Íþróttablaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 59
Ástæðan er einfaldlega sú að Rodm-
an sér leikinn öðruvísi en allir aðrir
— hann hefur sjötta skilingarvitið
fyrir því hvað muni gerast á næstu
sekúndubrotum, hvert boltinn muni
fara. "Fyrir mér er þetta allt annar
leikur en fyrir öllum öðrum. Eg veit
yfirleitt hvert boltinn fer."
Rodman fær yfirleitt óblíðar við-
tökur hjá andstæðingum San Anton-
io Spurs, liðsins sem hann leikur
með, en hann þrífst á ónotum frá
áhorfendum. Doc Rivers, félagi
Rodmans hjá Spurs, segir: „Hann
getur stjórnað hraðanum í leikjum án
jaess að skora sem er með ólíkindum.
Hann er frábær sóknarmaður, gefur
sendingar sem eru yfirleitt lykillinn
að næsta körfuskoti."
Rodman er uppreisnargjarn, upp-
RODMAN LANGAR
AÐ LEIKA í
BÍÓMVND
reisnarinnar vegna. Hann borðar
þegar hann er svangur, sefur þegar
hann getur ekki vakað lengur og gerir
allt sem hugur hans stendur til. Hann
segist ekki nota eiturlyf en drekka
eins og fiskur. Hann býr miklu frekar
sem rokkstjarna en íþróttamaður,
þykir minna á Jimi Hendrix og Jim
Morrison. Og hann langar að leika í
bíómynd. Þó ekki einhvern hálfvita
sem er í körfubolta.
Rodman á svarið við því hvers
vegna allir viljatala við hann ogeign-
ast hlutdeild í honum. í þrjá áratugi
fannst honum hann vera reiður, rugl-
aður og þrá ekkert annað en að verða
viðurkenndur. Skyndilega langaði
hann til að upplifa augnablikið, láta
allt eftir sér, hlusta á hjartað og þá
losnaði um villidýrið. Þegar hann
tekur sig til og lætur flest eftir sér um
eina helgi kostar það hann rúmlega 2
milljónir króna. Það eru vitanlega
smámunir fyrir mann sem þénar um
2,5 milljarða á ári en það skal tekið
fram að hann eyðir hverri einustu
krónu án þess að sjá eftir henni.
Faðir Rodmans yfirgaf fjölskyld-
una þegar Rodman var þriggja ára
gamall. Hann ólst upp í Dallas hjá
móðursinni ogtveimureldri systrum
sem báðar komust í Ameríkuúrvalið í
körfubolta. Þegar hann var 22 ára
vann hann sem dyravörður á flug-
vellinum í Dallas en upp frá því var
hann uppgötvaður í körfubolta og ár-
in 1989 og '90 varð hann NBA meist-
ari með Detroit Pistons.
Vinur Rodmans segir: „Hann var
aldrei uppreisnargjarn sem barn en
erfullkomiðdæmi um drengsemelst
upp án föðurímyndar. Hann þurfti að
læra ákveðna „mannasiði" upp á sitt
eindæmi þar sem engin sagði honum
hvað væri rétt eða rangt.
Daglega eru fleiri hundruð skila-
boð á símsvaranum hans og hann
neyðist annað slagið, sem leikmaður
Spurs, til að sitja fína kvöldverði með
merkilegu fólki. Honum leiðist það
óskaplega. Fólk á það til að angra
Rodman við ólíklegustu tækifæri og
eitt sinn þegar hjón mættu honum á
förnum vegi lyfti eiginmaðurinn upp
pilsi eiginkonunnar svo að Rodman
gæti séð hennar helgustu vé. Rodm-
an brosti bara að uppátæki manns-
ins.
Rodman sækir oft skemmtistaði,
sem hommar stunda eingöngu, og
hann á það til, til að hneyksla, að
strjúka karlmenn og kyssa þá, sýnist
honum svo. Hann hefur tekið mál-
stað samkynhneigðra og segir þá
alveg eins og annað fólk.
„Ég er ekki hræddur við að deyja,"
segir Rodman. „Það yrðu bara ný
landamæri. Stundum dreymir mig
um að skjóta hausinn af mér eða
henda mér fram af háum fossi. Mig
hefur sömuleiðis dreymt um að
drepa mann en það er yfirleitt sá
maður sem ég var í tæp þrjátíu ár."
Aðspurður um bestu leikmennina í
NBA segir hann Hakeem Olajuwon
vera besta senter deildarinnar.
Robinson kemst næst honum en
hann nefnir einnig Tim Hardaway,
Clyde Drexler og Danny Ainge.
Öllum er morgunljóst að Dennis
Rodrman er skrautlegur persónuleiki
sem fersínar leiðir. Hvort körfuknatt-
leiksunnendur muni sjá hann á fullri
ferð með bolta á næstu leiktíð verður
tfminn einn að leiða í Ijós.
VISSIRÞU...
...að STEINAR DAGUR ADOLFS-
SON, leikmaður KR, þurfti að bíða
eftir að komast í hnéaðgerð í hálfan
mánuð á meðan sár á hnénu var að
gróa. Það var nákvæmlega á þeim
bletti þar sem átti að spegla hann.
...að OLNBOGAHLÍFIN sem Einar
Vilhjálmsson notar þegar hann kast-
ar spjóti vegur hátt á fimmta kíló!
...að VALTÝR BJÖRN VALTÝS-
SON, hinn geðþekki og vinsæli
íþróttafréttamaður, er orðinn deild-
arstjóri íþróttadeildar Stöðvar 2 og
Bylgjunnar.
...að þeir FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN,
sem hafa tekið að sér þjálfun barna
samtímis þvi að æfa sjálfir af miklu
kappi, hafa fæstir náð sér á strik.
Gott dæmi um þetta er Halla Heim-
isdóttir kringlukastari og Haukur
Gunnarsson spretthlaupari sem var
bestur í fyrra en hefur varla sést í
sumar. Þetta er ekkert einsdæmi því
knattspyrnumenn, sem hafa stundað
þjálfun samhliöa spilamennsku,
spila sjaldnast vel.
...að ROBBV SLATER, leikmaður
Blackburn, er annar Ástralinn í sög-
unni sem hefur orðið Englandsmeist-
ari í knattspyrnu. Hinn var Craig
Johnston en hann varð meistari með
Liverpool árin 1982-'83.
...að svissneski landsliðsmaðurinn
í handknattleik, NICK CHRISTEN,
sem lék með landsliðinu á HM á ís-
landi, sat ekki auðurn höndum á
nieðan hann var ekki að æfa eða
spila. Hann komst aldeilis á „séns"
og er væntanlegur til íslands á næst-
unni því hann hyggst dvelja hjá kær-
ustunni (sem er vitanlega íslensk) í
vikutíma.
...að kappaksturshetjan NIGEL
MANSELL er svo herðabreiður að
hann á í erfiðleikum með að láta sér
líða vel í McLaren kappakstursbiln-
um. Þess vegna er verið að breyta
bílnum fyrir litlar 35 milljónir króna.
...að SAUTJÁN ÞJÁLFARAR hafa
verið við stjórnvölinn hjá spænska
knattspyrnuliðinu Atletico Madrid
síðastliðin átta ár.