Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 43

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 43
Alfreð Þorsteinsson HAIMDKIMATTLEIKLR 1965 Handknattlciksárið 1965 var að mörgu leyti sviprninna en árið und- an, 1964, enda aðeins 4 landsleikir leiknir á árinu. En þrátt fyrir, að minna væri um landsleiki en oft áð- ur, mun árið 1965 teljast merkilegt handknattleiksár vegna þess, að á því ári hlaut íslenzkt handknattleiks- fólk loks fullkomna keppnisaðstöðu með hinni nýju íþróttahöll í Laugar- dal, sem tekin var í notkun í byrjun desembermánaðar. Opnun íþrótta- hallarinnar markar timamót í sögu ísl. handknattleiks, því nú er hægt að halda Iandsleiki og aðra alþjóð- lega leiki í glæsilegu íþróttahúsi, sem rúmar milli 2—3 þúsund áhorf- endur, en litli Hálogalandssalurinn, athvarf handknattleiksíþróttarinnar í fjöldamörg ár, rúmaði aðeins 700 áhorfendur. Þegar þetta er ritað, snemma árs 1966, er strax farið að gæta breytinga á handknattleikslíf- inu. Um nær hverja helgi hafa er- lend handknattleikslið gist Keykja- vik og þúsundir manna streymt í Laugardal til að fylgjast með keppni ísl. handknattleiksfólks við hina er- lendu gesti. Er greinilegt, að hand- knattleiksíþróttin á vaxandi fylgi að fagna meðal almennings. Fyrstu kappleikirnir í íþróttahöll- inni nýju voru gegn tékkneska hand- knattleiksliðinu Karviná, sem kom hingað á vegum Fram. Var fyrsti leikur liðsins gegn Keykjavíkurúr- vali og sigraði Rvíkurúrvalið í fyrsta leiknum í íþróttahöllinni, eins og viðeigandi var. Dagblöðin skrifuðu að sjálfsögðu mikið um opnun hall- arinnar laugardaginn 4. desember, og verða hér á eftir teknar glefsur úr tveimur þeirra. Morgunblaðið skrifaði m.a.: „Fjögur til fimm þús- und manns, sem sáu tvo fyrstu kapp- leikina í nýju íþróttahöllinni í Laug- ardal sannfærðust um, hver bylting hefur orðið í íþróttalífi hér með til- komu hallarinnar. Að koma inn í höllina og sjá leiki, það er sem að koma inn í annan heim frá því sem verið hefur á kappleikjum hér. Fólk- ið naut fagurrar húsagerðarlistar og þægilegrar innréttingar salarins, og víst mun flestum hafa farið svo að þykja höllin helmingi stærri og tign- arlegri er inn var komið, en utan var séð. Það er ekki ofsögum sagt, að langþráður draumur hafi rætzt og að Reykvíkingum finnist að bær þeirra sé meiri og stærri eftir til- komu þessarar hallar en áður.“ — Og í Tímanum stóð m.a. þetta: „Múgur og margmenni streymdi niður Laug- ardalinn s.l. laugardag. Óvenjuleg sjón á þessum tíma árs. Það mátti sjá eftirvæntingu í hverju andliti og sú eftirvænting jókst, eftir því sem fólk nálgaðist hina stóru iþróttahöll, sem þennan dag átti að hljóta eld- skírn sína. Þegar inn í forsalinn var komið, blöstu ómálaðir veggir við, en þegar inn í sjálfan salinn var komið, var eins og nýr heimur opn- aðist. Uppljómaður stór salur með stóru áhorfendarými, fullboðlegur keppnisvöllur fyrir hvem sem er, glæsilegur. Og við þurfum ekki leng- ur að skammast okkar fyrir að bjóða erlendum íþróttamönnum heirn." Ekki skal fjölyrt meira um opnun hinnar nýju íþróttahallar, en rétt er að undirstrika, að fyrir enga íþrótta- grein aðra en handknattleikinn hef- ur opnun hallarinnar meiri þýðingu. Þess má svo geta, að það voru hand- knattleiksmenn, sem unnu loka- verkið við smíði hallarinnar svo hún yrði tilbúin fyrir kappleiki. Arsþing HSl 1965. Ársþing Handknattleikssambands Islands var háð í félagsheimili KR laugardaginn 2. október. Þingið var heldur viðburðalítið og gengu þing- störf fljótt fyrir sig. 1 ársskýrslu stjórnarinnar kom I ljós, að mörg lönd höfðu áhuga á að leika lands- leiki í Reykjavík á árinu 1966. Enn fremur stóð ísl. landsliðinu til boða utanför til Bandarfkjanna. Stjórn HSI var að mestu endur- kjörin. Ásbjörn Sigurjónsson var einróma endurkjörinn formaður og aðrir í stjórn með honum þeir Val- geir Ársælsson, Axel Sigurðsson, Björn Ólafsson og Rúnar Bjarnason, sem tók sæti Axels Einarssonar, en Axel baðst undan endurkjöri. Voru Axel færðar þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu sambandsins á undan- förnum árum. Tveir Iandsleikir gegn Kússum. Eins og að framan greinir, voru aðeins fjórir landsleikir leiknir árið 1965. Voru tveir gegn Rússum (karla- fl.) og háðir í nýju íþróttahöllinni. Báðir þessir leikir töpuðust, en með litlum mun, 17:18 og 14:16. íslenzka liðið í fyrri leiknum var þannig skip- að: Þorsteinn Björnsson, Fram Sigurður J. Þórðarson, KR Ragnar Jónsson, FH (fyrirl.) Karl Jóhannsson, KR Birgir Björnsson, FH Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Guðjón Jónsson, Fram Hörður Kristinsson, Ármanni Ágúst Ögmundsson, Val Þórarinn Ólafsson, Víking Stefán Sandholt, Val. Af þessum leikmönnum voru þrír nýliðar, þeir Þórarinn Ólafsson, Vík- ing, og Valsmennimir Stefán Sand- holt og Ágúst Ögmundsson. Verður nú vikið að fyrri leiknum, sem háður var sunnudaginn 12. des- ember, en hann var bæði jafn og spennandi og lauk með eins marks sigri Rússa, 18:17. Rússarnir sýndu í þessum leik mjög skemmtilegt og „taktiskt" línuspil, sem var þeirra helzta vopn. Var liðið allt mjög sam- stillt og jafnt. Islenzka liðið lék ekki neina sérstaka „taktik“ í leiknum, en byggði upp á einkaframtaki ein- 43

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.