Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 21
Ágúst Gylfason í þann mund að lenda í mjólkurbaði eftir sigur Vals í Mjólkur-
bikarkeppninni árið 1991.
HEYRST HEFUK
...að KRISTÓFER SIGUR-
GEIRSSON hafi ekki komist í lið-
ið hjá Frölunda í Svíþjóð þar sem
hann þótti svo slakur varnarmað-
ur en slíkt á ekki upp á pallborðið
í sænska boltanum.
...að sú, sem verður YFIR-
DÓMARI í kringlukasti á Fleims-
meistaramótinu í frjálsíþróttum í
ágúst, sé eiginkona VÉSTEINS
HAFSTEINSSONAR.
Hvað er að gerast hjá þér?
„Ég meiddist 8 vikum fyrir mótið,
um miðjan mars, og var skorinn upp
vegna rifins liðþófa í hné. Ég var að
teygja á æfingu þegar fóturinn festist
en læknirinn vildi meina að um göm-
ul meiðsl hefði verið að ræða. Það
tók mig 7 vikur að ná mér og ég var
settur í hópinn strax eftir tvær æfing-
ar. Þegar Ásgeir Elíasson landsliðs-
þjálfari kom síðan til að fylgjast með
mér í leik meiddist ég eftir 14 mínút-
ur, tognaði aftan á læri. Þegar ég var
nýbúinn að ná mér eftir það lenti ég í
rosalegri tæklingu, reif liðþófa og
skaddaði krossbönd íhinu hnénu. Ég
var skorinn upp við því í lokjúníoger
réttaðskríða saman núna. Dvöl mín í
Noregi er því, enn sem komið er, ein
sjúkrasaga.
Annars er búið að reka þjálfarann
og það verður vonandi gaman að
vinna með þeim nýja þótt hinn hafi
haft gríðarlega mikla trú á mér. Ég
verð líklega spilfær eftir 2 vikur."
— Er ekki alltaf sama pressan á
liðinu?
„Jú, það er alltaf sami suðupottur-
inn hér í kringum liðið. Helsti marka-
skorari liðsins síðustu þrjú árin var
rekinn sökum agabrota og það þýddi
kröfugöngu fjölmargra stuðnings-
manna. Það er mikil pressa á leik-
mönnum og varla tími til að æfa fyrir
blaðamönnum.
Okkur líkar mjög vel hérna, við
erum í góðri íbúð en ég er ekki farinn
að gera neitt ennþá — annað en að
æfa. Ég vonast til að komast í skóla
eftir áramótin."
ALDREIÁ MÓTIVINDI!
LUKA KOSTIC, hinn vinsæli þjálfari
Grindavíkur og fyrrum leikmaður Akraness,
lék með Grindavík á dögunum í 1. flokksleik
gegn Val. Leikurinn var daginn eftir að
Grindavík rassskellti Val í Sjóvá-Almennra
deildinni 3:0 og því létt yfir þjálfaranum.
Töluverður vindur var þegar 1. flokksleikur-
inn fór fram og lék Grindavík undan vindi í
fyrri hálfleik. Það kom töluvert á óvart þegar
Luka skipti sjálfum sér út af í leikhléi og
þegar hann var spurður um ástæðu þess
svaraði hann: „Ég er með það í samningnum
að þurfa aldrei að leika á móti vindi!“
FÓTBOLTABOMSUR
Það er svo einkennilegt að knatt-
spyrnumenn, sem sitja á varamanna-
bekk, klæðastyfirleitt þykkum úlpum
eða samfestingum til að halda á sér
hita en gleyma algjörlega að halda
hita á fótunum sem er vitanlega ekki
síður mikilvægt. Þeir sitja því sem
fastast með ískaldar tær í köldum fót-
boltaskóm þótt búið sé að finna lausn
á þessu skemmtilega „vandamáli".
Heildverslunin Kj. Kjartansson í
Skipholti býður upp á hitabomsur
sem þegar er farið að nota í miklum
mæli erlendis þótt þar sé töluvert
heitara en á íslandi. Menn klæða sig
einfaldlega í bomsurnar (án þess að
fara úr fótboltaskónum) og eru þar
með klárir íslaginn þegar kallið kem-
ur.
ÁGÚST GYLFASON ATVINNUMAÐUR
HJÁ BRANN í NOREGI