Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 13

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 13
óvart því liðið hafði ekki komist í úr- slitakeppnina undanfarin 14 ár. Ég vissi að liðið hafði alla burði til þess að ná langt en að standa uppi sem sigurvegarar var einstakt og ánægju- legt." — Hvernig leið þér eftir skalla- markið gegn Sovétríkjunum í úrslita- leiknum? „Tilfinningin er ólýsanleg en ég mérfannst við þá þegar hafa náð stór- kostlegum áfanga með því að hafa komist alla leið í úrslitaleikinn. í sjálfu sér skiptir ekki máli hverskorar en það var ánægjulegt að sjá á eftir boltanum í markið. Og ég tala nú ekki um markið sem Van Basten skoraði. „Once in a lifetime". Auðvit- að þarf töluverða heppni til að skora svona mark en að ná því í þessum leik var stórkostlegt." „Van Basten virkar kaldur“ — Hvernig persónuleiki er Van Basten? Er það rétt að hann sé hroka- fullur? „Nei, hann er það alls ekki. Þó verður að viðurkennast að hann virk- ar dálítið kaldur á þá sem þekkja hann ekki. Hann er mjög viðkunnan- legur náungi og einstaklega skemmtilegur við þá sem hann þekk- ir. Hann er ekkert að gefa of mikið af sér gagnvart ókunnugum. Rijkaard er svipaður persónuleiki og Van Basten, virkar kaldur á ókunnuga en er hinn Ijúfasti drengur. Menn skólast mikið í atvinnumennskunni og taka öllum með fyrirvara. Blaðamenn geta verið óprúttnir og þeir eiga það til að hnýs- ast í einkamál manns og reyna að finna veikan blett. Vegna jaessa verða menn að vera á varðbergi og gæta þess að segja ekki of mikið." — Eftir Evrópukeppnina í Þýska- landi var það rætt manna á milli að þú hefðir hugsanlega leikið of mikið fyrir liðið á eigin kostnað þannig að aðrir hafi fengið meiri athygli en þú. Er þetta rétt? „Ég var búinn að leika heilt keppn- istímabil með AC Milan og gefa mig allan í það. Við lékum vel og urðum Ítalíumeistarar. Ef ég á að vera hreinskilinn þá fór gífurlega mikil orka í þetta keppnistímabil og átti ég ekki mikið eftir þegar Evrópukeppnin fór fram. Fyrir keppnina lék lands- liðið marga æfingaleiki og varð ég hreinlega að gæta þess að tæma orkuforðann ekki alveg. Vegna þessa varð ég að leika mjög skynsamlega í Evrópukeppninni þ.e. á þann veg að ofkeyra mig ekki strax svo ég entist út keppnina. Það kom berlega í Ijós að þeir sem höfðu leikið lítið fyrir keppnina, sérstaklega Rijkaard og Van Basten sem höfðu verið meiddir, voru geysilega frískir og sólgnir í fót- bolta. Mín hugsun var sú að leika fyrst og fremst fyrir liðið, sem ég geri raunar alltaf og spara hlaupin að þessu sinni." Félagar Ruuds Gullit eru í reggea-hljómsveit og hann fær stundum að taka lagið með þeim á tónleikum.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.