Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 48
14,19 gefur 950 stig en ég sé tímann 13,80 fyrir méren það gæfi 1000 stig. Við höfum unnið mikið ígrindinni og eru margar ástæður fyrir því. Grinda- hlaup getur skapað stöðugleika í at- rennum og gefur sömuleiðis góðan takt." KRINGLUKAST Á best 48,18 m en 46,96 m í tugþraut „Besti árangur hans í stigum er 833 stig en ef hann hittir á góðan dag getur hann hæglega náð 850 stigum. Um leiðogtekiðerá íkringlukasti og kúluvarpi fara áhöldin ekki langt þannig að þetta eru mjög viðkvæmar greinar. Það getur tekið langan tíma að vera öruggur með 45 til 50 m kast en Jón Arnar hefur kastað yfir 50 m á æfingum. Hann þyrfti að gera sér- stakar kraftæfingar og þyngjast til að kasta 52 m en það er ekki á dagskrá frekar en í kúluvarpi. í dag á hann með góðu móti að kasta 48 til 50 m en 50 m gefa 870 stig. Ég segi að það sé gott nái hann 830 til 870 stigum í kringlukasti. í þessari grein, eins og svo mörgum, getur vindurinn skipt sköpum — en á jákvæðan hátt." STANGARSTÖKK Á best 4.90 m sem hann náði í tugþraut „Jóni Arnari gekk illa í stönginni um daginn, fór aðeins 4.40 m. A síð- ustu æfingu fór hann helvíti hátt og ég þori varla að segja hvað hann á mikið inni. Jón Arnar hefur þrjú grundvallaratriði, sem þurfa að vera fyrir hendi í stangarstökki, í mjög góðu lagi. Atrennan er hröð og óhindruð, stangarburður góður og sömuleiðis það hvernig hann fellir stöngina í stokkinn. Hann hefur sömuleiðis þá kosti, sem fáir hafa, að stökkva upp langt frá, eins og sagt er, og geta hækkað gripið. Bestu stang- arstökkvarar heims stökkva upp langt frá en það þykir gríðarlegur kostur og getur skipt sköpum. Honum þykir svo gaman í stangarstökki að ég þarf að halda aftur af honum. Stangar- stökk og grindahlaup eru að vissu leyti lykilgreinar í tugþraut og þar er hann á heimavelli. Ég sé fyrir mér alveg nýtttímabil í stangarstökki því íslandsmet Jóns Amars í langstökki greininni. maður eins og Jón, sem stekkur ör- ugglega 7.50 í langstökki, á að vera nokkuð öruggur með 5.50 í stangar- stökki. Ef ekki þá leggur hann sigekki allan fram. Þokkalegur stökkvari, sem fer 5 m í stöng, fær 910 stig en góður, sem stekkur 5.40 m, fær 1035 stig og því er til mikils að vinna. Jón á ekki að detta niður fyrir 5 m í stöng eftir ákveðinn tíma. Eg segi 900-960 stig." SPJÓTKAST Á best 61,10 m sem hann náði í tugþraut „Spjótið er eitt viðkvæmasta áhaldið því það má ekkert taka á því. Jón Arnar hefur verið fastur í því að taka of snemma á því í stað þess að bíða eftir rétta augnablikinu. Hann hefur verið að kasta lítilli skutlu til að ná réttu átaki í gegnum punktinn, eins og sagt er, en það er gríðarlega erfittað nátökum á henni. Hann hef- ur þó bætt sig um eina 10 metra og er 8 metrar en hann á mikið inni í kastar skutlunni orðið 63 metra. Það eru spennandi hlutir að gerast í spjót- inu. Jón keppir í spjóti í Bikarkeppn- inni en eftir það mun hann hvíla hendina ogöxlinafram að HM. Ég vil helst sjá 850 stig í spjótkasti, sem er 67,30 m kast, en ég ætla að vera hógvær og segja 800-820 stig." 1500 METRA HLAUP Á best 4.51,18 mín. sem hann náðií tugþraut „Jón Arnar á að geta farið upp um 100 stig í þessari grein með einföld- um og traustum æfingum en hann á best 612 stig. Hann hefur reyndar ekki hæfileika í þessa grein og þyrfti að léttast um 2 kg til að bæta sig verulega en það er ekki þess virði. Segjum 600-700 stig." Islandsmet Jóns Arnars er 8.237 stig. Norðurlandametið er 8.403 stig. Evrópumet Daley Thompsons er 8.843 stig og heimsmet Dan O'Bri- ans 8.891 stig en hann segist ætla yfir 48

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.