Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 39
Keppendur á móti Skotfélags Reykjavíkur.
íþróttir sprottin upp úr þeirri við-
leitni karlmanna að verða liðtækir
hermenn eða hraustir veiðigarpar,
og hemaðarþjóðir hafa lagt áherzlu
á að þjálfa menn í skotfimi í sam-
bandi við heræfingar. Flestir her-
fræðingar líta nú samt á venjuleg-
an herriffil sem jafn frumstætt og
úrelt tæki í nútímahernaði og kylfa
steinaldarmannsins eða riddarasverð
frá miðöldum.
Skotfimi hefur hinsvegar verið
frá upphafi talin til íþróttagreina
og er keppnisgrein á Olympíuleikun-
um. Þar hafa löngum verið fremstar
í flokki friðsamar menningarþjóðir
eins og frændur okkar frá hinum
Norðurlöndunum.
Jafn fjarri sanni var sá misskiln-
ingur að Skotfélagið hafi frekar en
erlendir skotklúbbar, sem starfa á
sama grundvelli, veiðiskap á stofn-
skrá sinni. 1 félaginu er auðvitað
fjöldi manna sem hafa gaman af
veiðiskap með byssu og telja sig
ekki menn að verri, og sú þekking,
sem félagsstarfsemin hefur veitt
mönnum í meðferð skotvopna, kem-
ur auðvitað þar að góðu gagni. Fé-
lagið hefur auk þess veitt ótal mörg-
um leiðbeiningar um rétt val skot-
vopna og þess háttar svo að veiðar
yrðu stundaðar á sem mannúðleg-
astan hátt, t.d. í vali skotvopna við
hreindýraveiðar. Þó hefur sú sorg-
lega reynsla orðið, að lög og reglu-
gerðir um skotvopn og veiðiskap
hafa verið sett án þess að þar væru
til kvaddir fróðir menn til umsagnar.
Á hinn bóginn er jafnvíst að fé-
lagið hefur stuðlað að því beint og
óbeint að vernda fugla með þvl að
veita fjölda skotmanna, einkum hin-
um yngri, tækifæri á því að spreyta
sig á því i stað fugla og dýraveiða
að gera göt á pappaspjöld með
byssukúlum, m.ö.o. að skjóta til
marks og auka og sýna hæfni sína
við það, en þetta er fyrsta og síðasta
takmark Skotfélags Reykjavíkur.
Félagið fékk við upphaf starfsemi
sinnar svæði til umráða við útiæf-
ingar í landi Grafarholts þar sem
heitir í Leirdal. Þar hefur verið reist
skýli, komið upp skotmörkum og
verið byggður fyrsti Skeet-skotvöll-
ur hér á landi. Skeet er íþrótt sem
enn vantar íslenzkt nafn á en miðar
að því að kenna skyttum að skjóta
hraðfleygar leirdúfur eða kringlur á
lofti með haglabyssum við sem fjöl-
breytilegastar aðstæður. En þar sem
enn er allt óvíst um framtíð þessa
landrýmis hefur félagið ekki viljað
leggja þar í meiri kostnað, þótt stað-
urinn sé á allan hátt hinn ákjósan-
legasti og vandfundinn annar jafn-
góður.
Félagið hefur jafnan haft innan-
húsæfingar á miðvikudagskvöldum í
íþróttahúsinu að Hálogalandi, en sér
nú fram á húsnæðisleysi er það verð-
39