Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 45
Anna var sjálf kringlukastari og
það vill svo skemmtilega til að hún
verður yfirdómari kringlukasts-
keppninnará Heimsmeistaramótinu.
„Gárungarnir segja að ég sé þegar
búinn að semja um það fyrirfram
hversu löng köstin komi til með að
verða. Annars erum við með samn-
ing okkar á milli. Hann er sá að ég sé
að mestu um þrifnað og matseld
þegar ég er heima. Anna vinnur frá
sjö á morgnana til sjö á kvöldin þann-
ig að ég verð að standa mig."
Framtíðarplön kringlukastarans.
„Ég ætla að kasta kringlu fram yfir
Ólympíuleikana í Atlanta og jafnvel
fjögur ár til viðbótar, fara á Ólympíu-
leikana í Sydney árið 2000. Það væri
gaman að afsanna að maður sé of
gamall til að geta keppt um fertugt.
Við stefnum á að flytja til íslands á
næsta ári þar sem ég ætla að hefja
nýtt líf sem fullorðinn maður og láta
konuna læra íslensku!"
SIGURÐUR
SPJÓTKASTARI:
„Ég er egóisti, kærulaus, metnað-
arfu 11 u r og þekktu r fyri r að vera ekki á
réttum tíma." Þetta er lýsing Sigurðar
Einarssonar spjótkastara á sjálfum
sér. Hann hefur verið búsettur í
Tuscaloosa í Alabama í meira en ára-
tug, fyrst við æfingar og nám en síðan
sem fjölskyldumaður og atvinnu-
maður í íþróttinni."
Eiginkona Sigurðar heitir Debbie
en hún er innanhússarkitekt að
mennt. „Við kynntumst haustið 1985
og giftum okkur vorið '86. Það var
ekki eftir neinu að bíða. Dæturnar
heita Anna Viktoría og Alexandra
Maren. „Þóttég hafi rifið upp ræturn-
ar fyrir 13 árum hef ég ekki náð að
festa þær hér. íslenskar fjallajurtir er
hægt að flytja til annarra landa og
rækta þar en þær þrífast samt hvergi
eins vel og á íslandi!"
Sigurður segir að íþróttamenn
verði aðvera egóistartil að nágóðum
árangri. „Ég er kannski ekki heimsins
mesti egóisti en maður setur sig í visst
sálarástand, byggir skei í kringum sig
og verður að hafa 100% trú á því að
það, sem maður er að gera, sé rétt.
Það væri hægt að skrifa heila bók um
það sem íþróttirnar hafa gert fyrir
mig. Þaðmikilvægastaerað þærhafa
hjálpað mér að halda stefnu í lífinu,
Það er ekki bara Burt Reynolds sem
kann að stilla sér upp!
Stokkið til sigur!
Vonandi kemur brostaktíkin að góð-
um notum í Svíþjóð. Hvað með Sig-
urð?
sem er nauðsynlegt — ekki bara
vaka, vinna, sofa og djamma."
Sigurður hyggst taka sér þriggja
vikna frí að HM loknu, áður en hann
hefur undirbúning fyrir Ólympíuleik-
ana. „Það er kominn viss leiði í mig
sem ég þarf að sigrast á. Við Einar
Vilhjálmsson spjótkastari erum að
setjaástofn fyrirtæki sem viðstefnum
á að geta unnið við eftir Atlanta 1996.
Okkur langar að gera góða hluti á
íslandi og teljum að við getum miðl-
að af þeirri reynslu sem við höfum
öðlast í gegnum tíðina. Við erum
með alþjóðleg áform í gangi sem við
hyggjust framkvæma, hvort sem ég flyt
til Islands eða ekki. Heimurinnerstórog
maður verður að gera áætlanir stig af
stigi."
PÉTUR KÚLUVARPARI:
„Hefði ég ekki slitið hægri rassvöðv-
ann og orðið að hætta námi í Alabama
sökum þessárið1983 hefði égsennilega
ekki hitt eiginkonu mína," segir Pétur
Guðmundsson, fjögurra barna faðir og
kúluvarpari. „Fjölskylulífið kemur í veg
fyrir að maður verði geðsjúklingur af
íþróttaiðkun. Ég ætlaði mér að verða
knattspyrnuhetja en kynntist kúluvarpi
þegar ég flutti ísveitlOáragamall. Þegar
ég byrjaði f kúluvarpi var Hreinn Hall-
dórsson uppásittbestaen mérdattekki í
hug að ég ætti eftir að verða svipaður
karakter og hann og kasta lengra — sem
ég hef gert."
Síðastliðið haust flutti Pétur með fjöl-
skylduna til Bandaríkjanna. „Þetta er í
fyrsta skipti sem ég hef haft tækifæri til
að vera erlendis og æfa við fullkomnar
aðstæður, bæði hvað varða æfingar og
ekki síst hitastig! Ég hef alltaf unnið fulla
vinnu með æfingunum, ýmist sem
trésmiður eða lögreglumaður. Það er að
vissu leyti erfitt að vera ekki að vinna og
aðlaga sig að því að gera kúluvarp að
atvinnugrein. Það hlýtur þó að skila sér í
betri árangri."
Hvernig skyldu börnin spjara sig úti.
„Þau hafa spjarað sig vel og ég er stoltur
af þeim. Karen og Pálmi, sem eru á
skólaaldri fengu bæði góðar einkunnir í
vetur. Ég er þessi óvenjulegi pabbi, mik-
ið heima við og hef því góðan tíma fyrir
börnin. Búsetan hér hef líka gefið kon-
unni, Lisbeth Pálmadóttur, tækifæri til
að láta langþráðan draum rætast en hún
hóf BA nám í uppeldis- og kennslufræð-
um síðastliðið haust. Okkur gengur vel
að samræma nám hennar við fjölskyldu-
líf og æfingar, sennilega vegna þess að
Lisbeth er svo dugleg."
Árið 1994 var besta ár Péturs á alþjóð-
legum vettvangi og í lok ársins var hann
valinn, af Track and Field News (virtu
bandarísku frjálsíþróttatímariti), í hóp 10
bestu kúluvarpara heims. „Ég var stoltur
af því að komast á listann. Á meðan
fjárhagslegi þátturinn gengur upp getég
haldið þessu áfram.Og það er frábært að
finna fyrir góðum stuðningi af hálfu Ól-
ympíunefndar íslands og Frjálsíþrótta-
sambandsins. Ég væri ekki hérna nema
fyrir þeirra tilstuðlan."
45