Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 18
Kristbjörg Ingadóttir hefur blómstrað með Val í sumar og gæti hæglega
hreppt markakóngstitilinn!
Texti: Eggert Þór Aðalsteinsson
Ragna Lóa:
Hvernig finnst þér deildin hafa
spilast það sem af er?
„Mér finnst deildin hafa verið
skemmtilegri í sumar en nokkurn
tímann áður og hef ég spilað í þó
nokkur ár. Það eru fleiri sterk lið í
toppbaráttunni þannig að nú er
kannski í fyrsta sinn „leyfilegt" að
tapa. Unga kynslóðin er að skila sér
en margar ungar stelpur hafa verið að
blómstra í sumar. Efég lítyfir liðin þá
hafa 5 lið verið að berjast um efstu
sætin. BreiðablikogValureru reynd-
ar í algjörum sérflokki. Mér finnst
Mizuno deildin
* Heldur einvígi Breiðabliks og Vals áfram?
* Hvaða lið falla?
íslandsmótið í 1. deild kvenna,
Mizuno deildinni, er um það bil
hálfnað. Breiðablik hefur náð for-
ystu en Valur, Stjarnan og KR koma
fast á eftir. íþróttablaðið símaði til
þeirra Ásthildar Helgadóttur,
Breiðabliki, og Rögnu Lóu Stefáns-
dóttur, Stjörnunni, og bað þær um
að segja álit sitt á keppninni í sumar.
Ásthildur:
Hvaða lið hafa spilað best í sumar
og hvernig heldurðu að framhaldið
eigi eftir að verða?
„Það er greinilegt að Valur og við,
Blikarnir, erum sterkust. Hin liðin
hafa verið að reita stig hvert af öðru.
Haukar, ÍBA og ÍBV eru í mikilli fall-
hættu en Haukarnir bættu stöðu sína
verulega með útisigri f Eyjum. Ég
held að Valur og UBK komi til með
að berjast um titilinn."
Finnst þér einhverjir leikmenn
hafa skarað fram úr í sumar?
„Það er engin sérstök sem hefur
skarað fram úr í sumar. Þó er áber-
andi hve markmennirnir eru betri en
áður sem er af hinu góða, t.d. Birna í
Val og Hanna [Kjartansdóttir] í
Stjörnunni. Ef mér dettur einhverjir
útileikmenn í hug er það helst Krissa
[Kristbjörg Ingadóttir] hjá Val og
Magga „gamla" Sig. [Margrét Sigurð-
ardóttir] hjá Breiðabliki sem kom
mjög sterk inn hjá okkur eftir
meiðsli."
Hvernig er deildin í ár miðað við
deildina í fyrra?
„Mér finnst hún vera sterkari í ár.
Breiðablik var með algjört yfirburða-
lið í fyrra en nú eru Valur og Breiða-
blik að berjast um sigurinn þannig að
mótið er skemmtilegra að því leyti.
Boltinn verður skemmtilegri."
Breiðablik sterkara lið en Valur hefur
farið virkilega langt á leikgleðinni,
baráttunni og seiglunni. Þrjú neðstu
liðin eru getulega séð langt fyrir neð-
an."
Hvaða leikmenn finnst þér hafa
spilað vel í sumar?
„Ef ég tek Valsliðið sem dæmi þá
blómstrar unga kynslóðin þar. Það
urðu kynslóðaskipti hjá liðinu fyrir
tímabilið og ungu stelpurnar hafa
greinilega staðið undir þeim vænt-
ingum sem til þeirra voru gerðar, já,
oggottbeturen það. ÍValsliðinu hafa
Hilla (Ásgerður Ingibergsdóttir) og
Guðrún Sæmundsdóttir spilað vel.
Hjá UBK þá stendur engin upp úr í
sjálfu sér, þær spila allar vel. Liðið er
með langsterkustu liðsheildina. Það
verðu r vandasamt h I utverk fyri r Krist-
in Björnsson landsliðsþjálfara að
velja í landsliðið því hann hefur úr
mörgum stelpum að velja."
18