Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 63
II. KAFLI:
3. grein.
Eftir því sem fé er til, efnir I-
þróttakennaraskóli Islands (I.K.I.)
til námskeiða fyrir þjálfara í körfu-
knattleik, samkvæmt því sem
greint er frá í reglugerð þessari og
samningi.
Stjórn Körfuknattleikssambands
Islands, stjórnir Héraðssambanda
eða körfuknattleiksráð í þeirra um-
boði skulu auglýsa námskeiðið í
íþróttahéraðinu og leita eftir þátt-
takendum.
Fyrir nánar auglýstum tíma skal
stjórn Héraðssambands eða körfu-
knattleiksráð, sækja til K.K.l. um að
námskeið verði haldið. Slíkri umsókn
þurfa að fylgja nöfn væntanlegra
þátttakenda og meðmæli frá félagi
því, sem þeir eru skráðir meðlimir í.
Stjórn K.K.I. kemur síðan beiðn-
inni á framfæri við skólastjóra
I.K.I.
1 samráði við umsækjendur ákveð-
ur skólastjóri l.K.I og stjórn K.K.l.
hvar og hvenær halda skuli nám-
skeið og á hvaða stigi.
Keykjavíkurmeistarar K.F.R.
4. grein.
Samvinna sú milH l.K.l og K.K.l.
um rekstur námskeiða, sem hér er
að framan lýst, byggist á því, að
l.K.l. greiði Iaun kennara og leigu á
íþróttahúsi. Þá greiðir l.K.l. ferða-
kostnað kennara samkvæmt reikn-
ingi, ásamt dagpeningum samkvæmt
þeim reglum, er gilda á hverjum
tíma vegna ríkisstarfsmanna.
Kennara, sem I.K.l. ræður til
starfs á námskeiði, þarf stjórn
K.K.I. að samþykkja.
Kennari er ábyrgur starfa sinna
að námskeiðinu gagnvart l.K.l. og
K.K.l. Hann skilar þessum stofnun-
um báðum nákvæmri skýrslu um
námskeiðið og nafnaskrá yfir þátt-
takendur, þar sem fram kemur bú-
seta aldur, námsárangur og störf inn-
an íþróttahreyfingarinnar.
Skólastjóri l.K.I og kennari nám-
skeiðsins setja þátttakendum reglur
varðandi aga og ástundun.
HI. KAFLI:
5. grein
Stjórn K.K.l. leggur kennara til
námsskrá vegna þess námsefnis sem
fara skal yfir á hverju stigi. Skóla-
stjóri I.K.I. þarf að samþykkja
hana.
Stjórn K.K.l. og kennari semja
prófverkefni og ákveða hvernig þau
skulu lögð fyrir.
Stjórn K.K.l. annast um að útvega
hæfa menn úr héraði, ef tök eru á
til prófdómarastarfa og skal val
þeirra háð samþykki skólastjóra
I.K.I
6. grein.
Próf skulu vera munnleg, skrifleg
og verkleg. Þeir er hlotið hafa 5,00
I aðaleinkunn og eru að dómi kenn-
ara hæfir til að taka að sér störf
körfuknattleiksþjálfara, teljast hafa
staðizt próf. Þátttaka í námskeiði I.
stigs veitir aðeins heimild til þátt-
töku í námskeiði II. stigs.
Gera skal skírteini, sem þátttak-
endur, er Ijúka námskeiði fá afhent.
Viðurkenning fyrir þátttöku í
námskeiði I. stigs skal fylgja um-
sókn um þátttöku I námskeiði II.
stigs. Þátttakandi í námsskeið I.
stigs skal leggja fram skírteini um
þátttöku í námskeiði II. stigs.
1 skírteininu skal greint frá því,
að þátttakandi sé hæfur þjálfari I
körfuknattleik.
Á skírteinið skal einnig vera hægt
að skrá umsögn um þjálfarastörf
handhafa.
Undir skírteinið rita skólastjóri
l.K.l., formaður K.K.l. og kennari.
IV. KAFLI.
7. grein.
Ágreiningur, ef rísa kann, vegna
þessarar samvinnu l.K.l. og K.K.l.
skal afgreiða á fundi, þar sem sæti
eiga skólastjóri l.K.l. formaður
K.K.l. og íþróttafulltrúi ríkisins.
8. grein.
Reglugerð þessi og samningur taka
gildi, þegar samþykkt hefur verið af
báðum aðilum, og er í gildi þar til
skólastjóri I.K.I. eða formaður K.K.I.
óskar uppsagnar.
Fellur reglugerðin og samningur-
inn úr gildi 3 mánuðum eftir upp-
sögn annars hvors aðilans.
Reykjavík, 24. september 1965
Bogi Þorsteinsson (sign)
(form. K.K.I.)
Árni Guðmundsson (sign)
(skólastj. I.K.I.)
63