heimir Guðjónsson, KR Árni Njálsson, Val Jón Stefánsson, Akureyri Magnús Jónatansson, Akureyri Högni Gunnlaugsson, Keflavík Ellert Schram, KR Gunnar Felixson, KR Ríkharður Jónsson, Akranesi, fyrirliði Baldvin Baldvinsson, KR Eyleifur Hafsteinsson, Akranesi Karl Hermannsson, Keflavík. Árni Njálsson meiddist um miðjan fyrri hálfleik og kom félagi hans úr Val, Þorsteinn Friðþjófsson, I hans stað og lék þar með sinn fyrsta landsleik. Rétt fyrir leikslok meidd- ist Heimir markvörður einnig og kom Helgi Daníelsson, Akranesi, I hans stað og náði þar með merkum áfanga á knattspyrnuferli sínum -— lék sinn 25. landsleik, og hefur að- eins einn leikmaður leikið fleiri landsleiki, Ríkharður Jónsson. Helgi hlaut að launum gullúr frá Knatt- spyrnusambandi Islands. Landsmótin. Eins og áður hafði stjórn KSl yfir- umsjón með framkvæmd allra lands- móta svo og bikarkeppninnar og annaðist sérstök nefnd það verk, sem skipuð var þremur stjórnar- mönnum KSl, Jóni Magnússyni, sem var formaður, Ingvari N. Pálssyni og Sveini Zoega. Nefndin skipulagði alla leiki I um- ræddum mótum og sá um fram- kvæmd þeirra I samráði við viðkom- andi knattspyrnuráð. Leikir fóru yfirleitt fram á tilsett- um tíma, samkvæmt leikjaskrá nefndarinnar, þó varð að færa til nokkra leiki vegna utanferða félaga og landsleikja. Er það hið mesta vandaverk að raða niður öllum þeim fjölda leikja, sem fram eiga að fara á hinu stutta keppnistímabili okkar. Alls tóku 19 aðilar þátt I mótum þessum með samtals 86 liðum. Leikskýrslur bárust frá öllum að- ilum á réttum tíma, en því miður hafa reikningsskil ekki ennþá borizt frá nokkrum aðilum. Er slíkt að sjálfsögðu til verulegra óþæginda bæði fyrir nefndina og eins þá aðila er eiga hagnaðarvon eftir mót sum- arsins. Eins og áður beindist áhuginn mest að keppninni I 1. deild og varð hún óvenju tvísýn, og tekjur af henni meiri en nokkru sinni fyrr. Aukaleikur KR og Akranes setti þar auðvitað strik I reikninginn, en tekj- ur af honum voru mjög miklar eða rúmlega 375 þúsund kr. og er þetta því langtekjuhæsti leikur milli ís- lenzkra liða. Þá gaf leikur KR og Keflavíkur á Laugardalsvelli einnig vel — eða 127 þúsund kr. — en tekj- ur af öðrum leikjum voru innan við 100 þúsund krónur. Annars voru leik- irnir I Reykjavík mjög misjafnlega sóttir — og t.d. gaf leikur Fram og Vals I síðari umferðinni ekki nema sjö þúsund kr. Leikirnir á Akureyri voru ágætlega sóttir, en hins vegar mun lakar I Njarðvíkum en sumarið áður, enda Keflvíkingar sigurvegar- ar þá, en blönduðu sér hins vegar lítið I baráttuna um efsta sætið að þessu sinni. Heildartekjur mótsins voru rúmlega 1.6 millj. kr. eða næst- um helmingi meiri en árið áður. Lokastaðan I mótinu varð þessi: 19

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.