Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 43

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 43
maðurer með stóra fjölskyldu ererfitt að rífasigupp að nýju. Þóeraldrei að vita. Það eina, sem er víst, er að á meðan ég spila á fullu tempói á ís- landi mun ég leika með ÍA." — Freistar það þín að taka að þér þjálfun innan tveggja til þriggja ára? „Vissulega en það gerist varla á næstu leiktíð. Ég hef til að mynda ekki áhuga á að leika og þjálfa sam- tímis í 1. deild á íslandi því maður verður að helga sig öðru hvoru." — Hvert er þitt álit á Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum, ekki eru þeir búnir að festa sig í sessi sem atvinnumenn? „Nei, það er rétt og það, sem þá skortir helst, er ákveðinn baráttuvilji. Þeir hafa allt til að bera sem prýðir góða knattspyrnumenn en þeir mættu fórna sér örlítið meira. Ég er sannfærður um að þeir hefðu gott af að spila hjá sitthvoru liðinu. En þeir eru vissulega mikill styrkur fyrir ÍA úr því það er komið á hreint að þeir verða með okkur það sem eftir er af mótinu." ALEXANDER HÖGNASON HEFUR VERIÐ EINN AF VANMETNUSTU LEIKMÖNNUM LANDSINS — Eru einhverjir veikleikar í Skagaliðinu? „Já, það erum við sjálfir. Staðan í deildinni gefur okkur hugsanlega falsktöryggi þótt við höfum alla burði til að vinna mótið en við megum hvergi slaka á." — Hvaða tilfinningar hefurðu til KR? „Engar." — Er þér illa við KR? „Alls ekki en mér er ekkert vel við KR. Það situr kannski í manni að Guðjón skyldi hafa reynt að fá nokkra leikmenn frá okkur yfir í KR." — Hverjir eru bestu leikmenn deildarinnar að þér undanskildum? „Siggi Jóns. og Óli Adolfs. Þótt Óli sé ekki með frábæra tækni skilar hann sínu og rúmlega það. Við þurf- um á varnarmönnum eins og honum að halda. Það hefði verið gaman að „Að mínu mati gerði Siggi mistök með því að fara til Englands." sjá Sigga lengur í atvinnumennsku en vissulega settu meiðsli strik í reikn- inginn. Að mínu mati gerði Siggi mis- tök með því að fara til Englands en það verður ekki aftur tekið." — Eru einhverjir leikmenn ÍA van- metnir, bæði af áhorfendum og fjölmiðlum? „Alexander Högnason hefur verið einn af vanmetnustu leikmönnum landsins í mörg ár. Það er kannski ekkert skrýtið því hann hefur verið að spila við hlið Sigga Jóns. Siggi sér um fínna spilið en Alli um vinnuna að stórum hluta. Á meðan þeir spila saman inni á miðjunni fær Siggi alla athyglina. Guðbjörn Tryggvason lenti oftísvipaðri aðstöðu og Alexan- der, hann vann mjög vel fyrir liðið, sérstaklega '83 og '84, en fékk litla athygli." — Sérðu fyrir endann á velgengni ÍA á næstu árum? „Ég sé ekkert því fyrirstöðu að ÍA verði með topplið næstu árin því við eigum marga unga og efnilega leik- menn. Þegar liðið féll áttuðu menn sig á því að þeir ná ekki árangri án þess að leggja eitthvað á sig eða bara af því að þeir eru í liði sem heitir IA." — Hvaða lið telurðu að verði bik- armeistari? „Það kæmi mér ekki á óvart þótt Keflavík yrði bikarmeistari. Liðið er gott en álagið á því hefur verið mikið undanfarið." — Hvert er þitt álit á brottvikning- um Marteins Geirssonar og Inga Björns Albertssonar? „Mér finnst þær alveg út í hött. Ég hef heyrt að Frammarar hafi verið ósáttir við Martein í fyrra og þess vegna skil ég ekki af hverju þeir gerðu ekki upp málin í lok þess tíma- bils í stað þess að draga það fram á þetta tímabil. Marteinn er 100% maður fyrir sitt félap og þess vegna er þetta óskiljanlegt. Ég skil heldur ekki eftir hverju Keflavík er að sækjast með lið sem er í 3. sæti og er á góðri siglingu. Þetta horfir fáránlega við manni. Mér finnst það almennt út f hött að reka þjálfara á miðju tímabili og það væri nær að kíkja á hugarfar leikmanna." — Hvaða áhugamál áttu utan íþróttanna? „Mér finnst gaman að fara á skytt- erí, er með þokkalega veiðidellu en annars er fjölskyldan í fararbroddi." — Ertu búinn með kvótann? „Já, ætli það ekki. Þrjú börn er ágætt, held ég." Brugðið á leik úti í garði. Óli er til hægri á myndinni!!!! 43

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.