Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 73

Íþróttablaðið - 01.04.1989, Side 73
„EYJAPEYJAR ERU „SPES“ — Bjarnólfur Lárusson, 13 ára Eyjapeyji og einn efnilegasti íþróttamaður Eyjanna lætur móðan mása. Texti: Þorsteinn Gunnarsson Myndir: Ómar Garðarsson „Við söfnum lundapysjum í ágúst, spröngum á sumrin, vinnum í fiski á sumrin, förum ælandi og spúandi með Herjólfi í allar keppnisferðir, skemmtum okkur á þjóðhátíðinni, kippum okkur ekki upp við fárviðri og búum við eldfjöll sem gætu bara gosið allt í einu. Við eigum Ásgeir Sigurvinsson, við erum Eyjapeyjar og við erum „spes", það finnst mér. Eigum bara að vera sjálfstæðir. Eig- um allt, nema kannski ekki nógu gott fótboltalið. En við erum stoltir Eyja- peyjar, stoltir af eyjunni okkar fögru, nema kannski gúanóreyknum, það er nú meiri fílan. Þá vantar okkur löggustöð, það var kveikt í henni í haust og núna þarf að senda alla glæpona í fangelsi í Reykjavík." Sá sem mælir þessi orð heitir Bjarnólfur Lárusson, 13 ára Eyjapeyi, Þórari og einn efnilegasti íþróttamað- ur Eyjanna. Andlegar eða líkamlegar íþróttir — hann er framarlega í flokki á öllum vígstöðvum. Knattspyrna, handknattleikur, frjálsar íþróttir eða skák. Það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hann er íþróttamaður af Guðs náð. Svo á hann líka kærustu. Nýjan dall „Ég skil ekkert í þessum krökkum í Reykjavík að vera að væla yfir því að koma til Eyja til að spila í handbolta eða fótbolta, kannski einu sinni á ári. Við förum svona tíu til fimmtán sinn- um á ári í keppnisferðalög upp á land og förum þá með Herjólfi til Þorláks- hafnar og megum þakka fyrir ef við fáum einhvern tímann að fljúga. Fæstir okkar eru sjóhraustir, allir æl- andi og spúandi sem er ekki sérlega heppilegt fyrir mikilvæga leiki. Ann- ars er þessi dallur að hrynja, eða það segir pabbi og hann ætti að vita það því hann er stýrimaður á Herjólfi. Ég vona bara að dallurinn hrynji, þá fá- um við kannski að fljúga eða fáum 73

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.