Íþróttablaðið - 01.08.1995, Síða 7
„Miðað við frammistöðu kepp-
endanna í sumar er dálítið erfitt að
spá í spilin. PÉTUR GUÐMUNDS-
SON hefur ekkert kastað í sumar sök-
um meiðsla og því er spurning i
hvernig ástandi hann verður á HM.
Þótt hann verði búinn að ná sér af
meiðslunum er vitanlega óvíst hvort
tæknin verður í lagi. Á góðum degi
hefur Pétur alla burði til að komast í
úrslit og jafnvel á verðlaunapall.
Hann er mjög sterkur um þessar
mundir, frískur eftir veturinn og
kannski hefur hvíldin gert honum
gott.
SIGURÐUR EINARSSON hefur
verið mjög þungur í sumar, líklega
vegna þess að hann hefur ekki byrjað
nógu snemma á snerpuæfingunum.
Hann er mikill keppnismaðuroggæti
hæglega komist í úrslit en það kæmi
mér þó á óvart. Hann þarf líklega að
kasta um 80 metra til að komast í
úrslit en þó hefur 12. maður á mörg-
um stórmótum komist í úrslit á 78
metrum. Árangurinn í spjótkasti fer
dálítið eftir vallaraðstæðum en þær
eru góðar í Gautaborg, völlurinn er
opinn, og því ættu margir að geta
kastað yfir 80 metra.
VÉSTEINN HAFSTEINSSON hefur
verið nokkuð jafn í sumar og ég trúi
því staðfastlega að hann komist í úr-
slit og líklega í átta manna úrslit. Til
þess að það gangi upp þarf hánn að
hækka meðaltalið um einn og hálfan
metra. Vésteinn þarf líklega að kasta
yfir 62 metra til að tryggja sig í átta
manna úrslit. Hann hafnaði í 7. sæti á
móti í Moskvu á dögunum þar sem
allir bestu kastarar heims voru meðal
keppenda og það eru fyrirheit um
góðan árangur á HM.
GUÐRÚN ARNARDÓTTIR á mik-
ið inni í 400 metra grindahlaupi og
verði hún heppin með riðil á hún
góða möguleika á að komast áfram.
Ég hef mikla trú á að hún setji ís-
landsmet á mótinu. Nái Guðrún að
einbeita sér að 400 m grindahlaupi á
hún eftir að ná verulega langt á al-
þjóða mælikvarða því hún hvað
tækni viðkemurá hún svo mikið inni.
MARTHA ERNSTDÓTTIR gæti átt
erfitt með að finna keppanda í 10 km
hlaupi til að hlaupa með, eins og sagt
er. Ef hún finnur einhvern^ til að
hanga í á hún að geta bætt íslands-
metið. Þó hefur mér heyrst að alvara
hennar í íþróttinni sé orðin of mikil á
kostnað gleðinnar. Fyrir Evrópu-
Jón Arnar Magnússon, Ólafur Guðmundsson, Friðgeir Halldórsson og Theó-
dór Karlsson kepptu fyrir íslands hönd í Evrópubikarkeppninni í fjölþraut og
fóru með sigur af hólmi.
meistaramótið í fyrra átti hún við
veikindi að stríða en samt talaði hún
um að það mætti ekki brjóta upp æf-
ingaprógramið sem var búið að gera.
Það kann ekki góðri lukku að stýra
þegar maður heldur því fram að það
verði að klára það sem stendur á ein-
hverju blaði þóttheilsan segi kannski
til um annað. Fólk verður að hlusta á
líkamann og treysta honum. Af við-
tölum, sem voru tekin við hana eftir
víðavangshlaupin í vetur, að dæma
fannst méralvaran veraorðin of mikil
en kannski er hún tilkomin vegna
þess að hún er farin að finna smjör-
þefinn af því að ná verulega góðum
árangri. Ég hef alltaf haldið því fram
að Martha ætti að snúa sér að mara-
þonhlaupi en kannski þarf hún að
hlaupa 10 km aðeins betur áður en
hún lætur verða að því. Hún getur
komist í allra fremstu röð í maraþon-
hlaupi — allt að áttunda sæti á stór-
mótunum en það væri frábær áran-
gur í svo erfiðri grein.
Ég tel að JÓN ARNAR MAGNÚS-
SON hafni aldrei neðar en í 10. sæti
og hitti hann á toppþraut getur hann
komist á verðlaunapall. Hann er að
vinna í þeim greinum þar sem at-
rennu er þörf, eins og langstökki, há-
stökki, spjótkasti og stangarstökki, og
verði hann búinn að slípa þær til fyrir
HM er ég mjög bjartsýnn fyrir hans
hönd. Hann er orðinn það sjálfs-
öruggur að 3.-6. sætið er í sjónmáli,
aðmínu mati.Jón Arnarámjögmikið
inni í hverri einustu grein en það hef-
ur hann fram yfir þá sem hafa verið
að ná betri árangri en hann í heimin-
um. Mér vitanlega er ekkert tugþraut-
arefni eins ogjón Arnar annars staðar
í heiminum. Þegar hann verður
búinn að slípa tæknina f öllum grein-
unum verða honum allir vegir færir.
EINAR VILHJÁLMSSON gæti
komist á HM en ég held að hann jaurfi
eitt ár í viðbót til að ná sér og hann
verðurvel klárfyrirÓlympíuleikana í
Atlanta. Hann er á góðri leið, laus við
þrálát meiðsli og hefur verið að bæta
sig á hverju einasta móti. Einar,
ásamt Pétri, Sigurði og Vésteini, er
hugsanlega á síðasta snúningi og því
má ætla að Ólympíuleikarnir í At-
lanta séu það stórmót sem þeir ætla
að stefna að. Ólympíunefndin, með
Júlíus Hafstein íbroddi fylkingar, hef-
ur verið að bæta sig verulega hvað
varðar jákvæða hugsun gagnvart
íþróttamönnunum og skilning á því
hvað þarf til að komast í fremstu röð
og ég hef trú á því að hún muni gera
þessum mönnum kleift að helga sig
íþrótt sinni fram að Ólympíuleikun-
um. Ég trúi því að þeim verði gefinn
kostur á að dvelja í æfingabúðum
næsta vetur ásamt þjálfurum sínum
og ekkert verði til sparað til að þeir
geti náð sínu besta á næsta ári. Ég
finn mjög jákvæða strauma núna og
er bjartsýnn á næsta ár hvað þetta
varðar."
7