Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 42

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 42
— Finnst þér einhverjir eiga heima í landsliðinu sem hafa ekki verið valdir? „Það verða alitaf deildar meining- ar um val á landsliði, annað væri óeðlilegt." — Á Þórður markvörður, bróður- sonur þinn, ekki skilið að fá tækifæri í hópnum miðað við frammistöðu hans? „Jú, auðvitað væri það ákveðin reynsla, kannski í Ijósi þess að Birkir og Friðrik eru í eldri kantinum þótt þeir geti vitanlega leikið í mörg ár í viðbót. Þórður er nokkuð góður þótt hann sé ekki enn orðinn klassamark- vörður. Annars átti Þórður að vera senter því hann var eldsnöggur markaskorari í yngri flokkunum. Honum var ráðlagt að hafa hægt um sig vegna eymsla í hné." — Er það rétt að þú hafir verið brotinn á meðan þú lékst hluta af síðasta tímabili? „Það koma sprunga í sperrilegginn og liðband rifnaði í ökklanum í byrj- un ágústen læknarnir vildu meinaað þetta væri ekki alvarlegt. Það kom ekki í Ijós fyrr en eftir tímabilið hvers eðlis meiðslin voru en það var oft sársaukafullt að spila. Ég lét laga þetta síðastliðið haust." — Hver finnst þér koma til greina sem landsliðsþjálfari ef Ásgeir verð- ur ekki endurráðinn eftir EM í haust? „Ég veit það ekki. í hreinskilni sé ég engan valkost á Islandi og ég myndi leitatil útlendings." — Fyndist þér rétt að skipta um landsliðsþjálfara í haust? „Efsvoyrði hlyti það aðveravegna lélegs gengis landsliðsins. Frammi- ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN JAÐARSBÖKKUM OPNUNARTÍMAR Mánudaga - föstudaga kl. 07.00 - 21.00 Laugardaga og sunnudaga kl. 09.00 - 18.00 Við bjóðum íþróttasalur Þreksalur Gisting upp á aðstöðu Á sumrin gefst Höfum tekið Bjóðum uppá fyrir alla gestum okkar í notkun nýjan 6 fjögurra fjöiskyldund kostur á að fá þreksal. manna herbergi. því á sund- íþróttasalinn Hann er opinn Inn á hverju laugarsvæðinu til afnota. almenningi á herbergi er sturta, eru heitir pottar Viltu komast sama tíma og salernisaðstaða með nuddi, í tennis, blak, sundlaugin. og sjónvarp. barnalaug, badminton Rétt er að 25m útilaug, eða bolta- benda á að gufuböð og Ijósabekkir. íþróttir? íþróttafélög bæjarins hafa forgang að tímum. ÍÞRÓTTAFÉLÖG, UNGMENNAFÉLÖG, SÉRSAMBÖND OG AÐRIR HÓPAR! Við höfum allt á einum stað, og stutt er í 9 holu golfvöll. Tilvalið fyrir æfingabúðir. Nánari uppl. í síma 431 3311 Fax 431 3012 staðan í næstu leikjum hlýtur að ráða miklu um framhaldið hvað þjálfun- inni viðkemur. Landsl iðsþjálfara- staðan á íslandi er, að mínu viti, ekki eins mikilvæg og víða annars staðar, m.a. vegna þess að það er ekki svo stór hópur leikmanna á íslandi í landsliðsklassa. Þeir, sem það eru, verða hreinlega að gefa sigalla í leik- ina en því miður er því ekki alltaf að skipta. Það vantar að menn séu til- búnir að deyja fyrir landsliðið inni á vellinum. Það virðast vera færri af- gerandi leikmenn á íslandi en oft áður og það er kannski engin tilviljun að það er hending ef menn komast í atvinnumennsku í dag. Vissulega fengust austantjaldsleikmenn fyrir vatn og brauð þegar Berlínarmúrinn féll en það er ekki eina skýringin. Menn virðast vera skíthræddir við að fara út, jafnvel til Norðurlandanna þar sem er þó mun betra að leika en hér á íslandi. Hvers vegna skyldi stór hluti þeirra, sem leika á Norðurlöndun- um, ekki ekki hafa náð að festa sig í sessi? Tökum sem dæmi Andra Mar- teins, Ágúst Gylfason, Anthony Karl, Kristján Jónsson, Kristófer Sigurgeirs- son, Hlyn Birgisson og svo heyrir maður að Rúnar Kristinsson hafi ekki náð að sýna sitt besta. Ég held að þeir hafi kannski þurft að sýna aðeins meira til að ná að sanna sig. Norður- löndin eru frábær vettvangur fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja eitthvað á sig og komast lengra sem atvinnu- menn. Ég hefði líklega komist eitt- hvað annað hefði ég ekki fótbrotnað og var Frakkland m.a. inni í mynd- inni. Annars hefði verið gaman að fá að spreyta sig í Englandi. Steve Copp- el, framkvæmdastjóri Crystal Palace, ætlaði að kaupa mig þegar ég var til reynslu hjá félaginu eftir að ég var í Noregi en þegar framlínumaður liðs- ins fótbrotnaði neyddist hann til að kaupa annan slíkan og þar með var aurinn búinn." — Kitlar það að fara út að nýju? „Já, auðvitað. Ég er ekki nema 29 ára og tel mig eiga nóg eftir en þegar Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Suðurgata 57 300 Akranes Sími: 431 2333

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.