Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 61
Körjuknattleiksráðstefna F.I.BA.,
Varna, Búlgaríu.
Magnús Björnsson, varaform. KKl,
sótti hina árlegu ráðstefnu Evrópu-
og Miðjarðarhafsdeildar FIBA, sem
að þessu sinni var haldin í bænum
Varna, á Svartahafsströnd Búlgaríu.
Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 32
þjóða af svæðinu og voru þar mörg
mál rædd, m. a. er snerta okkur
beinlínis.
Noregur var nú samþykktur í
FIBA og eru þá allar Evrópuþjóðir
orðnar aðilar að alþjóðasambandinu
og heildartala meðlima þess komin
upp í 122 og er FIBA því fjölmenn-
asta íþróttasamband í heimi I dag.
Magnús veitti Finnum brautar-
gengi við að fá að halda næsta
Evrópumeistaramót árið 1967. Með
góðri samstöðu Norðurlanda og
nokkurra þjóða Vestur-Evrópu
fékkst þetta samþykkt og verður EM
haldið I Helsinki 1967.
Polar Cup keppnin fékkst í fyrra
samþykkt, sem undanrási í einum
riðli EM. Þar sem Finnar sjá um
keppnina 1967, þá ganga þeir beint
inn i keppnina, án undankeppni. Tvö
efstu lið P. C. hljóta rétt til þátt-
töku I 16 liða úrslitakeppni. Þar sem
Svíar unnu engan leik á EM í Rúss-
landi s. 1. sumar, þá taldi þingið að
P. C. væri of veikur riðill til að senda
2 lið auk Finna. Mun því annaðhvort
Vestur-Þjóðverjar eða Pólverjar
keppa við okkur, Svía, Norðmenn og
Dani, um þessi tvö sæti. Þar sem
ísland tapaði fyrir Svíþjóð með að-
eins 6 stigum á síðasta Polar Cup,
er ekki loku fyrir skotið, að Island
geti hlotið annað sætið og komist á
EM í Finnlandi.
Ennfremur var á ráðstefnunni rað-
að í riðla í undanrásum EM ung-
lingalandsliða. Island lenti í riðli
með Finnlandi, Svíþjóð, Póllandi og
Vestur-Þýzkalandi. Keppnin fer fram
I Finnlandi. Síðar barst okkur til-
kynningum frá Finnum um að keppni
þessi skuli fara fram 7.—11. apríl
n. k. Þar sem þetta eru sömu dag-
arnir og P. C. keppnin fer fram I
Kaupmannahöfn, þá hefir stjórn KKl
mótmælt þessu harðlega og krafist
að keppnin fari fram um áramótin.
Þrátt fyrir hörð mótmæli stjórnar
KKl, fengust hvorki Finnar né Dan-
ir til að breyta fyrirætlunum sínum
um þessi mót. Varð KKl því að taka
þá þungbæru ákvörðun að draga til
baka þátttöku unglingaliðsins á úr-
tökumótinu í Helsinki.
Þrákelkni Dana, með að halda
Polar Cup keppnina í Kaupmanna-
höfn um páskana 1966, orsakar það
að mótið hlýtur ekki viðurkenningu,
sem undanrás í EM, þar sem keppn-
in fer fram of snemma á árinu. Virð-
ast forystumenn körfuknattleiks-
mála hjá þessum tveim nágranna-
þjóðum okkar hafa sýnt fremur litla
fyrirhyggju í þessum málum. Verður
nú að halda sérstakt úrtökumót fyr-
ir sömu aðila, ef þeir ætla sér að
sækjast eftir þátttöku í Evrópu-
meistaramótinu.
Evrópu Cup meistaraliða.
Á árinu 1964 tóku Islandsmeistar-
ar iR I fyrsta skipti þátt í Evrópu-
bikarkeppni meistaraliða. Mættu
þeir í fyrri umferð, meistaraliði Ir-
lands og sigruðu iR-ingar glæsilega,
bæði heima og heiman.
