Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 23
VÍKINGAR GEGN VÍMU.... OG VONANDIFLEIRI Knattspyrnufélagið Víkingur hefur gefið út veggspjald undir kjörorðinu „VÍKINGUR GEGN VÍMU“. Nýleg skýrsla Rannsóknarstofnunar uppeld- is- og menntamála, „Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni", hefur leitt í ljós að áhrif íþrótta á líf og heilsu ung- menna eru ótvíræð og mikilvægur lið- ur í að stuðla að bættu mannlífi. AIls tóku 15 þúsund ungmenni á öllu land- inu þátt í rannsókn stofnunarinnar. Þar kemur fram að unglingar, sem stunda íþróttir, reykja síður, nota síður áfengi og það heyrir til undantekninga að þeir ánetjist fíkniefnum. íþróttir stuðla að sjálfsvirðingu og unglingar í íþróttum sækja skóla betur og fá hærri einkunn- ir, en félagar þeirra sem eru í lélegri lík- amsþjálfun. Fyrir ári var komið á reykingabanni í Víkinni, íþrótta- og félagsmiðstöð Vík- ings í Fossvogi, og skorar ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ á önnur íþróttafélög á landinu að fara að dæmi þeirra. Þess eru dæmi að þjálfarar keðjureyki í varamann- skýlunum á knattspyrnuleikjum og það hefur gerst að þjálfari unglinga hafi verið undir áhrifum áfengis á keppnis- ferð erlendis. Munntóbak er orðið tölu- vert vandamál víða og því er kominn tími til að íþróttafélögin skeri upp her- ör gegn þessum óþverra og banni al- gjörlega notkun tóbaks, áfengis og munntóbaks á félagssvæðum sínum. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari. skipuð leik- mönnum 23 ára og yngri, hefur fengið? „Það er af hinu gpðá að hafa leiki fyrir lið, sem hafa mörgum ungum leikmönnum á að skipa, en áður var um keppni B-liða að ræða. Margir alvöru- leikir, ef svo má að orði komast, geta haldið ung- um leikmönnum ÁSGEIR ELÍASSONr landsliðsþjálfari í knattspyrnu Hefur eitthvað komið þér á óvart í Sjóvá-Almennra deildinni í sumar? „Ég het' ekki velt því sérstaklega fyrir mér. Eftir að hafa séö 2-3 vor- leiki með Val bjóst ég við liðinu sterkara og hefur slakt gengi þess því komið mér einna mest á óvart. Hvað Fram viðkemur átti ég von á liðinu um miðja deild." Hafa einhverjir leikmenn verið meira spennandi en aðrir? „Ég er ána;gður með að Rútur Snorrason, leikmaður ÍBV, sem var meiddur í fyrra, er búinn að ná sér en hann er góður. Þá hefur Ólafur Þórðarson haldið uppteknum hætti, spilað vel og ao auki skorað mun meira en áður. Afinað hefur ekki komið mér á óvart." Hvert er þitt álit á fyrirkomulagi Mjólkurbikarkeppninnar í Ijósi þeirrar gagnrýni sem þátttaka liða, hjá sínum félögum þótt þeir séu ekki fastamenn í liðinu en aðöðium kosti mýndu þeir hugsanlega skipta um fé- lag. Fyrirkomulag /vtjólkurbikar- keppn in nar er ekki endilega betra én B-liða keppnin en það er spurning hvort ekki mætti breyta regiunum í þá veru að leikjahæstú menn liðanna mættu ekki ieika með yngra liðinu. Ann.irs eru það margir góðtr leik- menn á íslandi að liðin þyrftu, að mínu mati, ekki að tefla fram þokka- legum úllendingum eins og þau gera í dag." Af hverju fór landsleikur fram á mjög lélegum velli á Neskaupstað skömmu eftir að þú gagnrýndir Laugardalsvöllinn fyrir að vera varia leikhæfan? Hefði ekki vérið betra að leika á Eskifirði þar sem völlurinn er góður? „Upphaflega áttí að leika á Egils- stöðum en völlurinn þar var ekki nógu góour í vor. Þegar ákvarðanir um að leika úti á landi eru teknar er tekið tillit til ýmissa sjónarroiða. KSÍ þúrfti ekki að greiða kosthað vegna uppihalds iiðanna á Neskaupstað og fleira hékk á spýtunni sem ég þekki ekki nákvæmlega."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.