Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 3
26. árg.
Keykjavík, febrúar 1966
1„ tbl.
þróttasamband
Starfsárið 1965
Framkvæmdastjórn Iþróttasam-
bands Islands var árið 1965 skipuð
þessum mönnum, sem kosnir voru á
íþróttaþingi 1964:
Gísli Halldórsson, forseti, Guðjón
Einarsson, varaforseti, Gunnlaugur
J. Briem, gjaldkeri, Sveinn Björnsson,
ritari, Þorvarður Árnason, fundarrit-
ari.
Heiðursforseti I.S.I., Benedikt G.
Waage, mætti á fundum framkvæma-
stjórnar. Framkvæmdastjórnin hélt
32 bókaða fundi á starfstímanum.
Skrifstofa ISl var í húseign þess
í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Framkvæmdastjóri var Hermann
Guðmundsson. Auk hans unnu á
skrifstofu ISl fyrst Sigríður Rögn-
valdsdóttir, en síðari hluta árs Svan-
hvlt Árnadóttir.
Helztu viðfagnsefni framkvæmda-
stjórnarinnar voru þessi:
íþróttablaðið:
Iþróttablaðið kom út 10 sinnum á
árinu. Ritstjórar voru þeir sömu og
áður, Örn Eiðsson og Hallur Símon-
arson.
Slysatrygging íþróttamanna.
Slysatryggingars j óðurinn starf aði
sem áður, greiddar voru meiri bæt-
ur en nokkru sinni fyrr eða kr.
51.110,0 en þrátt fyrir það efldist
Gísli Halldórsson,
forseti I.S.I.
sjóðurinn og er nú kr. 215.806,00.
Þróunin er því sú, að sjóðurinn verð-
ur sífellt færari að sinna hlutverki
sínu, að bæta íþróttamönnum tjón
það, sem þeir verða fyrir af slysum
við íþróttaæfingar og íþróttamót.
íþróttamerki ÍSÍ.
Breytt var reglugerð um íþrótta-
merki ISI á þann veg, að konur gætu
líka keppt um íþróttamerkið og ung-
Islands
lingar niður I 14 ára aldur. (áður
bundið við 16 ára aldur). Þessi breyt-
ing var gerð í samræmi við fram-
komnar óskir, svo og samþykkt
íþróttaþings 1964.
Þátttaka í keppni um íþróttamerki
ISl hefur vaxið og nýir staðir bætzt
við. Ánægjulegt er, að þátttaka í
kaupstöðum sem áður hafa varla
verið með er nú mjög vaxandi.
Iþróttamerkjanefnd ISl skipa: Jens
Guðbjörnsson, formaður, Bragi
Kristjánsson, Stefán Kristjánsson,
Hannes Þ. Sigurðsson, Þorvarður
Árnason.
Stofnað Glímusamband.
1 samræmi við samþykkt íþrótta-
þings 1964, boðaði framkvæmda-
stjórn ISl til stofnþings að glímu-
sambandi 11. apríl 1965.
Áður hafði framkvæmdastjórnin
skipað undirbúningsnefnd til fram-
gangs málsins, Gunniaug J. Briem,
form., Hörð Gunnarsson og Kjartan
Bergmann Guðjónsson.
Glímusamband Islands var síðan
stofnað í húsakynnum ISl 11. apríl
1965. Stofnþingið sátu 15 fulltrúar
frá 9 héraðssamböndum, en 11 hér-
aðssambönd voru stofnendur. Voru
þau eftirfarandi:
Iþróttabandalag Reykjavíkur,
Iþróttabandalag Akraness,
Ungmennasamband Kjalarnes-
þings,
3