Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 13

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 13
„ÉG VEIT EKKI HVORT ÉG ERÁ HEIMLEIÐÁ NÆSTUNNI!" tel ég mig eiga mestu möguleika á góðum árangri í framtíðinni í stöng- inni," segir Vala en hástökk hefur sömuleiðis verið hennar aðal keppn- isgrein. Vala æfir með stærsta frjálsíþrótta- félaginu í Malmö en þjálfari hennar, sem er pólskur, heitir STANISLAV SZCZYRBA. „Það má kannski segja að hann hafi tekið mig upp á sína arma þegar ég var að leita eftir því að fá að æfa í Svíþjóð og hefur reynst mér afskaplega vel. Hann kemur okkur oft á óvart með nýjum æfing- um ogfer yfirleitt í minnstu smáatriði. Sem dæmi þá segir hann að það sé mjög mikilvægt, til að fá sem mest út úr því að gera háar hnélyftur, að lyfta tánum samtímis því að lyfta hnján- um. Hann veltir hverri einustu hreyf- ingu fyrir sér og hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri. Á sumrin æf- um við yfirleitt tvisvar á dag en einu sinni á dag á veturna." — Að hvaða leyti eru æfingarnar úti frábrugðnar æfingunum á ís- landi? „Æfingarnar eru að mestu leyti áþekkar en ég hef tekið eftir því að þegar krakkarnir hér á íslandi stunda lyftingar á veturna I íkist það æfingum lyftingakarla. í félaginu í Svíþjóð er lyftingaæfingunum hagað þannig að við reynum yfirleitt að líkja sem mest eftir þeim greinum sem við keppum í — reynum að ná upp meiri snerpu í þeirri hreyfingu sem skiptir okkur mestu máli. Það má kannski segja að hér séu stundaðar kraftlyftingar, að einhverju leyti, og síðan er unnið út frá því en í Svíþjóð reynum við að sameina kraftinn, snerpuna og hreyf- inguna til að fá sem mest út úr æfing- unum. Annars er ekki mitt að dæma hvort gefur betri raun." — Við hvaða aðstæður æfir þú í Svíþjóð? „Félagið á stóra íþróttahöll, með 200 metra hlaupabraut, sem við æf- um íá veturna þannig að aðstaðan er eins og best verður á kosið. Útiað- staðan er Ifka frábær." Vala getur keppt á flestum mótum fyrir félagið sitt í Svíþjóð en á meist- aramótinu verður hún að keppa sem gestur. Eins og áður sagði er árangur hennar í stangarstökki framúrskar- andi og í hástökki á hún næst besta árangurinn í Svíþjóð í sínum aldurs- flokki, 1,81 m. Vala er sömuleiðis í fremstu röð meðal jafnaldra í sjöþraut. „Ég á að geta bætt mig tölu- vert í flestum greinum sjöþrautarinn- ar enda hef égekki lagt mikla áherslu á sumar greinirnar." — Miðast æfingar þínar í dag við að þú munir keppa í sjöþraut í fram- tíðinni eða kannski eingöngu í há- stökki og stangarstökki? „Ég hef verið að æfa fyrir sjöþraut- ina að undanförnu en þjálfarinn minntelurmigeigagóða möguleika í sjöþraut og stangarstökki í framtíð- inni. Það verður erfitt að ná toppár- angri í hástökki að auki en þar sem hástökk er grein í sjöþrautinni mun ég ekki segja skilið við það. Mér finnst gaman að hafa mjörg járn í eldinum, stunda nokkrar greinar því maður er alltaf að takast á við ólíka hluti. Stangarstökkið er mjög spenn- andi grein þótt maður hafi verið hálf kjánalegur í upphafi. Það reynir á snerpu, hraða, styrk, lipurð ogtækni og það er mjög gaman að stunda stangarstökk." — Var ekki freistandi að taka milljónartilboði Svía? „Það er töluvert stór ákvörðun að skipta um ríkisborgararétt og að auki væri ég líklega fljót að eyða milljón- inni. Eins og staðan er í dag mun ég keppa fyrir Island en ég veit ekki hvort ég er nokkuð á heimleið á næstunni því aðstæðurnar í Svíþjóð eru framúrskarandi og að vissu leyti lykill að góðum árangri." — Er gott að vera nemandi í Sví- þjóð? „Já, mér finnst menntakerfið þar betra en á Islandi. Þar eru skyndipróf með reglulegu millibili og eru ein- kunnirnar látnar gilda sem lokapróf. Þetta heldur manni vel við efnið allan veturinn og maður kemst ekki upp með neinn slugsahátt. Ég reikna með að taka mér árs frí frá og með næsta vori þegarég lýkstúdentsprófi en mig dauðlangar síðan í læknisfræði. Það yrði reyndar gríðarlega erfitt að sam- eina það nám og íþróttirnar." — Hvaða mögleika telurðu þig eiga á heimsvísu í framtíðinni? „Þegar ég fer á flug dreymir mig um Ólympíugull og fleira í þeim dúr. Það kostar gríðarlega vinnu að ná toppárangri og það verður bara að kom í Ijós hvort ég næ að einbeita mér að íþróttum á næstu árum til að eiga möguleika á að komast ífremstu röð." 13

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.