Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 45
en allt gengið Rússunum I hag. Byrj-
unin var sú, að Birgi Björnssyni var
vlsað af leikvelli í 2 mínútur, þegar
klukkan sýndi, að 11 mínútur voru
eftir. Fimm á móti sex rússneskum
útispilurum, tókst ísl. leikmönnunum
illa upp. Hvað eftir annað glopruðu
þeir knettinum í hendur rússnesku
ieikmannanna og vissu tæplega sitt
rjúkandi ráð. Svo einkennilega vildi
til, að Gunnlaugur Hjálmarsson,
bezti maður ísl. liðsins, var fyrir ut-
an, þegar ósköpin dundu yfir, en ný-
liðarnir inn á. Má segja, að klaufa-
leg skipting leikmanna hafi orðið
dýrkeypt. Þegar 7 mínútur voru eft-
ir, höfðu Rússar jafnað, 14:14, og
náð undirtökunum. Þeir bættu svo
tveimur mörkum við og unnu 16:14.
Af einstökum leikmönnum stóð
Gunnlaugur Hjálmarsson sig bezt í
báðum leikjunum. Karl Jóhannsson
sýndi góðan leik í fyrri leiknum og
Hörður Kristinsson í þeim síðari.
Mörk Islands skoruðu:
F
Gunnlaugur 5
Karl Jóh. 4
Hörður 2
Ingólfur
Birgir 2
Ragnar 1
Ágúst 1
Stefán 1
Guðjón 1
S
4
1
4
4
0
1
0
0
0
Sænskur dómari, Hans Carlsson,
dæmdi báða leikina. Tókst honum
vel upp fyrri daginn og hafði þá góð
tök, en síðari leikinn dæmdi hann
ekki af eins mikilli festu.
Þjálfari landsliðsins var Karl
Benediktsson.
Þátttaka ísl. kvennalandsliðsins
í heimsmeistarakeppninni.
Eftir hina ágætu frammistöðu ísl.
kvennalandsliðsins í Norðurlanda-
mótinu 1964, þar sem ísl. stúlkumar
hlutu sigur, var ákveðið að taka
þátt í heimsmeistarakeppninni inn-
anhúss.
Isl. stúlkurnar þurftu að leika 1
undanrás gegn Dönum, og voru báð-
ir leikimir leiknir í Danmörku I ná-
grenni Kaupmannahafnar, um mán-
aðamótin október—nóvember, eða
nokkm fyrr en íþróttahöllin í Laug-
ardal var tilbúin til notkimar.
Frammistaða ísl. stúlknanna var
verri en búizt hafði verið við fyrir-
fram, en þær töpuðu báðum leikjun-
um með nokkmm mun, 9:16 og 6:15.
Með því var útilokað, að þær kæm-
ust í lokakeppni HM, sem háð var
nokkm síðar í V.-Þýzkalandi, en
Ungverjar urðu heimsmeistarar.
Islenzka liðið var skipað eftirtöld-
um stúlkum:
Rut Guðmundsdóttir, Ármanni
Margrét Hjálmarsdóttir, Fram
Sigríður Sigurðardóttir, Val
Sigrún Guðmundsdóttir, Val
Islandsmeistarar Vals í kvennaflokki 1965.
45