Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 7
XJnglingakeppni FRl hefur mikið
útbreiðslugildi fyrir frjálsar íþróttir
og er stærsta og fjölmennasta ungl-
ingamót í frjálsum íþróttum, sem
fram hefur farið s.l. þrjú ár. Leggur
stjórn FRl mikla áherzlu á að þessi
Unglingakeppni fari fram árlega og
vanda ber ávallt til mótsins. Æski-
legt væri að halda mótið utan
Reykjavíkur t.d. annað og þriðja
hvert ár og þá á víxl í landsfjórð-
ungum landsins.
Þegar sýnt þótti, að ekkert yrði
úr landskeppni við V-Norðmenn og
Dani s.l. sumar þá taldi stjórn FRl
rétt að senda frekar stóran hóp þátt-
takenda til NM í Helsingfors. Var úr
að valdir voru 11 þátttakendur og
með þeim Svavar Markússon, sem
var aðalfararstjóri og Benedikt
Jakobsson þjálfari. Eftirtaldir kepp-
endur voru frá Islandi og árangur
þeirra var sem hér segir:
Valbjörn Þorláksson, keppti í tug-
þraut og varð Norðurlandameistari í
greininni, hlaut 6902 stig.
Jón Þ. Ólafsson, keppti í hástökki
og varð nr. 4 í greininni og stökk
2.05 m.
Kristleifur Guðbjörnsson, keppti í
10000 m og varð nr. 6 á 31:46,4 mín.
Kjartan Guðjónsson, keppti í tug-
þraut, varð nr. 8 og hlaut 6268 stig.
Guðmundur Hermannsson, keppti í
kúluvarpi, varð nr. 7, varpaði 15.10
m.
Ólafur Guðmundsson, keppti í 100
m, hljóp í undanrásum á 11.2 sek.;
200 m hljóp hann í undanrásum á
22,7 sek. og 400 m hljóp Ólafur í und-
anrásum á 50,0 sek.
Kristján Mikaelsson, keppti í 400
m, hljóp í undanrásum á 50,5 sek.,
og 400 m grindahl. hljóp Kristján í
undanrásum á 57,2 sek.
Halldór Guðbjörnsson keppti bæði
í 800 og 1500 m hlaupi og hljóp í und-
anrásum á 1:56,1 mín. og 4:03,4 mín.
Erlendur Valdimarsson, keppti í
kringlukasti, kastaði 43,50 m.
Björk Ingimundardóttir, keppti í
100 og 200 m hlaupi og hljóp í und-
anrásum á 13,1 sek. og 27,1 sek., sem
er nýtt íslenzkt met.
►WWVWWVWWWVWWWWWWVWWWWWWWWWVWWWVWWWWWW*
<>
::
::
::
::
<►
ii
<►
::
::
::
::
::
i*
*
12. Landsmót UMFÍ
Glæsilegasta íþróttarnót ársins 1965 var 12. Lands-
mót UMFÍ, sem fram fór að Laugarvatni í byrjun júlí.
Frjálsar íþróttir voru aðalgrein mótsins og keppnin og
framkvæmd Landsmótsins til mikillar fyrirmyndar, eins
og allt í sambandi við þetta mót. Að vísu voru afrek
ekki í fremstu röð á íslenzkan mælikvarða nema í fáum
greinum, en mótið sannaði, svo að ekki verður um
villst, að slíkt er ekki ávallt nauðsynlegt, til þess að
gera þau skemmtileg. íþróttablaðið hefur ekki skýrt frá
úrslitum mótsins, enda hefur það verið gert rækilega,
bæði í dagblöðum og Skinfaxa, tímariti UMFÍ. Iþrótta-
blaðið leyfir sér í þessu blaði, að óska UMFÍ til ham- *
ingju með 12. Landsmót UMFl og vonar, að fleiri slík
eigi eftir að sjá dagsins Ijós, íþróttamennt landsins til
heilla og eflingar.
vvvwvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvwwvvvvvvvvvvwvvvvvvwwvvvvvvvvw
Halldóra Helgadóttir keppti í 200
og 400 m hlaupi og hljóp í undanrás-
um á 28,0 sek. og 64,6 sek.
Lokaúrslit mótsins í karlagreinum
urðu þessi:
Finnland
Svíþjóð
Noregur
Island
Danmörk
184.5 stig
156.5 stig
110,0 stig.
11,0 stig
9,0 stig
Næsta Norðurlandameistaramót
fer fram í Osló 1967.
Stjórn FRl telur, að nauðsynlegt
sé að vinna fyrst og fremst að eftir-
Valbjörn Þorláksson, KR,
Norðurlandameistari í tugþraut.
7