Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 29

Íþróttablaðið - 01.08.1995, Side 29
BRAGI BJÖRNSSON, hinn sigursæli þjálfari 2. deildar liðs IR ÍR hefur heldur rétt betur úr kútn- um upp á síðkastið eftir afleitt gengi í upphafi. HEIMIR KARLSSON lét af störfum sem þjálfari og flutti af landi brott en við liðinu tók BRAGI BJÖRNSSON sem kallaði síðan á KRISTJÁN GUÐMUNDSSON sér til aðstoðar. Bragi hefur verið leikmað- ur ÍRtil margraára, oger það reyndar enn, en Kristján þjálfaði hjá yngri flokkum Vals. — Ertu þú einhver töframaður, Bragi? „Nei," segir kappinn og hlær. — Hvað er að gerast hjá ykkur? „Því er kannski erfitt að svara en við breyttum leikskipulaginu og færðum menn til inni á vellinum og höfum reynt að hafa léttleikann í fyrirrúmi." — Var Heimir eitthvað þungur? „Heimir var í sjálfu sér mjög góður og skilaði fínu starfi nema hvað stigin létu ekki sjá sig. Við höfðum ekki skorað mark lengi, fengum mörg mörk á okkur og það vantaði neist- ann. Ég vil að það komi skýrtfram að Heimir skildi mjög vel við og menn urðu dálítið sjokkeraðir þegar Ijóst var að hann var að flytja til útlanda. Það er eins og menn hafi brett upp ermarnar í kjölfar þess, tekið sjálfa sig í gegn og við Kristján höfum fengið góðan stuðning. Þótt staða liðsins hafi verið dökk ákvað ég að slá til þegar leitað vartil mín. Við tókum til ráðs að setja Enez, sem hefur leikið sem sweeper síðastliðin tvö ár, í sóknina og hreyfa við nokkrum öðr- um mönnum með þeim árangri að við höfum staðið okkur vel og ekki fengið á okkur mark í síðustu tveimur leikjum. Þaðeru reyndarerfiðir leikir fram undan og þeir verða prófsteinn á liðið. Við eigum Stjörnuna og Fylki heimaen Víði úti þannigað nú reynir að mannskapinn." MIZUNO GEFUR ÁSKRIFENDUM BOLI Kj. Kjartansson, Skipholti 35, umboðsað- ili MIZUNO á íslandi, hefur ákveðið að gefa 10 áskrifendum ÍÞRÓTTABLAÐSINS vand- aða Mizuno boli (sjá mynd). Dregin hafa verið út nöfn 10 heppinna áskrifenda og fær hver um sig sendan bol innan tíðar. Eftir- taldir duttu í lukkupottinn: GUÐJÓN ÖRN BJÖRNSSON Reyðarkvísl 11, Reykjavík HEIÐAR JÓNSSON Kraunastaðir, Húsavík JÓN MÁR JÓNASSON Öldugata 8, Dalvík KRISTÍN S. ÞÓRARINSDÓTTIR Miðgarður 3, Keflavík MATTHÍAS GUÐMUNDSSON Eskihlfð 16, Reykjavík SANDRA HEIÐARSDÓTTIR Keilusíða 6, Akureyri SIGURBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR Fagrabrekka 21, Kópav. SKÚLI SKÚLASON Langholt 17, Keflavík STEFÁN STEFÁNSSON Kópavogsbraut 61, Kópav. TÓMAS SIGURÐSSON Arnartangi 61, Mosfellsbær VARMO SNJÓBRÆÐSLA

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.