Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 10

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 10
Þrír kunnir þjálfarar; Hólmbert Friðjónsson (tv), Marteinn Geirsson og Ás- geir Elíasson núverandi landsliðsþjálfari. Skyldi Marteinn vera fastur í gamla tímanum? Eru Marteinn og Ingi Björn gamaldags þjálfarar? Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson Marteinn Geirsson og Ingi Björn Albertsson þurftu fyrstir 1. deildar þjálfara að taka pokana sína en ætli við eigum eftir að sjá þá aftur sitjandi í varamannaskýlunum, klædda þykkum þjálfaraúlpum? Marteinn Geirsson, fyrrum þjálf- ari Fram, og Ingi Björn Albertsson, fyrrum þjálfari Keflavíkur, voru reknir úr starfi frá félögunum fljót- lega eftir að íslandsmótið hófst. Það voru ekki allir á eitt sáttir um rétt- mæti brottvikninganna. Upp úr þessu hófust mikil blaðaskrif og ásakanir gengu á milli manna. En hvernig ætli hljóðið sé í þeim nú? íþróttablaðið hafði samband við Martein og Inga Björn og lagði fyrir þá nokkrar spurningar. Marteinn: Ertu gamaldags þjálfari? „Ekki tel ég mig vera það. Ég fylgist mjög vel með fótbolta, bæði hér á íslandi sem og erlendis. Ef við skoð- um æfingarnar hjá mér held ég að ég hafi látið strákana hlaupa jafn mikið og aðrir, breytti bara aðeins um stíl. Ég lét framkvæma styrktarmælingar hjá liðinu á lærum og kálfum. Þetta var lokaritgerð tveggja sjúkraþjálfara í samstarfi við Mátt. Allt tölvumælt. Ég lét framkvæma pústmælingar í langhlaupum. Það voru regluleg þrekpróf í vetur sem enduðu rétt fyrir mót. Þessi þrekpróf eru góð að því leyti að það er hægt að sjá hvar menn standa, hvort þeir séu í góðu formi eða þurfi að bæta sig. Að lokum fór- um við í Fram á sex vikna meðferð hjá sálfræðingi. Þessi andlegi þáttur er að koma mikið inn í íþróttirnar." Er það rétt, sem maður hefur heyrt, að þú sækir aldrei þjálfaran- ámskeið eins og flestir metnaðar- gjarnir þjálfarar gera? „Ég sótti á sínum tíma mörg þjálf- aranámskeið en eins og ég sagði áður fylgist ég mjög vel með boltanum hér á landi, úti í löndum og les mér mikið til um þjálfun. Ég hef sótt flesta fyrir- lestra á vegum Þjálfarafélagsins þar sem bæði erlendirog innlendir fyrir- lesarar hafa flutt erindi" Hvað telst nútímaþjálfun? „Hún getur verið á alla vegu, það er svo margt. Að mínu mati eru mjólkur- sýrumælingar það athyglisverðasta semfram hefurkomið íseinni tíð. Seint á síðasta vetri dvaldi ég f herbúðum P.S.V. Eindhoven í Hollandi. Þar gera þeirekki mjólkursýrumælingar þannig að það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti þeirra - þær þykja mjög dýrar í framkvæmd. í fyrra fengum við t.d. næringarfræðingtil að leiðbeinaokkur varðandi mataræði. Það er alltaf spurning hvort menn fari eftir þessu. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt inn í boltann, pressan á leikmenn hefuraukisteftir aðpeningar komu inn í Evrópukeppnina." Er ferli þínum sem þjálfara lokið? „Ég get ekkert sagt um það. Ég ætla að taka því rólega í sumar en það gæti svo sem alveg verið komið að lokum hjá mér. Þó vona ég það auðvitað ekki. Flestir þjálfarar kjósa að hætta á öðrum forsendum." Ertu að spila með Old Boys Fram eða berðu kala til félagsins? „Ég spila ekki með Old Boys liðinu en ég ber alls engan kala til Fram, þar hófégminn knattspyrnuferil. Enafturá móti ber ég kala til ákveðinna aðila þarna hjá Fram." Nú fær Ingi Björn greidd laun sam- kvæmt samningi - gildir það sama um b'g^ „Égfæekki greidd laun úttímabilið, fékk þau til 1. júlí. Á aðalfundi Þjálfara- félagsins voru þessi mál rædd og á þeim fundi var dreift uppkasti að samningum sem eiga að tryggja þjálf- urum laun út samningstímabilið. Fé- lagið er því byrjað að vinna að þessum málum þjálfara þvíífyrra sýndi þaðsig hvað launamál í greininni voru orðin ótrygg." Hefur leikur Fram breyst til hins betra eftir að þú hættir? „Þessari spurningu get ég ómögu- lega svarað. Ég hef ekkert séð til Fram eftir að ég hætti." 10

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.