Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 44

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 44
Happaþrennan! — Vésteinn, Pétur og Sigurður, til sigurs á HM!! STERKIR OG STINNIR! Þrír af sterkustu, en jafnframt liprustu, mönnum landsins, VÉSTEINN HAF- STEINSSON, SIGURÐUR EINARSSON ogPÉTUR GUÐMUNDSSON verða í sviðsljósinu eftir nokkra daga — á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hefst í Svíþjóð 4. ágúst. Það var fremur létt yfir kringlu- kastaranum, spjótkastaranum og kúluvarparanum þegar tíðindamað- ur ÍÞRÓTTABLAÐSINS kom að þeim í sólbaði í Alabama í Bandaríkjunum fyrir skömmu en þeir höfðu þá ný- lokið við að kasta tólunum út og suð- ur. Æfingarnar skila sér vonandi þegar þeir keppa á Heimsmeistara- mótinu í Svíþjóð en þá dugar ekki eingöngu að sóla á sér kroppinn! En hverjir eru þessi jötnar sem fórna hugsanlega rúmlega þriðjungi ævi sinnar í að æfa flesta daga vikunnar og fórna sér gjörsamlega fyrir íþrótt- irnar. Kíkjum á gripina! VÉSTEINN KRINGLUKASTARI Hann kastaði fyrst kringlu 6 ára gamall og keppti á sínu fyrsta móti fyrir tæpum 30 árum. „Maður verður Texti og myndir: Magnea Guðmundsdóttir að geta séð framtíðina fyrir sér 14 ára gamall og má ekki láta neitt koma í veg fyrir að draumarnir rætist. Þegar ég var 14 ára gekk ég um götur Selfoss og ímyndaði mér að hver einasti kjaftur vissi að ég væri að kasta kringlu. Á sama tíma var ég valinn í unglingalandsliðið í körfubolta en ég sendi bréf til landsliðsþjálfarans og afþakkaði gott boð vegna þess að ég ætlaði að verða heimsklassa kringlu- kastari. Síðan ég útskrifaðist frá háskólan- um í Alabama vorið 1986 hef ég ým- ist verið búsettur í Svíþjóð eða Bandaríkjunum. Ég keppi vanalega á 20 mótum yfir sumarið í liðlega 12-17 löndum. Ég hef tileinkað lífið íþrótt- inni og fyrir vikið er ég eignalaus maður." Unnusta Vésteins er sænsk og heit- ir Anna Ostenberg. „Það er þjóðar- rembingur í okkur báðum. Mig lang- arað vera á íslandi en hana í Svíþjóð. Það þarf þolinmóða konu til að sætta sig við að ég skuli vera á ferðalögum 6-7 mánuði á ári. Við bíðum bæði eftirtækifæri til að fara í frí án þess að hafa kringluna með. Við reynum að vera ekki lengur hvort frá öðru en í 6-8 vikur í senn. Þar sem Kaup- mannahöfn er ekki í nema tveggja tíma fjarlægð frá heimili okkar milli- lendi ég þar stundum og við náum að borða saman en síðan er ég rokinn." 44

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.