Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 19

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 19
íþróttablaðið fékk Pétur Ormslev, þjálfara KA, og Guðmund Torfason, leikmann Fylkis, til að spá í stöðuna þegar 7 umferðum er lokið í 2. deildinni. Pétur Ormslev , Hverju spáir þú um framhaldið? „Það er alveg klárt að við munum leggja okkur alla fram til að vinna. Það hefur háð okkur mjög í sumar að við höfum ekki skorað nógu mörg mörk. Nú eigum við tvo leiki eftir í fyrri umferðog í þeim ætlum við nátt- úrlega að sigra. Ef við skoðum deildina í heild hafa 3—4 lið verið sterkust, þ.e. Stjarnan, Fylkir, Þór Akureyri og Þróttur. Eins og staðan í dag er líklegt að eitthvert þeirra fari upp. En öll liðin hafa verið að vinna alla og deildin er mun jafn- ari en menn áætluðu í fyrstu." Er eitthvað sem hefur komið sér- staklega á óvart í sumar? „Nei, kannski ekkert sérstaklega á óvart. Þaðerþá helst að Skallagrímur hefur staðið sig mjög vel og það er það ei na, sem ég man efti r, sem hefu r komið á óvart. En þar sem ég hef ekki séð öll liðin er erfitt að dæma um það." Guðmundur Torfason Hafa leikirnir í sumar farið eins og þú áætlaðir? „Það kemur mér sérstaklega á óvart að Stjarnan hefur dottið svona niður að undanförnu því fyrir mótið var liðiðtalið sigurstranglegast ásamt okkur Fylkismönnum og Þrótturum. Já, eins og ég segi, þá hefur gengi Stjörnunnar komið á óvart. Það hefur verið mikil uppsveifla hjá Þór að undanförnu og við höfum haldið okkar dampi." Úr leik Stjörnunnar og HK. Hvernig líst þér á framhaldið? „Égtel að Þór Akureyri komi sterk- lega inn í myndina, sýndi það og sannaði gegn KR í þikarnum að það ermjögsterkt. Þaðermikill uppgang- ur í herbúðum Þórs. Það má búast við að þessi pakki, 3-4 lið, komi til með að berjast um sætin tvö." 19

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.