Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 51
2. dagur:
100 m skriðsund karla
100 — bringusund karla
200 — bringusund kvenna
200 — flugsund karlax
400 — skriðsund kvennax
200 — baksund karla
100 — baksund kvenna
200 — fjórsund karla
4X100 m skriðsund kvennax
4X100 — fjórsund karla
3. dagur:
400 m skriðsund karla
100 — flugsund kvennax
200 — bringusund karla
100 — bringusund kvenna
100 — baksund karla
100 — skriðsund kvenna
100 — flugsund karla
200 — fjórsund kvenna
4X200 m skriðsund karla
4X100 — fjórsund kvennax.
Nýjar greinar merktar með x.
Meðal annara samþykkta þingsins
var sú ef til vill merkust að ákveðið
var að koma á aldursflokkakeppni í
sundi, en eftir árangur hinnar vel-
heppnuðu aldursflokkakeppni (age
group) Bandaríkjamanna kom í ljós
á Ólympíuleikunum í Róm og nú
síðast I Tokyo, hefur hver þjóðin á
fætur annarri tekið þá sér til fyrir-
myndar. Nú hefur stjórn SSl sam-
þykkt reglugerð, en eftir henni fer
keppnin fram á tímabilinu 1. febr. til
31. ágúst ár hvert, keppt verður í
þremur aldursflokkum, 15—16 ára,
13—14 ára og 12 ára og yngri. Reglu-
gerðin birtist í heild í 9. tölublaði
Iþróttablaðsins. Pramkvæmd keppn-
innar hefur verið falin sérstakri
nefnd, unglinganefnd SSl, en hana
skipa Torfi Tómasson, Guðbrandur
Guðjónsson og Siggeir Siggeirsson.
Meistaramót Norðurlanda í sundi
1965. Sundsamband Islands sendi 6
manna hóp á Sundmeistaramót Norð-
urlanda, sem haldið var I Pori í Finn-
landi, dagana 14. og 15. ágúst. Er-
lingur Pálsson formaður sundsam-
bandsins var fararstjóri, en kepp-
endur þeir Fylkir Ágústsson, Vestra,
Davíð Valgarðsson, IBK, Árni Þ.
Kristjánsson SH, og Guðmundur
Gíslason ÍR. Siggeir Siggeirsson
stjórnarmeðlimur SSl, fór sem þjálf-
ari flokksins þar sem landsþjálfar-
Davíð Valgarðsson, Keflavík.
inn Torfi Tómasson gat ekki komið
því við að fara. Flokkurinn fór utan
nokkuð fyrir mótið til að stunda
æfingar í 50 metra laug og einnig til
að venjast kuldanum í laugunum í
Finnlandi, en mismunur á hitastigi í
laugum hér og erlendis er allt upp í
10 stig á Celeíus. Árangur íslenzku
keppendanna var sæmilegur þó
hvergi næðu þeir verðlaunasæti. TJr-
slit af mótinu hafa áður birzt í blað-
inu.
TJnglingameistaramót lslands 1965
fór að þessu sinni fram á Sauðár-
króki og fór vel á því vegna þess að
driffjöðrin £ sundmálum staðarins
Guðjón Ingimundarson er sá sem átti
upphaflegu hugmyndina að unglinga-
meistaramótinu. Mótið fór hið bezta
fram. Mörg góð afrek voru unnin á
mótinu, en Ármenningarnir unnu
stigakeppni mótsins með nokkrum
yfirburðum. Hlutu þeir 114 stig, en
Selfoss 79 stig og Ægir hlaut 48 stig.
Landskeppnin við Dani 1966. Svo
sem kunnugt er þá háðu Danir og
Islendingar landskeppni í sundi árið
1964 og sigruðu Danir með einu stigi
39 gegn 38 stigum Islendinga, en
keppnin fór fram í Danmörku. I
júlímánuði næstkomandi er gert ráð
fyrir að smíði hinnar nýju laugar I
Laugardal verði það langt komin að
hægt verði að vígja laugina með þess
ari landskeppni. Gert er ráð fyrir að
vatni verði hleypt í laugina í byrjun
maí og fái landsliðið þá laugina til
umráða fyrir æfingar fram að
keppni. Laugin verður síðan opnuð
almenningi eftir vígslumótið.
Sundknattleikur hefur átt erfitt
uppdráttar hér á landi sem og víðar.
Iþróttin krefst geysimikils þreks og
mjög góðrar sundkunnáttu, en ef
þetta tvennt er til staðar er leikur-
inn allra íþrótta skemmtilegastur
bæði fyrir leikmenn og áhorfendur.
Á Islandi eru líklega ekki nema ef
til vill 30 til 40 menn sem æfa íþrótt-
ina og stundum taka ekki nema tvö
lið þátt í mótum. Undanfarinn ald-
arfjórðung hafa Ármenningar verið
svo til einráðir í keppninni um meist-
aratitlana, en helztu keppinautarnir
nú eru KR sem á ungt lið og efnilegt,
en áður fyrr voru það Ægiringar
sem veittu Ármenningum harðasta
keppni. Urslit í mótum vetrarins
urðu þessi: Á Reykjavíkurmeistara-
mótinu sigruðu Ármenningar KR-
inga í úrslitum með 8 mörkum gegn
4. Á Sigurgeirsmótinu sem fram fór
í marz sigruðu Ármenningar KR-
inga í úrslitum með 7 mörkum gegn
1. Á Islandsmótinu sem fram fór 1
maí sigruðu Ármenningar KR-inga
ennþá og nú með minni mun eða 5
gegn 3. Urslit á Haustmótinu urðu
sem hér segir: KR—Ægir 9—1, Ár-
mann—Ægir 9—-1, en í úrslitaleikn-
um unnu svo Ármenningar KR-inga
með 8—1.
Nú I vor er ráðgert að smíði hinn-
ar nýju laugar í Laugardal verði
51