Íþróttablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 46
Vigdís Pálsdóttir, Val
Sigrún Ingólfsdóttir, Val
Edda Jónasdóttir, Fram
Elín Guðmundsdóttir, Víking
Sigríður Kjartansdóttir, Ármanni
Sylvía Hallsteinsdóttir, FH
Jónína Jónsdóttir, FH
Sigurlína Björgvinsdóttir, FH
Ása Jörgensdóttir, Ármanni
Svana Jörgensdóttir, Ármanni
Jóna Þorláksdóttir, Ármanni.
Þjálfari kvennalandsliðsins var
Pétur Bjarnason.
Heimsóknir erlendra liða.
Á árinu 1965 komu fjögur erlend
handknattleikslið (félagslið) .til Is-
lands. 1 apríl kom á vegum KR
danska 1. deildar liðið Gullfoss og
lék hér fjóra leiki. Þá komu í júlí
á vegum Hauka í Hafnarfirði Færey-
ingar frá félaginu Kyndli. Þá er að
geta um komu tékkneska liðsins
Karviná til Fram í desember. Og
loks komu norsku kvennameistar-
arnir, Skogn, til Vals vegna Evrópu-
bikarleikja.
Heimsókn GuIIfoss.
Danskt 1. deildar lið með íslenzku
nafni, Gullfoss, heimsótti KR um
miðjan apríl-mánuð og lék fjóra
leiki. Danirnir töpuðu 2 leikjum, gegn
FH og landsliði, og gerðu tvö jafn-
tefli, gegn gestgjöfum sínum, KR,
og Fram. Annars urðu úrslit leikja
þessi:
KR—Gullfoss 31:31
Fram—Gullf oss 18:18
FH—Gullfoss 31:16
HSl-úrv.—Gullfoss 20:19
Tveir fyrstu leikirnir (KR, Fram)
fóru fram að Hálogalandi, en leikir
FH og landsliðsins fóru fram í
íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli.
Danirnir voru mjög ánægðir með
móttökur hér, og voru hrifnir af ís-
lenzkum handknattleik. Lét fyrirliði
danska liðsins, Jörgen Skipper Niel-
sen, sem áður fyrr var kunnur lands-
liðsmaður Dana, svo ummælt, að það
væri lærdómsríkt fyrir danska hand-
knattleiksmenn að heimsækja Is-
land.
Heimsókn Kyndils.
Færeyska liðið Kyndill kom í heim-
sókn til Hafnarfjarðarliðsins Hauka
í júlí. Alls lék hið færeyska lið 8
leiki hér, vann 4 og tapaði 4. Allir
leikirnir fóru fram utanhúss. Úrslit
urðu eins og hér segir:
Haukar—Kyndill 21:19
FH—Kyndill 31:14
IBH—Kyndill 19:28
FH:Kyndill 9:6
Haukar—Kyndill 5:7
IBK—Kyndill 6:9
lBA:Kyndill 16:17
lBA:Kyndill 21:20
Heimsókn Karviná.
I byrjun desember-mánaðar fékk
Fram heimsókn tékkneska liðsins
Karviná, sem er eitt af þekktari og
betri handknattleiksliðum Tékkó-
slóvakíu. Heimsókn Tékkanna tengd-
ist opnun nýju íþróttahallarinnar í
Laugardal, en þeir léku fjóra leiki
I höllinni, en fyrsta leikinn að Há-
logalandi, sem var gegn KR og unnu
Tékkar þann leik með 28:25.
Annar leikur Karviná var gegn
Reykjavíkurúrvali. Sá leikur var
skemmtilegur og spennandi og lauk
með sigri Reykjavíkurúrvalsins, 23:
20. — Þriðji leikur Tékkanna var
gegn Islandsmeisturum FH. Lauk
þeim leik með jafntefli, 19 mörk
gegn 19. — 1 fjórða leik mættu
Tékkarnir tilraunalandsliði. Lands-
liðinu tókst mjög vel upp og sigraði
með sex marka mun, 18:12. — Loks
í síðasta leiknum í íþróttahúsinu
unnu Tékkarnir leik, en það var
gegn gestgjöfum sínum, Fram, sem
styrkti lið sitt með Ingólfi Óskars-
syni, fyrrum Fram-leikmanni, en
hann hefur undanfarið verið búsett-
ur í Svíþjóð. Þennan síðasta leik
unnu Tékkarnir 26:24 eftir spenn-
andi viðureign.
Hurfu Tékkarnir því af landi brott
með tvo sigra, eitt jafntefli og tvö
töp.
Þátttaka kvennaliðs Vals í
Evrópubikarkeppni, og koma norsku
meistaranna Skogn.
Lið Islandsmeistara Vals í kvenna-
flokki sendi þátttökutilkynningu í
Evrópubikarkeppni kvenna, og varð
með því fyrsta ísl. kvennaliðið til að
taka þátt í slíkri keppni, en áður
hafði Fram tvívegis tekið þátt í
keppni karlaliða.
Valsstúlkurnar drógust á móti
norsku meisturunum Skogn í fyrstu
umferð og samdist svo milli Vals og
Skogn, að báðir leikir liðanna færu
fram í Reykjavík.
Það er skemmst frá því að segja,
að Valsstúlkurnar stóðu sig prýðis-
vel í þessari fyrstu Evrópubikarraun
sinni og sigruðu norsku stúlkurnar
í báðum leikjunum, sem fram fóru
sunnudaginn 19. desember og mánu-
daginn 20. desember. Fyrri leikinn
unnu Valsstúlkurnar 11:9 og þann
síðari 12:11, og slógu þar með norsku
stúlkurnar út. Með þessum úrslitum
var Valur komið í 8-liða keppni og
mætti a-þýzku meisturunum frá SC
Leipzig í næstu umferð.
Þess má geta, að Sigrún Guð-
mundsdóttir stóð sig langbezt í Vals-
liðinu í báðum leikjunum og skoraði
flest markanna fyrir Val.
Þátttaka í Norðurlandamóti
unglinga.
Það er orðin föst venja að taka
þátt í Norðurlandamóti unglinga,
og þannig sendi Island nú lið til þátt-
töku í Norðurlandamótinu, sem háð
var í Nyköbing í Danmörku í apríl.
Árangur ísl. piltanna varð svipaður
og í fyrri mótum, en þeir höfnuðu
í fjórða sæti, á undan Finnum, sem
ráku lestina. Úrslit í leikjum ísl. liðs-
ins urðu eins og hér segir:
Svíþjóð—ísland 20:11
N or egur—Island 11:9
Danmörk—Island 14:11
Finnland—Island 14:20
Eini sigur Islands var gegn Finn-
um I fyrsta leiknum, 20:14, en hinir
leikirnir töpuðust. Úrslitin gegn
Dönum og Norðmönnum voru viðun-
anleg, en tapið fyrir Svíum var of
stórt.
Það er ekki mikill munur á ísl.
unglingum og unglingum hinna
Norðurlandanna, það vantar herzlu-
muninn. Og kannski verður þetta
litla bil brúað með tilkomu íþrótta-
hallarinnar í Laugardal, en áberandi
var í öllum leikjunum, hve ísl. liðið
lék þröngt, rétt eins og það væri að
leika í Hálogalandssalnum.
Islenzka unglingalandsliðið 1965
var þannig skipað:
46