Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 50
Viðbyggingin við íþróttahúsið og sundlaugina býður upp á fjölmarga valkosti
og er félaginu mikil lyftistöng.
Glæsileiki á
AKRANESI
24 kojur eru í húsinu og töluvert
svefnpokapláss.
AÐSTAÐA Tl L ÍÞRÓTTAIÐKU NAR á
Akranesi er eins glæsileg og best
verður á kosið og leynist ekki, þegar
litið er yfir íþróttasvæðið, að þar
halda metnaðarfullir menn um
stjórntauminn. Síðastliðið haust var
hafist handa við nýbyggingu út frá
íþróttahúsinu á Jaðarbökkum og er
hún langtávegkomin. Nýirbúnings-
klefar hafa verið teknir f notkun,
þvottaaðstaða og aðstaða fyrir dóm-
ara og ráðstefnu-, veitinga- og funda-
salurinn verður klár eftir nokkrar vik-
ur. Þar verður glæsilegt eldhús og
býður salurinn þar með upp á mikla
möguleika. Gistiaðstaða er í húsinu,
24 kojur og svefnpokapláss að auki
fyrir töluvert fleiri. Sturta og klósett
eru inni á hverju herbergi og er aðst-
aðan því upplögð fyrir hvers konar
íþróttahópa. Nýr lyftingasalur er í
byggingunni með hlaupabretti og
þrekhjólum og er ásókn í hann tölu-
verð.
Að sögn KRISTINS REIMARSSON-
AR, sem er starfsmaður bæjarins,
knattspyrnudeildar og íþróttabanda-
lagsins, hafa lottótekjur ÍA síðustu ár-
in runnið óskiptar í byggingasjóð og
segja má að afrakstur þess sé glæsi-
legur. Innangengter úr byggingunni í
íþróttahúsið (sem var reist að mestu í
sjálfboðavinnu) og sundlaugina
þannig að þeir, sem kjósa að nýta sér
gistiaðstöðu ÍA, hafaallttil alls. Skrif-
stofur IA eru í byggingunni og prýða
gamlar íþróttamyndir veggi hússins.
Verðlaunagripir ÍA eru geymdir í
nýja húsinu og er mikil prýði af
þeim.
Öll aðstaðaertil fyrirmyndarog ekki
má gleyma nýju stúkunni á íþrótta-
vellinum sem rúmar nú þegar 570
manns í sæti.
SHELL ÍSLANDSMÓTIÐ í
POXIÍJÚLÍOG ÁGÚST
Shell íslandsmótið í POXI er í full-
um gangi þessa dagana. Poxmenn ís-
lands férðast um allt land og halda
undankeppni fyrir íslandsmótið.
Keppt verður bæði í einstaklings- og
liðakeppni en í hverju liði rnega vera
3-4 þátttakendur. Einstaklingskeppn-
in (Sport Pox keppnin) felst í því
hverjum tekst að snúa sem flestum
Poxum við í einu höggi. Úrslitakeppni
íslandsmótsins fer frarn í Fjölskydd-
ugarðinum í Reykjavík 12. ágúst. Þátt-
tökugjald er ekkert og glæsilegt fjall-
areiðhjól, tölva og úttektir í Skeljung-
sbúðinni eru meðal vinninga. Allir
sem taka þátt í undankeppninni fá
ókeypis Pox á mótsstað.
SPORT POX er nýjasta serían á
markaðnum en í henni eru myndir af
íþróttamönnum úr nánast öllum
íþróttagreinum. í dag eru 400 rnanns
skráðir í Pox klúbbinn og hafa útibú
verið stofnuð urn allt land.
Keppendur í Sport Pox keppninni
þurfa að leggja til 10 Sport Pox og er
markmiðið að snúa sem flestum við.
Aðeins þrjár tilraunir eru leyfðar.
Þeir sem vilja fá allar nánari upplýs-
ingar urn íslandsmótið gefa haft sam-
band við Poxmenn íslands í síma
562-6400 eða hringt í Poxlínuna 904-
1000 þar sem er m.a. hægt að skrá sig
í Pox klúbbinn.
50