Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 6
Örn Eiðsson:
Frjálsar íþróttir ’65
Frjálsar íþróttir létu ekki mikið
að sér kveða árið 1965. Við eigum
marga unga og efnilega íþrótta-
menn og konur, en það vantar
herzlumun, til þess að afrekin verði
frambærileg á erlendan mælikvarða.
Aðeins tveir íþróttamenn náðu raun-
verulega árangri, sem boðlegur er á
stórmótum erlendis, þ.e. Valbjörn
Þorláksson og Jón Þ. Ólafsson. Ungu
mennirnir, sem gáfu góðar vonir
1964, sýndu nokkrar framfarir, en
ekki nægar. En það eiga vonandi
eftir að koma frekari framfarir, við
verðum að vona og sýna þolinmæði,
enginn verður óbarinn biskup, það
getur tekið nokkur ár, að ná góðum
árangri í frjálsum íþróttum, jafnvel
þó að vel sé æft.
Stærstu viðburðirnir gagnvart út-
löndum 1965, var þátttakan í Norð-
urlandamótinu i Helsinki og lands-
keppnin við Skotland. Ellefu Islend-
ingar kepptu á Norðurlandamótinu,
einn þeirra, Valbjörn Þorláksson,
hlaut verðlaunapening og hann var
úr eftirsóttasta málminum, þ.e. gulli.
Jón Þ. Ólafsson varð fjórði í há-
stökki og Kristleifur Guðbjörnsson
hlaut sjötta sæti í 10 km. hlaupi.
Því miður náðu fæstir af þátttak-
endunum þeim árangri, sem
vonast var til. Skotar sigruðu Is-
lendinga með töluverðum yfirburð-
um í landskeppninni, 62:37 í keppni
karla og 24:14 í keppni kvenna, en
þetta var í fyrsta sinn, sem íslenzkt
kvenfólk tekur þátt í landskeppni í
frjálsum íþróttum.
Stjórn FRl.
Stjórn Frjálsíþróttasambands Is-
lands síðasta starfsár var skipuð
sem hér segir: Ingi Þorsteinsson,
formaður, Þorbjörn Pétursson, vara-
formaður, Svavar Markússon, ritari,
Björn Vilmundarson, gjaldkeri, Jón
M. Guðmundsson, fundarritari, Öm
Eiðsson, formaður Laganefndar og
Höskuldur Goði Karlsson, formaður
TJtbreiðslunefndar. Formenn nefnd-
anna eiga einnig sæti í aðalstjórn-
inni.
Einn veikasti hlekkurinn í skipu-
lags- og útbreiðslustarfsem-
inni fyrir frjálsíþróttum, er hversu
mikill skortur er á nægjanlegum
starfskröftum til að sinna hinu
frjálsa starfi eins og skyldi, og hef-
ur þetta frekar farið versnandi.
Ástæður fyrir þessu eru vafalaust
margar og misjafnar, en ef til vill
er sú ástæðan veigamest, að fjár-
skortur hefur hamlað framgangi og
útbreiðslu íþrótta í landinu undanfar-
in ár, þannig að starfsáhugi þeirra
áhugamanna, sem fremstir stóðu
hver í sínum flokki, fór smámsaman
þverrandi eða þeir gáfust hreinlega
upp I baráttunni, er þeir fundu, að
áhuginn einn dugði skammt. Félög og
félagasamtök hafa ekki greitt
íþróttakennurum réttmæt laun
fyrir störf sin, þannig að starf-
andi sérmenntuðum kennurum í
frjálsíþróttum í landinu hefur fækk-
að í stað þess að aukast með aukinni
fólksfjölgun. Þetta er staðreynd, sem
horfast verður í augu við.
Á s.l. tveim árum hefur dugmikilli
framkvæmdastjóm I.S.I. tekizt eins
og kunnugt er að koma skipulagi á
fjármál og tekjuöflun íþróttahreyf-
ingarinnar. Auk þessa hafa verið
gerðar raunhæfar athuganir af
hálfu I.S.I. á þörfinni fyrir aukningu
á útbreiðslustarfi fyrir íþróttum i
landinu og aukinni þörf á fjölgun
leiðbeinenda í öllum íþróttagreinum.
Engir sambandsaðilar beindu til-
mælum til stjórnar FRl, að stjórnin
annist fyrirgreiðslu um útvegun
frjálsíþróttaþjálfara um skemmri
eða lengri tíma.
1 náinni samvinnu við I.S.I. og
Iþróttakennaraskóla íslands, fór
fram námskeið á vegum FRl fyrir
leiðbeinendur að Núpi 18.—28. júní
1965. Kennarar námskeiðsins vom
Benedikt Jakobsson og Valdimar
Örnólfsson og aðalhvatamaður og
forstöðumaður fyrir þessu námskeiði
Jón Þ. Ólafsson, IR.
var Sigurður R. Guðmundsson
íþróttakennari og formaður Héraðs-
sambands V.-lsfirðinga. Einnig fór
slíkt leiðbeinendanámskeið fram I
sumar að Laugum á vegum Héraðs-
sambands Suður-Þingeyinga. Bene-
dikt Jakobsson og Stefán Kristjáns-
son voru kennarar námskeiðsins. Að
Núpi voru 5 nemendur útskrifaðir og
10 að Laugum.
Á ársþingi FRl 1962 var sam-
þykkt, eins og kunnugt er, að koma
á Unglingakeppni, sem var fram-
kvæmd í fyrsta skipti árið 1963,
og tókst mjög vel og taldi stjórn
FRl árangur keppni þessarar at-
hyglisverðasta viðburðinn í frjáls-
íþróttum það ár.
S.I. ár fór Unglingakeppnin fram
að Laugum dagana 14 og 15. ágúst og
sá HSÞ um keppnina. Á þessu móti
kepptu milli 30—40 unglingar og
greiddi FRl helming í ferðakostnaði
unglinganna. Þátttakendur voru
færri í Unglingakeppni FRl 1965 en
tvö árin þar á undan, þar sem á
ársþingi FRl 1964 var sam-
þykkt breyting á reglugerð keppn-
innar og unglingaaldursflokkurinn
felldur niður, aðeins keppt í sveina-,
drengjaflokki og stúlknaflokki. Jó-
hannes Sæmundsson íþróttakennari
var fulltrúi F.R.I. að Laugum.
6