Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 25

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 25
Kristján Benediktsson: BADfHINTON 1965 fMISLEGX. Norræn knattspyrnuráðstefna var að þessu sinni haldin í Helsingör í Danmörku 10. og 11. ágúst s.l. Á fundinum voru mættir 15 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, en full- trúar K.S.l. voru: Sveinn Zoega og Axel Einarsson. Að venju voru þar mörg mál til umræðu og afgreiðslu og skal nú getið þeirra helztu: a) Rætt var um fyrirhugaða að- alfundi í Evrópusambandinu og Al- þjóðasambandinu, sem haldnir verða í London í júlí n.k. Var rætt um sam- ræmdar aðgerðir Norðurlanda, svo og hvaða fulltrúar frá Norðurlöndum skyldu verða í kjöri í stjórnir þess- ara tveggja samtaka. Var ákveðið, að halda sérstaka ráðstefnu um þetta mái í Svlþjóð í janúar 1966, og væri þá vitað betur, hvaða fulltrúar frá öðrum löndum yrðu í kjöri. b) Rætt var um Norðurlandamót unglinga og var ákveðið að næsta mót færi fram í Horten í Noregi á tímabilinu 1.—15. júlí 1966. Ennfrem- ur var ákveðið að keppnin 1967 fari fram í Finnlandi, og rætt var um möguleika á því, að keppnin fari fram á Islandi árið 1968, en engin ákvörðun var tekin um það. Ákveðið var ennfremur, að þátttakendur skyldu verða 6, þannig að gestgjaf- arnir geta boðið einu liði til keppn- innar. c) 1 tilefni af 60 ára afmæli finnska knattspyrnusambandsins hafa Finnar ákveðið, að efna til kappleiks við rússneska landsliðið og hafa óskað eftir, að fá að styrkja lið sitt með spilurum frá hinum Norðurlöndunum. Samþykkt var, að Finnar gætu beðið um 5 spilara frá hinum Norðurlöndunum og var enn- fremur ákveðið, að íslenzkur dómari skyldi dæma þennan, leik, sem vænt- anlega fer fram síðast í júní 1967. Ákveðið var að næsta Norður- landaráðstefna skuli haldin í júni- byrjun 1966 í Finnlandi. Á fundinum var endanlega gengið frá dagsetningu á landsleik milli Danmerkur og Islands, sem fram fer 23. ágúst 1967 I Danmörku. Engir stórviðburðir gerðust í bad- mintoníþróttinni á Islandi á árinu 1965. Islandsmót og Reykjavíkurmót voru haldin að venju auk innanfé- lagsmóta. Beztu leikmenn á árinu voru án efa Jón Árnason T.B.R., sem sigraði í einliðaleik á Reykja- Islandsmeistarinn Óskar Guðmundsson. víkurmótinu og Óskar Guðmunds- son KR, sem varð meistari bæði í einliðaleik og tvíliðaleik á Islands- móti. Badmintoníþróttin mun nú stund- uð eitthvað í flestum kaupstöðum landsins og sums staðar í kauptún- um. Þannig hafa keppendur frá Stykkishólmi og Selfossi tekið þátt í Islandsmótum auk þátttakenda frá kaupstöðunum. Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda þeirra, sem æfa badminton. Sá hópur er þó tvímælalaust nokkuð stór. Hjá þeim tveimur félögum í Reykjavík, sem iðka íþróttina að ráði, eru þátttakendur um 600. Um 500 manns æfa hjá Tennis- og bad- mintonfélaginu og allt að 100 hjá badmintondeild KR. Bæði þessi félög störfuðu mikið á árinu. Skal í stuttu máli greint frá því helzta: Tennis- og badmlntonfélagið. Haldin voru þrjú innanfélagsmót auk móta fyrir nýliða og unglinga. Félagið sá um Islandsmótið og Reykjavíkurmótið og átti langflesta keppendur í báðum þessum mótum. Æfingatlmar voru í íþróttasölum skólanna og í íþróttahúsum Vals og KR og æfðu á vegum félagsins eins og fyrr segir um 500 manns. Sameiginlegir æfingatímar fyrir félagsmenn voru I Valshúsinu á hverjum laugardegi og einnig ókeyp- is tímar fyrir unglinga. Aðalkennari var Garðar Alfonsson. a) Innanfélagsmótið. Mót þetta hófst skömmu eftir ára- mót og lauk I seinni hluta marz- mánaðar. Keppt var I æfingatímum einstakra félagsmanna svo og I hin- um sameiginlegu æfingatímum, sem félagið hafði í Valshúsinu á laugar- dögum. Var keppni þessari hagað þannig, að allir kepptu við alla I hverjum flokki, en flokkarnir, sem keppt var I, voru einliða- og tvíliðaleikur 25

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.