Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 17
Auk ferðakostnaður er vitanlega um ýmislegan annan kostnað að ræða eins og gefur að skilja. En ferðakostn- aður er vitanlega aðeins lítill hluti þess sem til þarf til að reka knatt- spyrnudeild. GARÐAR JÓNASSON, formaður knattspyrnudeildar Völs- ungs á Húsavík, áætlar að kostnaður vegna reksturs deildarinnar í ár verði ekki undir 7 milljónum króna. „Við fljúgum á flesta útileiki, enda er varla verjanai að fara með rútu eða á einkaþílum því leikmenn eru í vinnu. Margir eru í skóla á veturna og þurfa því að nýtatímann vel á sumrin til að þéna sem mest og þess vegna er ekki hægt að taka þá úr vinnunni lengur en nauðsyn krefur. Rekstrarkostnaður deildarinnar verður ekki undir 7 milljónum íár og er ég þá að tala um launa- og ferða- kostnað allra flokkanna. Kostnaður vegna æfingaleikja meistaraflokks í vor var ekki undir 500.000 krónum. Ástandið á Norðurlandi er með þeim hætti að þar er enginn malarvöllur boðlegur til knattspyrnuiðkunar á veturna eða vorin og því þarf sækja suður til að spila æfingaleiki. Leik- menn voru á víð og dreif í vetur og í fyrsta deildarleiknum voru allir leik- menn samankomnir í fyrsta skipti." — Væri ekki leið til sparnaðar að leika á laugardögum en þá væri jafn- vel hægt að fara á einkabílum á föstudögum, gista og gefa sér lengri tíma fyrir hvern leik? „Við höfum reynt þetta en kostn- aður vegna gistingar og uppihalds er það mikill að það er alveg eins gott að taka flug og eyða sem minnstum tíma í útileikina. Við höfum stundum greitt bensínpeninga þegar þessi háttur hefur verið hafður á en engu að síður er þetta kostnaðarsamt fyrir leikmenn." — Hverjir eru tekjumöguleikar knattspyrnudeildarinnar? „Þeir eru því miður af skornum skammti og lakari en í fyrra. Húsavík er lítill staður og sum fyrirtæki vilja alls ekki leggja peninga í knatt- spyrnustarfsemina. Það er alltaf hægt að ganga að ákveðnum aðilum og fyrirtækjum vísum þegarfarið erfram á stuðning í formi peningagreiðslna eða vinnuframlagsen aðendingu ber sami kjarninn starfið uppi. Völsungur leikur í sumar í nýjum búningum og ég hafði sambandi við tíu fyrirtæki og óskaði eftir auglýsingu á búningana en árangur varð enginn. Esso styrkti okkur með auglýsingu á búningana í 5 ár en að því loknu sögðu forsvars- menn fyrirtækisins að við hefðum fengið okkar og þeir hefðu áhuga á að auglýsa annars staðar. Enginn auglýsing prýðir því búningana í ár. Aðstöðuleysi stendur knattspyrn- unni fyrir þrifum á Húsavík og þótt margir séu áhugasamir vantar hér meiri félagsanda. Við treystum okkur ekki til að halda úti 2. flokki ogsömu- leiðis er engin kvennaknattspyrna á Húsavík. Vissulega þarf að æfa allan ársins hringtil að ala upp öfluga leik- menn en því miður eru aðstæðurnar ekki fyrir hendi." ALEXANDER HÖGNASON knattspyrnumaður Hvað dettur ALEXANDER HÖGNASYNI íhug þegar hann heyrir eftirfarandi orð? KASSI: Þetta er gildra til að t'á mig til að segja eitthvað niðrandi um brjóstkassann á Óla Þórðar. Ég ætla ekki að falla í gildruna því það er ekki orðum eýðandi á þennan pappa- kassa. BANANI: Þeirgeyma þá áótrúleg- um stöðum í Amsterdam. TEPPI: Akranesvöllur í góðu ár- t'erði. INGIBJÖRG SÓLRÚN: Reykja- víkurlíðin blómstra nú ekki í hennar stjornartíð. FÆREYJAR: Hin heimsfræga kúlu- súpa á sjómannastofunni t Klakksvík. BÓ.NDI: Þaðstarffæri Braga Berg- mann betur en dómgæslan. DRUSLA: Ladan hans Sigga Jóns. STÓRBEINÓTTUR: Lyfjafræðing- ur t Skagaliðinu. REIÐI: Eitthvað sem á til að grípa mann. SPJALD: Hluturinn sem fylgir oft rejðinni. VARIR: David Robinson. (Eru þetta varir eða vörubíladekk framan í manninum?). BJÓR: Af hverju dettur mér Heimir Guðjónsson í hug? PENINGAR: Sé þá bara um mán- aðamót. GUDJÓN: Sigursæll á Skaganum, vonlaus f Vesturbænum. VESTMANNAEYJAR: Orðheppnir áhorfendur. FEIMNI: Andstætt orð við Gauja Þórðar. ANDI: Of mikill vínandi og bar- áttúandi fara ekki vel saman í tollin- um. (Áfram Keftavíklþ 17

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.