Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 58
RODMAN
RAUÐHAUS!
Körfuboltastjarnan DENNIS RODMAN segist
ekki vera íþróttamaður heldur skemmtikraftur.
Honum halda engin bönd!
Rodman hefur sett sínar eigin regl-
ur og lifir lífinu án skipulags en lætur
stjórnast því hvernig honum líður
hverju sinni. Honum þykir best að
undirbúa sig fyrir leiki með því að
hlusta á eftirlætisgrúbbuna sína,
Pearl Jam, og þá nemur styrkurinn
yfirleitt um 7000 desibelum. Það,
sem fer um huga hans á þeim stund-
um, er t.d. pælingar um góða staði
þar sem hægt sé að fremja sjálfs-
morð, gott pyntingarherbergi, hann
uppi í rúmi með mörgum konum
samtímis. Svona er Rodman sem er
jafnvel dekkri og klikkaðri en ímynd-
anir hans.
Það eru vissar ástæður fyrir því af
hverju Rodman er besti „sókn-
arfrákastari" í sögu NBA
Körfuboltasnillingurinn og vill-
ingurinn DENNIS RODMAN er lit-
skrúðugasti leikmaðurinn í NBA
deildinni. Á því leikur ekki nokkur
vafi. Hann fer sínar eigin leiðir, gef-
ur boðum og bönnum langt nef,
enda segist kappinn ekki lengur
nenna að vera íþróttamaður. Hann
vill djamma og djúsa og segist vera
skemmtikraftur.
í nýlegu viðtali við Sports lllus-
trated sýnir Rodman á sér ýmsar hlið-
arog var honum mikið í mun aðtekn-
ar yrðu af honum nektarmyndir fyrir
tímaritið. Hann vildi sömuleiðis láta
mynda sig í kvenmannsfötum og vera
málaður í andliti en hvorugt var sam-
þykkt. Honum líkar vel að klæðast
einkennilegum fatnaði, ef það er þá
rétta orðið yfir það sem hylur nekt
hans dagsdaglega.
„Mér er nákvæmlega skítsama um
körfubolta þessa stundina," segir
Rodman sem er með fimmtán út-
lenska fugla og tvo þýska fjárhunda í
íbúðinni sinni. „Ég er þegar búinn að
útiloka mig frá NBA deildinni, á viss-
an hátt, og er ekki lengur íþróttamað-
ur, heldur skemmtikraftur."