Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 29

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 29
Kjartan Bergmann Guðjónsson GLIMAM 1965 Glímusamband Islands (GLl) var stofnað 11. apríl 1965. Stofnendur voru 11 héraðssambönd og Iþrótta- bandalög með 341 virkan glímumann innan sinna vébanda. Glímusambandið hefur á þeim skamma tíma, sem liðinn er síðan það var stofnað, beitt sér fyrir ýms- um framfaramálum varðandi glím- una, sem hér verða ekki rakin. Staðfest hafa verið ný glímulög, sem miða að því að fegra glímuna, sporna við og hamla á móti níði, sem oft hefur þótt setja blett á jafnfal- lega og drengilega íþrótt og glíman annars er. Stjórn Glímusambandsins er skip- uð þessum mönnum: Formaður Kjartan Bergmann Guð- jónsson, Reykjavík; varaformaður Sigurður Erlendsson, Vatnsleysu, Biskupstungum; ritari Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík; gjaldkeri Sig- tryggur Sigurðsson, Reykjavik; fundaritari Sigurður Geirdal, Kópa- vogi. — Varastjórn skipa þessir menn: Sigurður Ingason, Reykjavík, Valdimar Óskarsson frá Dalvík, Reykjavík; Elías Árnason, Reykja- vik. GLlMUKEPPNI 1 REYKJAVlK 1965. Skjaldarglíma Ármanns 1965. 53. Skjaldarglima Ármanns var háð sunnudaginn 31. janúar 1965 í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Skráð- ir keppendur voru 11, en aðeins sjö af þeim mættu til keppninnar. Þar af var 1 frá Glímufélaginu Ármanni, aðrir keppendur voru frá Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur. Úrslit urðu þau, að Sigtryggur Sigurðsson, KR, varð sigurvegari og lagði alla keppinauta sina. Hinni nýi skjaldar- hafi er aðeins 17 ára gamall. Sigtryggur Sigurðsson. Úrslit Skjaldarglímu Vinningaskrá: 1 1. Sigtryggur Sigurðsson, KR ...... 2. Hilmar Bjarnason, KR............. 0 3. Gunnar Pétursson, KR............. 0 4. Garðar Erlendsson, KR............ 0 5. Elías Árnason, KR .............. 0 6. Ragnar Þorvarðsson, Á............ 0 7. Sveinn Hannesson, KR ............ 0 Ármanns 1965 2 3 4 5 6 7 111111 11111 0 1111 0 0 111 0 0 0 1 1 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 Vinn. 6 5 4 3 2 1 0 Flokkaglíma Reykjavíkur. Flokkaglíma Reykjavíkur var háð laugardaginn 6. marz 1965. Keppt var í 4 flokkum, tveim fullorðins- flokkum og unglinga- og drengja- flokki. Keppni féll niður í 1. flokki að þessu sinni. 2. flokkur: 1. Guðmundur Jónsson, KR 2 vinn. 2. Gunnar Pétursson, KR 1 — 3. Garðar Erlendsson, KR 0 — 3. flokkur: 1. Guðmundur Halldórsson, Á 2 vinn. 2. Elias Árnason, KR 1 — 3. Magnús Jónasson, KR 0 — Unglingaflokkur: 1. Sigtryggur Sigurðsson, KR 3 vinn. 2. Óskar Baldursson, KR 2 — 3. Pálmi Guðjónsson, Á 1 — 4. Sveinn Hannesson, KR 0 — Dreng jaflokkur: 1. Sverrir Friðriksson, Á 5+1 vinn. 2. Jón Unndórsson, KR 5+0 — 3. Þorsteinn Hraundal, Á 4+1 — 4. Ágúst Einarsson, Á 4+0 — 5. Gísli Guðjónsson, Á 2 — 6. Guðm. Stefánsson, Á 1 — 7. Bjarni Ingvarsson, Á 0 — Glímukeppni úti á landi 1965. Bikarglíma (hæfniglíma) Héraðs- sambandsins Skarphéðins fór fram 7. marz á Selfossi. Keppendur voru 8 frá 5 félögum. Urslit: 1. Þórir Sigurðsson, Umf. Biskups- tungna, 123 stig. 2. Már Sigurðsson, Umf. Biskups- tungna, 108,6 stig. 3. Guðm. Steindórsson, Umf. Sam- hygð, 100,6 stig. 4. Steindór Steindórsson, Umf. Sam- hygð, 98,9 stig. 5. Sveinn Á. Sigurðsson, Umf. Sam- hygð, 97,6 stig. 6. Sigmundur Ámundason, Umf. Vöku, 96,9 stig. 7. Sigmar Eiríksson, Umf. Skeiða- manna, 92,3 stig. 8. Guðmundur Helgason, Umf. Hvöt, 83,5 stig. Skjaldarglíma Héraðssambandsins Skarphéðins var háð á Selfossi 13. júní 1965. Þátttakendur voru 4, allir frá Ungmennafélaginu Samhygð. 29

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.