Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 40
Sveinn Snorrason Keppnl í skotfimi. ur rifið, sem verður væntanlega næstu misseri. Lengi hafa verið uppi ráðagerðir með að félagið fengi til umráða húsnæði það sem er undir áhorfendastúku Iþróttavallarins í Laugardal. Þar fengi félagið 50 m skotbraut sem myndi gerbreyta æf- ingarskilyrðum og gera í fyrsta sinn kleift að kanna getu félagsmanna miðað við afrek erlendra skotmanna. Þar mun líka í ráði að hafa hlaupa- brautir fyrir innanhúsæfingar ann- arra félaga. Á því hefur staðið að Hitaveita Reykjavíkur hefur þarna fengið bráðabirgðageymslu fyrir vörulager, er hún hefur enn ekki rýmt og er leitt til að vita að bæj- arfyrirtæki standi þannig íþróttalífi fyrir þrifum. Skotfélagið hefur haft lítil tæki- færi til þess að keppa út á við en hefur þó háð nokkrar keppnir við áhafnir erlendra herskipa sem hing- að hafa komið og unnið þær allar með yfirburðum. Skotfélagið hefur verið frá upp- hafi starfsemi sinnar í Iþróttasam- bandi Islands. Núverandi tala félags- manna mun vera á þriðja hundrað og er mikill og vaxandi áhugi fyrir starfsemi þess. Núverandi stjóm skipa þessir menn: Leo Schmidt, form., Sigurður Isaksson, gjaldk., Axel Sölvason, ritari, Róbert Schmidt, meðstj., Erleing Edvald, meðstj., Egill Jónsson Stardal, varaform. trtgefandi: Iþróttasamband Islands. Ritstjórar: Hallur Símonarson og Öm Eiðsson. Blaðstjórn: Þorsteinn Einarsson, Benedikt Jakobsson, Sigurgeir Guðmannsson. Afgreiðsla.: Skrifstofa ISl, Iþróttamiðstöðinni Sími 30955. Gjalddagi 1. maí. Steindórsprent h.f. GOLFIÐ 1965 Árið 1965 hefur verið eitt grózku- mesta á vettvangi íslenzkra golf- mála. Almennur áhugi á íþróttinni hefur glæðst mjög, ekki einasta á þeim stöðum þar sem golf hefur verið leikið áður, en þ.e. á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Suðumesjum og í Reykjavík, þar sem fjöldi golfiðk- enda hefur aukizt mjög verulega á árinu, heldur einnig annars staðar úti um landsbyggðina meðal þeirra sem átt hafa þess kost að kynnast golfleik og sjá hver hollusta fylgir leiknum. Þannig voru á árinu 1965 stofnaðir tveir nýir golfklúbbar, ann- ar á Akranesi, en hinn £ Neskaup- stað. Báðir hafa þessir klúbbar nú fengið svæði undir litla velli og hafa þegar byrjað lítils háttar á golfleik. Áhugi manna i öðmm byggðarlögum er þegar vakinn og verður án efa til þess að einnig á þessu ári verði reynt að koma upp aðstöðu til golf- iðkana á öðrum stöðum á landinu, t.d. í Þingeyjarsýslu og á Vestfjörð- um. Fjármagnsskortur hefur nokkuð staðið útbreiðslu íþróttarinnar fyrir þrifum og ennfremur skortur á hæf- um leiðbeinendum, sem aðstöðu hafa til að ferðast um landið og kynna íþróttina betur en gert hefur verið. Segja má að undanfarin ár hafi út- breiðsla og tilsögn golfleiks eingöngu hvilt á herðum eldri golfleikara sem unnið hafa þessi störf sem sjálfboða- liðar í frístundum. Þessi störf ber að sjálfsögðu að þakka, en nú þegar fjöldi golfiðkenda er orðinn jafn mikill og raun ber vitni í dag, verð- ur ekki lengur hjá því komizt að ráða fastan kennara yfir sumar- mánuðina, en það mál er nú í undir- búningi. Á árinu 1965 lét Golfsambandið gefa út golfreglur, en að útgáfu reglnanna höfðu staðið fyrir hönd 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.