Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 13

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Síða 13
óvart því liðið hafði ekki komist í úr- slitakeppnina undanfarin 14 ár. Ég vissi að liðið hafði alla burði til þess að ná langt en að standa uppi sem sigurvegarar var einstakt og ánægju- legt." — Hvernig leið þér eftir skalla- markið gegn Sovétríkjunum í úrslita- leiknum? „Tilfinningin er ólýsanleg en ég mérfannst við þá þegar hafa náð stór- kostlegum áfanga með því að hafa komist alla leið í úrslitaleikinn. í sjálfu sér skiptir ekki máli hverskorar en það var ánægjulegt að sjá á eftir boltanum í markið. Og ég tala nú ekki um markið sem Van Basten skoraði. „Once in a lifetime". Auðvit- að þarf töluverða heppni til að skora svona mark en að ná því í þessum leik var stórkostlegt." „Van Basten virkar kaldur“ — Hvernig persónuleiki er Van Basten? Er það rétt að hann sé hroka- fullur? „Nei, hann er það alls ekki. Þó verður að viðurkennast að hann virk- ar dálítið kaldur á þá sem þekkja hann ekki. Hann er mjög viðkunnan- legur náungi og einstaklega skemmtilegur við þá sem hann þekk- ir. Hann er ekkert að gefa of mikið af sér gagnvart ókunnugum. Rijkaard er svipaður persónuleiki og Van Basten, virkar kaldur á ókunnuga en er hinn Ijúfasti drengur. Menn skólast mikið í atvinnumennskunni og taka öllum með fyrirvara. Blaðamenn geta verið óprúttnir og þeir eiga það til að hnýs- ast í einkamál manns og reyna að finna veikan blett. Vegna jaessa verða menn að vera á varðbergi og gæta þess að segja ekki of mikið." — Eftir Evrópukeppnina í Þýska- landi var það rætt manna á milli að þú hefðir hugsanlega leikið of mikið fyrir liðið á eigin kostnað þannig að aðrir hafi fengið meiri athygli en þú. Er þetta rétt? „Ég var búinn að leika heilt keppn- istímabil með AC Milan og gefa mig allan í það. Við lékum vel og urðum Ítalíumeistarar. Ef ég á að vera hreinskilinn þá fór gífurlega mikil orka í þetta keppnistímabil og átti ég ekki mikið eftir þegar Evrópukeppnin fór fram. Fyrir keppnina lék lands- liðið marga æfingaleiki og varð ég hreinlega að gæta þess að tæma orkuforðann ekki alveg. Vegna þessa varð ég að leika mjög skynsamlega í Evrópukeppninni þ.e. á þann veg að ofkeyra mig ekki strax svo ég entist út keppnina. Það kom berlega í Ijós að þeir sem höfðu leikið lítið fyrir keppnina, sérstaklega Rijkaard og Van Basten sem höfðu verið meiddir, voru geysilega frískir og sólgnir í fót- bolta. Mín hugsun var sú að leika fyrst og fremst fyrir liðið, sem ég geri raunar alltaf og spara hlaupin að þessu sinni." Félagar Ruuds Gullit eru í reggea-hljómsveit og hann fær stundum að taka lagið með þeim á tónleikum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.