Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 41

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 41
sambandsins þeir Óttar Yngvason, Guðlaugur Guðjðnsson og Kristján Torfason. Var hér um að ræða geysitafsama og tímafreka vinnu, sem leyst var af hendi af sérstakri alúð. TJtgáfa þessi sem var hin myndarlegasta, var orðin tímabær. Kann Golfsambandið þeim þremenn- ingum beztu þakkir fyrir verk þetta. Má þess geta hér til gamans, að á Norðurlöndum er ekki til nýrri, betri eða vandaðri útgáfa golfreglna en hér. Aðalfundur Golfsambandsins var haldinn í Reykjavík 13. júlí 1965. Þar var ákveðið að Landsmót í golfi 1966 skyldi fara fram á Akureyri um miðjan júlí. 1 stjórn Golfsambands- ins voru þá kosnir til eins árs, Sveinn Snorrason, Guðlaugur Guð- jónsson, Hannes Hall, Kristján Ein- arsson og Ólafur Ágúst Ólafsson. Landsmót í golfi fór fram á Graf- arholtsvellinum í Reykjavík 13.—17. júlí. Veður var mjög óhagstætt og árangur sá er náðist því athyglis- verður. Fjöldi þátttakenda hefur aldrei verið meiri og áhorfendur voru furðumargir þrátt fyrir hið slæma veður. Árangur í einstökum flokkum keppninnar var eins og hér segir: Meistaraflokkur: Magnús Guðmundss., Ak. 316 högg Óttar Yngvason, Rvík 327 — Gunnar Sólnes, Ak. 335 — Ól. Ág. Ólafsson, Rvík 336 — 1. flokkur: Hafst. Þorgeirsson, Rvík 343 högg Kári Elíasson, Rvík 355 — Gunnar Þorleifsson, Rvík 362 — 2. flokkur: Páll Ásgeir Tryggvason, Rvík. Þórir Sæmundsson, Keflavík Hannes Hall, Rvík. Sigurvegari í Öldungaflokki var Sigtryggur Júlíusson, Ak. Sigurvegari I Unglingaflokki: Hans Isebam, Reykjavik. Golfþinginu og Landsmótinu lauk slðan með hófi að Hótel Sögu, laug- ardaginn 17. júlí. Fór þar fram af- hending verðlauna. Á árinu 1965 var aðild Golfsam- bands Islands að Norræna Golfsam- bandinu samþykkt og sótti formað- ur G.S.l. aðalfund þess í Rungsted á Sjálandi í ágústmánuði s.l. Er þess að vænta að aðildin að Norræna Golfsambandinu og tengslin við frændþjóðir okkar á vettvangi golf- mála, geti í framtíðinni orðið nokk- ur lyftistöng í golfleik á Islandi. Golfsambandið skipaði á s.l. ári nefnd, til þess að samræma forgjöf hinna einstöku klúbba á landinu og vinna að þýðingu, samræmingu og útgáfu á reglum um forgjöf, og er þess að vænta að reglurnar komi út og verði staðfestar áður en leik- ár hefst á sumri komanda. Frá starfsemi einstakra klúbba: Golfklúbbur Akureyrar hélt uppi fjörugri starfsemi á s.l. ári. Hófst starfsemin þegar í fyrravetur, en þá sóttu um 20 manns kennslu innan- húss á vegum klúbbsins, en kennslan stóð nokkuð á annan mánuð. Klúbburinn hélt 22 kappleiki á ár- inu, Akureyrarmeistari 1965 var Magnús Guðmundsson. Félagar í Golfklúbbi Akureyrar eru nú 85, en klúbburinn átti 30 ára afmæli á síðastl. ári. Golfklúbbur Reykjavíkur hélt uppi sérlega fjörugu félagsstarfi á síðastl. ári. Hófst starfið með námskeiðum innanhúss, og fóru æfingar fram þrjú kvöld i viku tvo tíma í senn í íþróttasalnum við Laugardalsleik- vanginn og voru þátttakendur oft í kringum 60 á kvöldi. 1 maí og júní hafði klúbburinn annað námskeið fyrir byrjendur, og var aðsókn svo mikil að námskeiðinu, að takmarka varð þátttöku við 120, en allmargir urðu frá að hverfa. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var Magnús Guð- mundsson. Efndi klúbburinn síðan til hins þriðja námskeiðs síðar á sumr- inu og voru aðalleiðbeinendur þá Þorvaldur Ásgeirsson og Hafsteinn Þorgeirsson. Þátttaka í því nám- skeiði var einnig ánægjulega mikil. Unnið var af kappi við framhald vallargerðarinnar og byggingu golf- skálans. Hefur neðri hæð skálans verið pússuð að innan, hitalögn er komin, gengið hefur verið frá böð- um til bráðabirgða og skálinn hefur verið pússaður að utan. Ennfremur hefur lóðin í kringum skálann verið Magnús Guðmundsson Islandsmeistari i golfi. snyrt og bílastæði gert. Mestan hluta sumarsins voru leikhæfar 12 holur á hinum nýja velli klúbbsins og fór Is- landsmeistaramótið þar fram eins 41

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.