Íþróttablaðið - 01.02.1966, Side 18
íslandsmeistarar KR, 1965.
Hallur Símonarson:
ATTSPYRNAN 1965
Það sem mestan svip setti á knatt-
spyrnuna hér á landi 1965 var Is-
landsmótið í 1. deild, og keppnin þar
var ein sú harðasta, sem um getur
á mótinu frá byrjun. Allir siðustu
leikir mótsins máttu heita úrslita-
leikir og að lokum var svo komið,
að tvö félög, Knattspyrnufélag
Reykjavíkur og Iþróttabandalag
Akraness, voru efst og jöfn að stig-
um og þurftu því að leika aukaleik
til þess úrslit fengjust. Sá leikur
var háður 3. október á Laugardals-
velli í mjög fögru haustveðri, enda
var leikurinn betur sóttur en nokk-
ur leikur áður milli íslenzkra liða -—•
eða um tíu þúsund áhorfendur. KR
fór með sigur af hólmi 2—1 í mikl-
um baráttuleik og er það I 19. sinn,
sem KR hlýtur titilinn „Bezta knatt-
spyrnufélag Islands". 1 Bikarkeppni
KSl sigraði Valur í fyrsta sinn í
keppninni — KR sigraði í fimm
fyrstu skiptin —- og voru það því
Reykjavíkurfélögin, sem sigruðu í
tveimur þýðingarmestu mótunum —
og sumarið því happasælt fyrir þau.
Þá setti þátttaka Keflvíkinga —
Islandsmeistaranna 1964 — og KR
— Bikarmeistara 1964 — í Evrópu-
keppninni mikinn svip á knattspyrnu
sumarsins, þótt bæði félögin féllu
úr í fyrstu umferð. Keflvíkingar
drógust gegn ungversku meisturun-
um, Ferencvaros, frábæru liði, sem
kjarni ungverska landsliðsins er val-
inn úr. Þetta voru vitaskuld ójafnir
leikir —■ en sókndirfska Keflvíkinga
kom þó á óvart. Ferencvaros sigraði
í leiknum í Reykjavík með 4—1 og
í Budapest með 9—1 og þegar þetta
er skrifað er liðið enn með í keppn-
inni og hefur unnið marga góða
sigra.
1 Evrópubikarkeppni bikarhafa
drógst KR gegn norska liðinu Ros-
enborg frá Þrándheimi, sem þrátt
fyrir sigurinn í norsku bikarkeppn-
inni, leikur í 2. deild. Þetta var því
mótherji, sem margir töldu að KR
hefði sigurmöguleika gegn, en það
fór á aðra leið. Norska liðið reynd-
ist sterkara í báðum leikjunum og
sigraði samanlagt 6—2. I næstu um-
ferð féll norska liðið úr fyrir Dynamo
Kiev, fyrsta sovézka liðinu, sem tek-
ur þátt I Evrópukeppni.
Tveir landsleikir voru háðir á
sumrinu, og hingað komu í heimsókn
enska atvinnumannaliðið Coventry
og úrval sjálenzkra knattspyrnu-
manna. Þessi lið unnu alla sína leiki
hér -—■ nema hvað KR gerði jafntefli
við danska liðið í mjög fjörugum
leik 4—4.
18