Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 28

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 28
skilur reyndar vítaspyrnudóm Sæ- mundar Víglundssonar (og hann ger- ir það varla sjálfur eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpinu) á lokamínútu í leik Leifturs og KR fyrir norðan í 2. umferð. KR fékk reyndar aðra víta- spyrnu á silfurfati strax í næsta leik þegar Guðmundur Stefán Maríasson „keypti" augljósan leikaraskap Hilm- ars Björnsson í vítateig Frammara. Það er spurning hvort dómarar séu ennþá hræddir við Guðjón Þórðar- son, þjálfara KR. LOGI ÓLAFSSON, þjálfari ÍA: „Það, sem hefur komið mér mest á óvart í deildinni, er slök byrjun Fram og Vals. Ég reikna hins vegar með að bæði liðin nái að rífa sig upp. Miðað við frammistöðu Vals gegn ÍA á dög- unum er liðið síður en svo það lak- asta sem við höfum leikið gegn. Leik- mennirnir berjast vel og leggja sig fram en eitthvert lánleysi eryfir liðinu en það varir ekki að eilífu. Það ríkir ákveðin hefð hjá Val þannig að það þarf mikið til að liðið fari niður." — Bjóstu við að ÍA yrði taplaust eftir fyrstu 8 leikina? „Við reynum ávallt að hugsa um einn leik í einu í stað þess að reikna með fjórum sigrum og kannski einu tapi. Eg bjóst við að þetta yrði erfið- araen það hefur reynsttil þessa. Samt er frammistaða liðsins eðlileg miðað við þann mannskap sem er til stað- ar." — Eru hin liðin á leið upp eða niður? „ÍBV getur unnið hvaða lið sem er, sérstaklega á heimavelli og nýliðar Leifturs og Grindavíkur eru að upp- skera eins og til var sáð. Þeir lögðu mikið upp úr því að standa sig í sum- ar og mér sýnist það ætla að verða raunin. Mér finnst Breiðablik vera gott lið og ég var ósáttur við að því skyldi vera spáð falli. Blikarnir eiga enn mikið inni. Keflvíkingareru mjög öflugir og líklegir til að fara langt, Gunnar Már Másson leikmaður Leifturs náði ekki að skora ífyrstu 8 umferð- unum. „Mjög lágkúrulega var staðið að brottvikningunum“ segir Logi Ólafsson bæði í deild og bikar. KR varð fyrir blóðtöku strax í upphafi móts þegar tveir lykilmenn liðsins, Steinar Dagur Adolfsson og Guðmundur Bene- diktsson, meiddust og þá hefur Bi- bercic ekki fundið sig fyrir framan markið. Leið KR áeftir að liggja upp á við frekar en hitt. Það hefur oft verið sagt að FH væri mikilvægt að byrja vel til að geta gert góða hluti í deildinni en það virðist ekki eiga sér stað þrátt fyrir sigur í tveimur fyrstu leikjunum liðsins. Það þarf mikiðað gerast hjá FH til að liðið nái að rífa sig upp. í heildina finnst mér liðin í deild- inni jafnari en í fyrra þótt við höfum náð ákveðnu forskoti sem enginn veit hvort helst. í fyrra varégáhorfandi en núna þarf ég að spá í hvert I ið og ég er ekki frá því að mér finnist mótið skemmtilegra í ár." — Hvert er þitt álit á brottvikn- ingu þjálfaranna lnga Björns og Mar- teins? „Égermjögósátturviðhanaogskil ekki hvaða rök I iggja þar að baki. Ég á sérstaklega erfitt með að átta mig á framkomu Keflvíkinga án þess þó að vera að setjast í eitthvert dómarasæti. En miðað við það, sem haft hefur verið eftir forráðamönnum liðsins í viðtölum, er brottreksturinn illskilj- anlegur og ekki síst var lágkúrulega staðið að þeim hjá báðum liðum. Þar sem ég á sæti stjórn þjálfarafélagsins erstöðugtveriðaðfjalla um það sem lýtur að þjálfurum og ég get ekki þet- ur séð en að hvergi sé starfsöryggi ótryggara. Við erum að vinna í að búatil samninga, ekki ósvipaða þeim sem leikmenn gera við félög, en slíkt tíðkastá Norðurlöndunum, ogviðer- um að reyna að heimfæra samninga frá Noregi og Danmörku yfir á Is- land." — Komast Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir í lið hjá þér? „Ég tel að þeir hafi getu til að eiga sæti í liðinu en það er vitanlega háð því hvernig leikmenn eru að leika hverju sinni. Mér sýnist nánast að um mannréttindabrot verði að ræða veiti Feyenoord þeim ekki leyfi því hvernig getur lið haldið í leikmenn sem þeir eru ekki að borga laun? Það er sömuleiðis fáránlegt að þeir ætli sér að ráða því í hvaða leikjum og mótum strákarnir fái að spila."

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.