Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 11
INGI
BJÖRN
Ingi Björn Albertsson, „Leikmaður
íslandsmótsins" 1976 tekur við ís-
landsbikarnum úr hendi Ellerts B.
Schram formanns KSÍ.
— Ertu gamaldags þjálfari, lngi Björn?
„Þessari spurningu er hvorki hægt
að svara játandi né neitandi, þar sem
þjálfun skiptist í ýmsa þætti. Hvað
varðar þjálfun á undirbúningstímabil-
inu er hugsanlegt að nota orðið gamal-
dags um mig þar sem ég notast ekki við
hinar ýmsu mælingar og próf sem nú
eru svo mjög í tísku. Þær aðferðir eru
hins vegar umdeilanlegar og alls ekki
notaðar alls staðar. Ég hef ekki orðið
var við það, nema síður sé, að þau lið,
sem ég hef þjálfað, væru í verra formi
en þau lið sem notast við þessar svo-
kölluðu nýtísku aðferðir. Ef þær eru
hinar einu réttu er verið að halda fram
að knattspyrnumenn hafi ekki verið í
fínu formi síðustu áratugina og undir
það get ég ekki tekið. Ég tel mig hins
vegarveraframariega ítaktískum, leik-
rænum æfingum og einnig hvað varð-
ar undirbúning fyrir leiki og leikskipu-
lag. Því má segja að svarið sé nei."
— Er rétt að þú sækir ekki þjálfara-
námskeið eins og flestallir þjálfarar
gera?
„Það er ekki alls kostar rétt. Ég hef
sótt námskeið og auðvitað fylgist ég
mjög vel með í knattspyrnuheiminum.
En hinu má ekki gleyma að námskeið
eru ekki endilega svar við öllu því
reynsla og tjáskipti við rétta aðila eru
ekki síður nauðsynleg. Ég dreg mjög í
efa að þjálfarar þekktari klúbba í
Evrópu stundi mikið námskeið, nema
þá helst til að halda fyrirlestra. Með
þessu er ég ekki að gera lítið úr þátt-
töku á námskeiðum, aðeins benda á
að þau eru ekki svarið við öllu."
— Hvað felst í nútímaþjálfun?
„Knattspyrnan er í eðli sínu einföld
íþrótt en hana má hins vegar gera
flókna með allskyns pælingum og vís-
indum. Það eru ýmsar leiðirtil að skila
liði í góðu formi inni í mót og ekki
skiptir höfuðmáli hvort menn fari eftir
nýjustu fræðum, heldur hitt að skila
liðinu tilbúnu í slaginn. Nútíma þjálf-
un snýst því meira um það hverslags
leikskipulag menn notast við og út-
færslu á því, hvernig menn lesa leikinn
og andstæðingana og hvernig liðið fer
stemmt inn á völlinn. í þessu er fólgin
töluverð sálfræði."
— Studdist þú við mjólkursýru-
mælingar?
„Ég hef prófað þær en studdist ekki
við þær í ár. Þessar mælingar eru um-
deilanlegar en geta þó varla verið
skaðlegar nema þá helst ef þjálfari tek-
ur þær alltof hátíðalegar. í mínum
huga er verið að færa þjálfunina of
mikið úr höndum þjálfara yfir íhendur
vísindamanna. Sumum þjálfurum
þykir þetta vafalaust gott þar sem þetta
minnkar vinnu þeirra og dregur úr
þeirra ábyrgð. Eins og þessi þróun birt-
ist mér finnst mér hún slæm, best væri
að menn færu milliveginn — það að
nýta sér reynsluna jafnhliða nýjung-
um."
11