Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 47
Þessi mynd var tekin frá fyrsta leiknum í íþróttahöllinni í Laugardal. Karl Jóhannsson kastar sér framhjá vörn
Karviná og skorar mark. Fyrir aftan Karl er Gunnlaugur Hjálmarsson, en Hörður (nr. 9) sést til vinstri. Ljm. GE
Finnbogi Kristjánsson, Val
Einar Hákonarson, Víking
Hilmar Björnsson, KR
Jón H. Magnússon, Víking
Þórarinn Tyrfingsson, lR
Ágúst Ögmundsson, Val
Jón G. Viggósson, FH
Geir Hallsteinsson, FH
Friðgeir Indriðason, Fram
Gísli Blöndal, KR
Bjarni Jónsson, Val
Gunnsteinn Skúlason, Val
Hermann Gunnarsson, Val
Sigurður Jóakimsson, Haukum.
Þjálfari unglingaliðsins var Karl
Benediktsson. — Þess má geta, að
Svíar urðu sigurvegarar á mótinu.
Islandsmótið innanhúss.
1. deild karla:
Sjaldan eða aldrei hefur nokkurt
félag unnið 1. deildar keppnina inn-
anhúss með eins miklum yfirburðum
og FH, sem endurheimti Islands-
meistaratitilinn 1965 eftir þriggja
ára einokun Fram. FH sigraði í öll-
um sínum leikjum og hlaut 20 stig,
en Islandsmeistarar 1964, Fram,
urðu I öðru sæti og hlutu 12 stig.
Flesta sína leiki vann FH með nokkr-
um yfirburðum, en átti þó I erfið-
leikum með Fram, sérstaklega í
fyrri leiknum, en þann leik vann FH
með 20:18. Síðari leikinn gegn Fram
vann FH 23:21.
FH var vel að sigrinum komið og
verður ekki annað sagt en hann hafi
verið glæsilegur. Víkingar máttu
bíta í það súra epli að hafna í neðsta
sæti og missa keppnisrétt í 1. deild.
Víkings-liðið var óvenju slakt, en
taka ber með í reikninginn, að for-
föll voru tíð í liðinu yfir keppnis-
tímabilið.
Fyrir utan frammistöðu FH, kom
frammistaða Hauka mest á óvart.
Haukar byrjuðu mjög illa í mótinu
og blasti fall við liðinu í byrjun síð-
ari umferð keppninnar. En þá tóku
Haukar sig á og unnu hvern leikinn
á fætur öðrum og höfnuðu í 4. sæti.
TJrslit leikja í 1. deild urðu þessi:
F.H.—Víkingur 24:20
F.H.—Víkingur 31:15
F.H.—K.R. 25:17
F.H.—K.R. 25:19
F.H.—Fram 20:18
F.H.—Fram 23:21
F.H.—Ármann 41:29
F.H.—Ármann 34:19
F.H.—Haukar 33:15
F.H.—Haukar 24:21
Fram—Víkingur 22:19
Fram—Víkingur 32:20
Fram—K.R. 17:11
K.R.—Fram 20:16
Ármann—Fram 24:22
Fram—Ármann 26:17
Fram—Haukar 25:20
Fram—Haukar 27:19
K.R.—Víkingur 17:17
K.R.—Víkingur 24:17
K.R.—Ármann 24:18
K.R.—Ármann 24:17
K.R.—Haukar 18:18
Haukar—K.R. 30:22
47