Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 44

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 44
Happaþrennan! — Vésteinn, Pétur og Sigurður, til sigurs á HM!! STERKIR OG STINNIR! Þrír af sterkustu, en jafnframt liprustu, mönnum landsins, VÉSTEINN HAF- STEINSSON, SIGURÐUR EINARSSON ogPÉTUR GUÐMUNDSSON verða í sviðsljósinu eftir nokkra daga — á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hefst í Svíþjóð 4. ágúst. Það var fremur létt yfir kringlu- kastaranum, spjótkastaranum og kúluvarparanum þegar tíðindamað- ur ÍÞRÓTTABLAÐSINS kom að þeim í sólbaði í Alabama í Bandaríkjunum fyrir skömmu en þeir höfðu þá ný- lokið við að kasta tólunum út og suð- ur. Æfingarnar skila sér vonandi þegar þeir keppa á Heimsmeistara- mótinu í Svíþjóð en þá dugar ekki eingöngu að sóla á sér kroppinn! En hverjir eru þessi jötnar sem fórna hugsanlega rúmlega þriðjungi ævi sinnar í að æfa flesta daga vikunnar og fórna sér gjörsamlega fyrir íþrótt- irnar. Kíkjum á gripina! VÉSTEINN KRINGLUKASTARI Hann kastaði fyrst kringlu 6 ára gamall og keppti á sínu fyrsta móti fyrir tæpum 30 árum. „Maður verður Texti og myndir: Magnea Guðmundsdóttir að geta séð framtíðina fyrir sér 14 ára gamall og má ekki láta neitt koma í veg fyrir að draumarnir rætist. Þegar ég var 14 ára gekk ég um götur Selfoss og ímyndaði mér að hver einasti kjaftur vissi að ég væri að kasta kringlu. Á sama tíma var ég valinn í unglingalandsliðið í körfubolta en ég sendi bréf til landsliðsþjálfarans og afþakkaði gott boð vegna þess að ég ætlaði að verða heimsklassa kringlu- kastari. Síðan ég útskrifaðist frá háskólan- um í Alabama vorið 1986 hef ég ým- ist verið búsettur í Svíþjóð eða Bandaríkjunum. Ég keppi vanalega á 20 mótum yfir sumarið í liðlega 12-17 löndum. Ég hef tileinkað lífið íþrótt- inni og fyrir vikið er ég eignalaus maður." Unnusta Vésteins er sænsk og heit- ir Anna Ostenberg. „Það er þjóðar- rembingur í okkur báðum. Mig lang- arað vera á íslandi en hana í Svíþjóð. Það þarf þolinmóða konu til að sætta sig við að ég skuli vera á ferðalögum 6-7 mánuði á ári. Við bíðum bæði eftirtækifæri til að fara í frí án þess að hafa kringluna með. Við reynum að vera ekki lengur hvort frá öðru en í 6-8 vikur í senn. Þar sem Kaup- mannahöfn er ekki í nema tveggja tíma fjarlægð frá heimili okkar milli- lendi ég þar stundum og við náum að borða saman en síðan er ég rokinn." 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.