Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 44

Íþróttablaðið - 01.02.1966, Síða 44
Islandsmeistarar FH 1 karlaflokki 1965. stakling'sins. Það voru sem sé tvö ólík lið, sem mættust. Rússum gekk vel til að byrja með og náðu 2:0 forustu eftir 7 mínútna leik. Islenzka liðið skoraði ekki mark fyrr en á 8. minútu og var nýliðinn Ágúst Ögmundsson að verki. Liðin skiptust á að skora í fyrri hálfleik og höfðu Rússar yfirleitt eitt mark yfir, en Karl Jóhannsson jafnaði rétt fyrir hlé úr aukakasti, 8:8. Aðeins einu sinni í síðari hálfleik náði Island forustu, 11:10, en rúss- nesku leikmennirnir voru fljótir að jafna og ná forustu aftur. Komust þeir tvö mörk yfir, 13:11, og þetta bil náði ísl. liðið aldrei að jafna, en allt til leiksloka var viðureignin mjög spennandi og fjórum sinnum skildi eitt mark á milli. Þegar 7 mín- útur voru eftir, var staðan 16:15, og íslenzku leikmennirnir höfðu upp- lagt tækifæri til að jafna stöðuna, þegar þeir fengu knöttinn frá Rúss- um, sem misstu hann klaufalega. En I staðinn fyrir að leika upp á mark, var skotið úr tvíræðri stöðu, og upp úr því náðu Rússar knettinum aftur og skoruðu 17:15. Spennan var geysi- lega mikil á síðustu mínútunum og hvöttu áhorfendur, sem voru um 3 þúsund, ísl. liðið ákaft. En allt kom fyrir ekki, og Rússar sigruðu með einu marki, eins og fyrr segir. Síðari landsleikurinn gegn Rússum fór fram daginn eftir, mánudaginn 13. desember. Islenzka liðið var næstum því alveg eins skipað og fyrri daginn, nema hvað Ingólfur Óskarsson kom inn fyrir Þórarin Ól- afsson. Það er skemmst frá því að segja, að þessi leikur olli gífurlegum von- brigðum, því íslenzka liðið glataði niður 3ja marka forskoti, sem það hafði, þegar 11 mínútur voru eftir, 14:11, og tapaði 14:16. Á síðustu 11 mínútunum skoruðu ísl. leikmennim- ir ekki eitt einasta mark, en á með- an sigldi rússneski björninn fram úr. Það var satt að segja grátlegt að horfa upp á hvernig ísl. liðið missti sigur úr höndum sér þetta mánu- dagskvöld, sérstaklega vegna þess, að ísl. piltarnir höfðu átt framúr- skarandi góðan leik og haft yfir- höndina nær allan tímann. 1 fyrri hálfleik voru yfirburðir Isl. liðsins hvað mestir, en um tíma hafði það fjögur mörk yfir, 10:6, en Rússar minnkuðu þetta bil niður I 2 mörk fyrir hlé, 10:8. Byrjunin í síðari hálfleik var einn- ig góð, því eftir 19 mínútna leik var staðan 14:11. Hvað olli því, að ísl. liðið missti leikinn niður á mínút- unum, sem eftir voru ? Fyrir því vom margar orsakir, og segja má, að allt hafi lagzt á móti ísl. liðinu, 44

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.