Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 20

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Qupperneq 20
Hlynur Birgisson (tv) og Arnór Guðjohnsen leika báðir með Örebro í Svíþjóð. HLYNUR BIRGISSON ÖREBRO Gengur þetta ekkert? „Við höfum það rosalega gott og okkur líður mjög vel en ég hef ekki náð að festa mig í sessi í liðinu. Hvorki ég né aðrir eru að stressa sig yfir því þannig að ég er enn tiltölu- lega rólegur. Þjálfarinn gerði mér strax Ijóst að það gæti tekið sinn tíma að komast í liðið og það hjálp- aði mér ekki að koma hingað í frem- ur lélegri þjálfun eftir erfið meiðsli. Þetta er erfiðara en ég bjóst við og knattspyrnan betri. Hún er þó ekkert rosalega góð en leikmennirnir eru flestir sterkir og það er mikil breidd í liðunum. Þeir æfa mikið og leggja grfðarlega mikið á sig til að ná ár- angri." — Ertu eitthvað að vinna? „Nei, ég er bara í boltanum og hef það fremur huggulegt." — Hvernig er að vera í liði með tveimur öðrum íslendingum? „Það gerði mér mun auðveldara fyrir að Arnór og Hlynur skyldu vera hérna en þar sem þeir hafa staðið sig svo vel er töluverð pressa á mér. Arn- ór er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og nafni stendur alltaf fyrir sínu." — Eru ekki viðbrigði fyrir þig að fara úr liði þar sem þú varst meðal bestu manna yfir á varamannabekk í Svíþjóð? „Jú, ég hef ekki þekkt þetta fyrr en hér er mikil samkeppni um sæti í lið- inu. Það er mikið fram undan þannig að ég lít björtum augum á framhald- ið." — Ertu búinn að gefa landsliðið upp á bátinn? „Alls ekki en ég held ekki sæti mínu í því á meðan ég leik ekki með mínu félagsliði. Égá nóg eftir. Nei, ég saknaekki Islands þvíégtel migvera að þroskast sem leikmaður hér úti." — Hvert verður framhaldið hjá þér? „Ef ég fæ ekki að spila á þessari leiktíð reikna ég með að fara héðan. Helst vildi ég leika áfram í Svíþjóð en takist það ekki kem ég heim." — Muntu þá leika með Þór? „Nei, ég leik ekki fyrir Þór því það komu upp leiðindi við félagaskiptin. Ég leik ekki með Þór á meðan þeir tveir menn, sem sá um félagaskiptin, starfa fyrir félagið." HEYRST HEFUR ...að BLÖKKUMENN séu með styttri hásinar en hvítir og að það sé ein af ástæðum þess hversu fljótir þeir eru að hlaupa og hve góðir í stökkum. Ef vel er að gáð er líklega mikið til í þessu því þegar sumir blökkumenn ganga dúa þeir svo skemmtilega vegna þess að hælarnir nema sjaldnast jörðu. ...að allir FRJÁLSÍÞRÓTTA- ÞJÁLFARAR hafi fengið bréf frá þjálfarafélaginu á vormánuðum þar sem þeir voru beðnir að sækja um fyrir 1. maí ef þeir vildu komast á HM í frjálsum. Slíkur fyrirvari þarf að vera fýrir hendi til að fá miða á stórmótið. Aðeins einn þjálfari hafði samband fyrir 1. maí en um miðjan júlí settu rnargir sig í samband við' þjálfarafélagið og óskuðu eftir að fá miða. Alltaf sama fyrirhyggjan hjá íslending- um! ...að ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, frjálsíþrótta- kappi í HSK, hafi alla burði til að fara vel yfir 8000 stig í tugþraut ef hann leggur sig meira fram og sýnir meiri hörku — ekki síst við sjálfan sig. ...að boxarinn MIKE TYSON muni fá um 8 milljarða króna fyrir það eitt að mæta George Foreman í hringnum sé sá möguleiki fyrir hendi á annað borð. ...að KNATTSPYRNUMENN og ÁHUGAMENN UM ÍÞRÓTTINA séu afar óhressir með skrif ÍVARS BENEDIKTSSONAR blaðamanns á Morgunblaðinu um knattspyrnu. Miðað við umfjöllun hans um leiki virðist hann horfa á þá með eink- ennilegu hugarfari því neikvæðnin er töluvert áberandi. ...að TÓMAS INGI TÓMAS- SON, Grindvíkingur, hafi brosað breitt þegar hann las í Morgun- blaðinu (eftir sigur Grindavíkur á Val í Mjólkurbikarnum) að hann hafi verið yfirburðamaður á vellin- um. Tómas sást nefnilega varla í leiknum fyrir utan þær tvær rispur sem hann tók. Önnur skilaði reyndar fyrsta markinu en Tómas var yfirburðamaður í allt öðru en knattspyrnu í þessum leik og það vissi hann best sjálfur. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.