Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 40

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 40
Sveinn Snorrason Keppnl í skotfimi. ur rifið, sem verður væntanlega næstu misseri. Lengi hafa verið uppi ráðagerðir með að félagið fengi til umráða húsnæði það sem er undir áhorfendastúku Iþróttavallarins í Laugardal. Þar fengi félagið 50 m skotbraut sem myndi gerbreyta æf- ingarskilyrðum og gera í fyrsta sinn kleift að kanna getu félagsmanna miðað við afrek erlendra skotmanna. Þar mun líka í ráði að hafa hlaupa- brautir fyrir innanhúsæfingar ann- arra félaga. Á því hefur staðið að Hitaveita Reykjavíkur hefur þarna fengið bráðabirgðageymslu fyrir vörulager, er hún hefur enn ekki rýmt og er leitt til að vita að bæj- arfyrirtæki standi þannig íþróttalífi fyrir þrifum. Skotfélagið hefur haft lítil tæki- færi til þess að keppa út á við en hefur þó háð nokkrar keppnir við áhafnir erlendra herskipa sem hing- að hafa komið og unnið þær allar með yfirburðum. Skotfélagið hefur verið frá upp- hafi starfsemi sinnar í Iþróttasam- bandi Islands. Núverandi tala félags- manna mun vera á þriðja hundrað og er mikill og vaxandi áhugi fyrir starfsemi þess. Núverandi stjóm skipa þessir menn: Leo Schmidt, form., Sigurður Isaksson, gjaldk., Axel Sölvason, ritari, Róbert Schmidt, meðstj., Erleing Edvald, meðstj., Egill Jónsson Stardal, varaform. trtgefandi: Iþróttasamband Islands. Ritstjórar: Hallur Símonarson og Öm Eiðsson. Blaðstjórn: Þorsteinn Einarsson, Benedikt Jakobsson, Sigurgeir Guðmannsson. Afgreiðsla.: Skrifstofa ISl, Iþróttamiðstöðinni Sími 30955. Gjalddagi 1. maí. Steindórsprent h.f. GOLFIÐ 1965 Árið 1965 hefur verið eitt grózku- mesta á vettvangi íslenzkra golf- mála. Almennur áhugi á íþróttinni hefur glæðst mjög, ekki einasta á þeim stöðum þar sem golf hefur verið leikið áður, en þ.e. á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Suðumesjum og í Reykjavík, þar sem fjöldi golfiðk- enda hefur aukizt mjög verulega á árinu, heldur einnig annars staðar úti um landsbyggðina meðal þeirra sem átt hafa þess kost að kynnast golfleik og sjá hver hollusta fylgir leiknum. Þannig voru á árinu 1965 stofnaðir tveir nýir golfklúbbar, ann- ar á Akranesi, en hinn £ Neskaup- stað. Báðir hafa þessir klúbbar nú fengið svæði undir litla velli og hafa þegar byrjað lítils háttar á golfleik. Áhugi manna i öðmm byggðarlögum er þegar vakinn og verður án efa til þess að einnig á þessu ári verði reynt að koma upp aðstöðu til golf- iðkana á öðrum stöðum á landinu, t.d. í Þingeyjarsýslu og á Vestfjörð- um. Fjármagnsskortur hefur nokkuð staðið útbreiðslu íþróttarinnar fyrir þrifum og ennfremur skortur á hæf- um leiðbeinendum, sem aðstöðu hafa til að ferðast um landið og kynna íþróttina betur en gert hefur verið. Segja má að undanfarin ár hafi út- breiðsla og tilsögn golfleiks eingöngu hvilt á herðum eldri golfleikara sem unnið hafa þessi störf sem sjálfboða- liðar í frístundum. Þessi störf ber að sjálfsögðu að þakka, en nú þegar fjöldi golfiðkenda er orðinn jafn mikill og raun ber vitni í dag, verð- ur ekki lengur hjá því komizt að ráða fastan kennara yfir sumar- mánuðina, en það mál er nú í undir- búningi. Á árinu 1965 lét Golfsambandið gefa út golfreglur, en að útgáfu reglnanna höfðu staðið fyrir hönd 40

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.