Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 49

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 49
Þróttur. Þróttur lék aðeins einn leik og dró lið sitt síðan úr keppni. Úrslit leikja urðu þessi: F.H.—Haukar 41— 9 mörk Valur—l.R. 31— 7 — Ármann—l.R. 19—15 — Haukar—Valur 21—23 — F.H.—l.R. 28— 5 — Haukar—Ármann 25—14 — F.H.—Haukar 31- - 9 — Haukar—Í.R. 26—16 — Valur—Ármann 17—14 — F.H.—Valur 23- -14 — F.H. fékk 8 stig Valur — 6 — Haukar — 4 — Ármann — 2 — l.R. — 0 — Með þessum úrslitum var FH Is- landsmeistari 1965 bæði í handknatt- leik innanhúss og utanhúss. Keppni kvenfólksins á Akureyri. Islandsmót kvenna í útihandknatt- leik fór fram á Akureyri í júlí-mán- uði, og var keppt eins og áður í tveimur flokkum, meistaraflokki og 2. flokki. 1 meistaraflokki voru þátttökulið- in sex að tölu: Ármann, FH, KR, Valur, Völsungar og Iþróttabandalag Akureyrar. Þessum liðum var skipt niður í tvo riðla og sigraði Valur 1 öðrum, en Akureyrar-stúlkurnar I hinum. 1 úrslitaleiknum sigruðu Valsstúlkurnar með 9:3 og urðu því Islandsmeistarar. Urðu þær þvi Is- landsmeistarar bæði utan- og innan- húss. Keppnin í 2. flokki var bæði jöfn og skemmtileg og lauk með sigri Keflavíkur-stúlkna, sem hlutu 9 stig. Fram varð í öðru sæti með 7 stig. Akureyri var einnig með 7 stig í 3. sæti. Valur varð í 4. sæti, KR í 5. og Völsungar í 6. og síðasta sæti. Þetta Islandsmeistaramót kvenna í útihandknattleik mun vera eitt f jöl- mennasta íþróttamót, sem háð hef- ur verið á Akureyri . Sólon Sigurðsson: SIJMD 1965 Á árinu 1965 voru sett alls 18 ísl. met. Ef það er borið saman við árið á undan, þegar sett voru 40 ísl. met vaknar sú spurning hvort sundinu hafi hrakað á árinu. Svo er þó eigi, því þegar nánar er að gáð þá voru sett hvorki meira né minna en yfir 60 ný ísl. unglingamet á árinu, svo greinilegt er að unglingarnir eru í góðri framför. Athygli vekur að Guðmundur Gíslason sett ekkert ísl. met í 25 m. laug á árinu, en hann setti 13 árið 1964. í karlagreinum setti Davíð Valgarðsson ÍBK eitt met, boðsundssveit SH setti tvö og boðsundssveit iR setti eitt. 1 kvenna- flokki setti Hrafnhildur Guðmunds- dóttir IR 6 met, Hrafnhildur Krist- jánsdóttir Á setti 2 ísl. met og boð- sundssveit Ármanns setti 6 Islands- met. Hrafnhildur Kristjánsdóttir Á setti alls 23 met á árinu, þar af 2 ísl. met, en Hrafnhildur er aðeins 14 ára gömul og ef litið er á afreka- skrána fyrir 1965 þá kemur í ljós að hún skipar 1. sætið í 50 m, 100 m, og 200 m skriðsundi og meðal ann- ars náð betri árangri en Hrafnhildur Guðmundsdóttir í 100 m skriðsundi og 200 m skriðsundi. Má mikils af þessari stúlku vænta ef hún stundar æfingar af kappi. Matthildur Guð- mundsdóttir Á. setti 11 stúlknamet í öllum fimm aðferðum sundsins og mætti segja mér að Matthildur gæti náð miklu lengra ef hún einbeitti sér að einni eða tveimur sundaðferð- um. Þá má minnast á Einar Einars frá Isafirði sem setti 9 sveinamet á einni viku í júnímánuði, þegar hann kom hingað suður til keppni á Is- landsmótinu. Þessi þrjú voru stór- tækust í metasöfnun á s.l. ári. En margt er annað efnilegra unglinga í sundiþróttinni nú, má nefna Ólaf Einarsson Ægi og Gunnar Guð- mundsson Á, sem settu báðir sveina- met í bringusundi. Auk þessarar má nefna hina eldri sem eru I stöðugri framför. Guðmundur Þ. Harðarson, Æ, Gunnar Kristjánsson SH, Kári Geirlaugsson lA, Trausti Júliusson Á, í skriðsundi og Fylkir Ágústsson Vestra, Árni Kristjánsson SH, Gest- ur Jónsson SH, Reynir Guðmundsson Á og Einar Sigfússon Selfossi í bringusundi. Tvö sundmót með erlendum gestum. Tvö sundmót voru haldin á árinu Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Matthildur Guðmundsdóttir. 49

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.