Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 52
Setið og saumað!
BOLTAPUÐ!
I níu klukkustundir á hverjum degi sitja
þúsundir barna frá Pakistan, allt frá að sex
ára aldri, við að búa til fótbolta sem eru
notaðir víða um heim. Boltarnir eru ýmissa
gerða en kosta að meðaltali um 4.000 krón-
ur út úr búð. Kostnaður við gerð gerð hvers
og eins er þó ekki nema um 30 krónur enda
tímakaup barnanna smánarlegt. Þau börn,
sem eru handfljót og dugleg, geta saumað
ailt að þrjá bolta á degi hverjum!
MICHAEL „KILR0Y“
JORDAN
Þótt MICHAEL JORDAN hafi sagt skilið við
hafnabolta hefur lítið breyst hjá félaginu
sem hann lék með, Birmingham Barons. Þar
á bæ er Jordans sárt saknað enda var slegið
aðsóknarmet á völlinn á síðasta keppnis-
tímabili þegar 467,869 kom að sjá Barons
spila — með Jordan á bekknum. Forseti fé-
lagsins segist spara treyju Jordans, númer
45, þar til hann hefur lagt körfuboltann á
hilluna að nýju. Húfur, T-bolir og fleiri
minjagripir liðsins hafa rokið út og er það
vitaskuld Jordan að þakka. Hann var kallað-
ur Kilroy hjá félaginu og honum þótti gaman
að spila golf og Yatzy þegar tími vannst til.
Sökum Jordans var leikmönnum Barons
boðið 30 sinnum í mat á góðum matsölustað
í bænum — að því tilskildu að Jordan áritaði
nokkra hafnabolta!
leikurinn
í næsta blaði
NBA leikur ÍÞRÓTTABLAÐSINS,
sem sló svo eftirminnilega í gegn sí5-
astliðinn vetur, hefst að nýju í næsta
tölublaði sem kemur út í byrjun
október. Þá gefst áskrifendum
íþróttablaðsins tækifæri, að nýju, til
að velja sér draumaliðið úr NBA
deildinni og fylgjast með framgangi
sinna manna allt keppnistímabilið.
Valgeir Viðarsson bar sigur úr býtum
ásíðustu leiktíðen aðrirmunu án efa
veita honum harða keppni í vetur.
Sem vinningshafi fór Valgeir á leik
Chicago Bulls og Orlando Magic t
úrslitakeppninni en slíkt dreymir
marga um. Það er til mikils að vinna
og þess vegna er best að tryggja sér
áskrift að íþróttablaðinu sem fyrst
— áður en það verður um seinan. Þú
gæti misst af draumaferöinni, ástór-
kostlegan leik bestu körfuknattleiks- Miller og Bogues verða í eldlín-
liða heims. unni næsta vetur.
Skagatvíburarnir.
son brá sér í markið á Lottómótinu á
Akranesi á dögunum og reyndi að
verja vítakaskot frá strákunum í 7.
flokki.