Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 23

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Page 23
VÍKINGAR GEGN VÍMU.... OG VONANDIFLEIRI Knattspyrnufélagið Víkingur hefur gefið út veggspjald undir kjörorðinu „VÍKINGUR GEGN VÍMU“. Nýleg skýrsla Rannsóknarstofnunar uppeld- is- og menntamála, „Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni", hefur leitt í ljós að áhrif íþrótta á líf og heilsu ung- menna eru ótvíræð og mikilvægur lið- ur í að stuðla að bættu mannlífi. AIls tóku 15 þúsund ungmenni á öllu land- inu þátt í rannsókn stofnunarinnar. Þar kemur fram að unglingar, sem stunda íþróttir, reykja síður, nota síður áfengi og það heyrir til undantekninga að þeir ánetjist fíkniefnum. íþróttir stuðla að sjálfsvirðingu og unglingar í íþróttum sækja skóla betur og fá hærri einkunn- ir, en félagar þeirra sem eru í lélegri lík- amsþjálfun. Fyrir ári var komið á reykingabanni í Víkinni, íþrótta- og félagsmiðstöð Vík- ings í Fossvogi, og skorar ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ á önnur íþróttafélög á landinu að fara að dæmi þeirra. Þess eru dæmi að þjálfarar keðjureyki í varamann- skýlunum á knattspyrnuleikjum og það hefur gerst að þjálfari unglinga hafi verið undir áhrifum áfengis á keppnis- ferð erlendis. Munntóbak er orðið tölu- vert vandamál víða og því er kominn tími til að íþróttafélögin skeri upp her- ör gegn þessum óþverra og banni al- gjörlega notkun tóbaks, áfengis og munntóbaks á félagssvæðum sínum. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari. skipuð leik- mönnum 23 ára og yngri, hefur fengið? „Það er af hinu gpðá að hafa leiki fyrir lið, sem hafa mörgum ungum leikmönnum á að skipa, en áður var um keppni B-liða að ræða. Margir alvöru- leikir, ef svo má að orði komast, geta haldið ung- um leikmönnum ÁSGEIR ELÍASSONr landsliðsþjálfari í knattspyrnu Hefur eitthvað komið þér á óvart í Sjóvá-Almennra deildinni í sumar? „Ég het' ekki velt því sérstaklega fyrir mér. Eftir að hafa séö 2-3 vor- leiki með Val bjóst ég við liðinu sterkara og hefur slakt gengi þess því komið mér einna mest á óvart. Hvað Fram viðkemur átti ég von á liðinu um miðja deild." Hafa einhverjir leikmenn verið meira spennandi en aðrir? „Ég er ána;gður með að Rútur Snorrason, leikmaður ÍBV, sem var meiddur í fyrra, er búinn að ná sér en hann er góður. Þá hefur Ólafur Þórðarson haldið uppteknum hætti, spilað vel og ao auki skorað mun meira en áður. Afinað hefur ekki komið mér á óvart." Hvert er þitt álit á fyrirkomulagi Mjólkurbikarkeppninnar í Ijósi þeirrar gagnrýni sem þátttaka liða, hjá sínum félögum þótt þeir séu ekki fastamenn í liðinu en aðöðium kosti mýndu þeir hugsanlega skipta um fé- lag. Fyrirkomulag /vtjólkurbikar- keppn in nar er ekki endilega betra én B-liða keppnin en það er spurning hvort ekki mætti breyta regiunum í þá veru að leikjahæstú menn liðanna mættu ekki ieika með yngra liðinu. Ann.irs eru það margir góðtr leik- menn á íslandi að liðin þyrftu, að mínu mati, ekki að tefla fram þokka- legum úllendingum eins og þau gera í dag." Af hverju fór landsleikur fram á mjög lélegum velli á Neskaupstað skömmu eftir að þú gagnrýndir Laugardalsvöllinn fyrir að vera varia leikhæfan? Hefði ekki vérið betra að leika á Eskifirði þar sem völlurinn er góður? „Upphaflega áttí að leika á Egils- stöðum en völlurinn þar var ekki nógu góour í vor. Þegar ákvarðanir um að leika úti á landi eru teknar er tekið tillit til ýmissa sjónarroiða. KSÍ þúrfti ekki að greiða kosthað vegna uppihalds iiðanna á Neskaupstað og fleira hékk á spýtunni sem ég þekki ekki nákvæmlega."

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.