Þannig urðu iR-ingar fyrstir ís-
lenzkra liða til að komast í aðra
umferð í Evrópubikarkeppni. önnur
umferð fór fram í janúar á sama
tíma og landsliðið, með Þorstein
Hailgrímsson, var á keppnisferð í
Bandaríkjunum. Fjarvera Þorsteins
veikti iR-liðið að miklum mun og
ekki hvað sízt, vegna þess að leik-
menn IR voru alls óvanir að keppa
án Þorsteins.
iR-ingar töpuðu báðum leikjum
sínum gegn hinum frönsku meistur-
um A.S.V.E.L., fyrri leiknum hér
heima, 74:42 og síðari leiknum I
Frakklandi 84:19.
Islandsmeistararnir 1965 — KR-
ingar, tóku einnig þátt í Evrópubik-
arkeppninni. Mættu þeir í fyrstu um-
ferð, sænsku meisturunum Alviks
Basketboli Club frá Stokkhólmi.
KR-ingar töpuðu báðum leikjun-
um, þeim fyrri hér heima og viku
síðar í Stokkhólmi.
Þátttaka þessara liða í Evrópubik-
arkeppninni var skemmtileg tilbreyt-
ing I hinu fátæklega íþróttalífi okk-
ar í skammdeginu og væri æskilegt
að þátttaka í Evrópubikarkeppni
verði fastur liður í verkefnaskrá Is-
landsmeistara okkar í framtíðinni.
Skýrsla útbreiðslunefndar.
1 útbreiðslunefnd K.K.l. störfuðu
þeir Þorkell Steinar Ellertsson og
Einar Ólafsson, auk formanns nefnd-
arinnar Helga Ágústssonar.
1. Bikarkeppni:
Megin verkefni nefndarinnar varð
skipulagning og undirbúningur bik-
arkeppninnar.
Nefndin varð sammála um, að
bezti tilgangur keppninnar væri
aukin þátttaka utanbæjarliða, en
körfuknattleikur hefur átt sívaxandi
vinsældum að fagna út á landsbyggð-
inni, en liðum þar einungis veitzt
staðbundin keppnisreynsla.
Bezta fyrirkomulag keppninnar var
talin vera svæðakeppni og kæmu
þau lið, er sigruðu innan síns svæðis
til úrslitakeppni, en í því augnamiði,
að fækka löngum og erfiðum ferða-
Iögum keppenda, var ákveðið, að
stjórn K.K.l. hefði heimild til að láta
fara fram keppni milli svæðanna,
áður en komið væri til lokakeppn-
innar.
Það var einróma álit nefndarinn-
ar, að með tilliti til þeirra utanbæj-
arliða sem í úrslitakeppni kæmust,
bæri að útiloka I. deildarliðin frá
keppninni, a.m.k. til að byrja með.
Víst mætti telja, að það utanbæjar-
lið sem lenti í úrslitaleik við sterkt
I. deildarlið veigraði sér við frekari
þátttöku og drægi kjark úr öðrum.
Svæðaskiptingin var bezt talin
miðast við bandalög og sambönd, en
beint tekið fram í reglugerðinni, að
ætlast væri til, að einstök félög inn-
an þeirra vébanda sendu lið sín, en
ekki sameiginlega í þeim tilgangi,
að fá sem flesta til þátttöku. Tala
svæðanna þótti heppilegust verða
ákveðin 8.
Ljóst má vera, að ýmsir vankant-
ar kunna að vera á reglugerðinni og
sumt kunni betur á annan veg að
fara. Slíkt mun reynslan leiða I ljós
og æskilegt er, að keppnisaðilar komi
athugasemdum sínum og tillögum á
framfæri.
2. Tceknimerki:
Mjög mikill áhugi á knattþrautum
ríkti á landsbyggðinni á liðnu stafs-
ári og gefur það glögga hugmynd
um áhuga unglinga fyrir körfuknatt-
leik og gefur glæstar vonir um
körfuknattleiksmenn framtíðarinn-
ar.
61